Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 5

Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 5
 ÖLDRUN – 24. árg. 2. tbl. 2006 www.oldrun.net ÖLDRUN 2. tbl. 1. árg. 1983 Fundarboð um almennan félagsfund. Vorþing BGS (2 bls) 6-NKG (2 bls) Námskeið í Kaupmannahöfn (2 bls.) Innlagnir af félagslegum ástæðum (1 bls.). ÖLDRUN 1. tbl. 2. árg. 1984 Fundarboð um eins dags ráðstefnu um öldrunargeð- lækningar í samvinnu við Geðlæknafélag Íslands. Fundargerð ÖFFÍ um almennan félagsfund, haldinn í Hjúkrunarskóla Íslands. Framsögumenn: Þórdís Bach- mann Kristinsdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Sigurborg Hlíf Magnúsdóttir auk pallborðsumræðna og skipurits yfir málefni aldraðra (6 bls.). ÖLDRUN 2. tbl. 2. árg. 1984 Tvö fundarboð. Frásögn af ráðstefnu um öldrunargeð- lækningar (7 bls.). Tillaga til aðalfundar um lagagrein um Vísindasjóð ÖFFÍ. ÖLDRUN 3. tbl. 2. árg. 1984 Fundargerð aðalfundar og skýrsla formanns (3 bls). Námskeið fyrir öldrunarlækna á vegum breska heilbrigð- isráðuneytisins (7 bls.). Um málefni aldraðra – hvar er þörfin brýnust: yfirlýsing frá ÖFFÍ (1 bls.). ÖLDRUN 1. tbl. 3. árg. 1985 Fundarboð um aðalfund. Lög ÖFFÍ og tillögur um lagabreytingar (2 bls.). Frásögn af almennum félagsfundi: 1. 7-NKG í Malmö ( 2 bls.). 2. Öldrunarþjónusta í Kalmar (2 bls.). 3. Námskeið í öldrunarlækningum í London (1 bls). ÖLDRUN 2. tbl. 3. árg. 1985 Fundarboð um almennan félagsfund. Fundargerð aðalfundar (1 bls.). Geðsjúkdómsgreiningar á dvalar- og hjúkrunarheim- ilum á Reykjavíkursvæðinu (1 bls.). Öldrunarþjónusta á Norðurlöndum (2 bls.). Um dvalar- og vistrými fyrir aldraða á Íslandi (2 bls.). Endurhæfingar- og langlegurúm á sjúkrahúsum 1981-2 (1 bls.). Gammal i Norden (2 bls.). ÖLDRUN 3. tbl. 3. árg. 1985 Fundarboð um almennan félagsfund. Hagir aldraðra verslunarmanna í Reykjavík (3 bls.). Félagslegar aðstæður Reykvíkinga 80 ára og eldri (2 bls.) Öldrunarmál á læknaþingi (2 bls.). Fréttablaðið hélt áfram að koma út í þessu formi, 1­4 tölublöð á ári og efnistök um margt áhugaverð. Telja má; Ráðstefnuhald og frásagnir af ráðstefnum; um stofnana­ þjónustu fyrir aldraða árið 1986 (10 bls), um námshópa fyrir aldraða, könnun á sveppasýkingum í munni, athug­ un á vitrænni starfsemi, um Parkinsonveiki, gestafyr­ irlesarar (próf. M.R.P. Hall), frásagnir af kynnisferðum, stjórnvaldsaðgerðum og heimsóknum. Ástæða væri fyrir ÖFFÍ að taka saman yfirlit um þessar útgáfur og gera efnið aðgengilegt til jafns og hið góða aðgengi að vefsíðuútgáfu á tímaritinu Öldrun. Um það leyti sem fagfólk í öldrunarþjónustu fór að láta að sér kveða, birtist orðið „öldrun“ á íslenskum vettvangi. Heyrðust þá athugasemdir um hvort það væri viðeigandi sem slíkt. Sögnin „að eldast“ táknaði þróun, en „elli“ héti það, sem að eldast leiddi af sér. Til að útvíkka þessa teng­ ingu var titill þessa greinarstúfs valinn „fæðing öldrunar“ en í honum má bæði finna nokkra mótsögn og menn geta þá hugleitt hvort einhvers staðar byrji það fyrirbæri að eldast og hvort þann atburð mætti kalla fæðingu? 1 Ársæll Jónsson og Gunnhildur Sigurðardóttir. (1998) Öldrunar­ fræðafélag Íslands: Stofnun og störf fyrstu árin. Öldrun 16(2), 7­9. Tímaritið ÖLDRUN er aðgengilegt á PDF formi á vefsíðu Öldrunarfræðafélags Íslands www.oldrun.net allt frá árinu 1999 frá og með 1. tbl. 17 árgangs. Þar segir: Öldrun er fagtímarit fyrir starfsfólk í öldrunarþjónustu og jafn­ framt fræðslurit fyrir alla sem umhugað er um málefni aldr­ aðra. Öldrun hefur verið gefið út frá 1983 og þá fyrst í formi fréttabréfs. Á Ári aldraðra 1999 hlaut það styrk frá heilbrigðis – og tryggingamálaráðuneyti til að koma því í núverandi mynd. Tímaritinu er ætlað að vera vettvangur fræðigreina um öldrunarmál, sem og að miðla fréttum til félagsmanna. Tvö tölublöð eru gefin út á ári, að vori og að hausti.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.