Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 6

Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 6
 www.oldrun.net ÖLDRUN – 25. árg. 1. tbl. 2007 Stjórnarstarf Í stjórn á starfsárinu sátu Sigrún Ingvarsdóttir formað­ ur, Ingibjörg Þórisdóttir ritari, Ólafur Samúelsson gjald­ keri, Berglind Indriðadótir sem jafnframt var fulltrúi stjórnar í ritnefnd og Auður Hafsteinsdóttir. Í varastjórn sátu Sigrún Guðjónsdóttir og Sigurveig H. Sigurðardótt­ ir. Stjórnarfundir voru haldnir mánaðarlega, með hléi yfir sumarmánuðina. Aðalverkefni stjórnar á starfsárinu voru undirbúning­ ur námsstefna í samvinnu við Endurmenntun og útgáfa tímaritsins Öldrunar. Félagsmenn eru á bilinu 320­330. Námsstefnur Árlega heldur Öldrunarfræðafélagið (ÖFFÍ) tvær nám­ stefnur í samvinnu við Endurmenntun Háskóla Íslands (EHÍ). Að auki var ÖFFÍ í samstarfi við Þjónustumið­ stöð Laugardals og Háaleitis, Félag eldri borgara og Vel­ ferðarsvið Reykjavíkurborgar, um málþing þann 15. júní 2006 er fjallaði um ofbeldi gegn öldruðum í tengslum við alþjóðlegan forvarnardag gegn ofbeldi á öldruðum. Á námsstefnu sem ÖFFÍ hélt í samvinnu við EHÍ í nóv­ ember 2006 var fjallað um mannauð í öldrunarþjónustu. Velt var upp spurningunum sem brenna á eldri borgurum og aðstandendum þeirra, sem og stjórnendum í öldrunar­ þjónustu, um það hvernig fáist fólk til starfa sem veitir úrvals öldrunarþjónustu og hvað þarf til að halda því fólki í starfi. Frummælendur voru á einu máli um að það sé forgangsatriði að huga vel að mannauðsmálum í öldrunar­ þjónustu þar sem þau eru lykillinn að því að veita góða eða yfirleitt einhverja þjónustu. Brýnt er að starfsfólk finni að borin sé virðing fyrir þeirra störfum, bæta þarf skilning á því í hverju starfið felst, gæta þarf vel að starfsaðstöðu og stuðningi til starfsfólks. Starfsfólk þarf að hafa tæki, tól og þekkingu til að geta leyst af hendi þau verkefni sem því eru falin. Þar sem starfsmenn af erlendum uppruna hafa í auknum mæli verið að sinna öldrunarþjónustu var einnig töluvert fjallað um aðlögun allra starfsmanna að fjölmenn­ ingarlegum vinnustöðum. Þann 1. mars 2007 var haldin námsstefna undir heitinu „Lífsgæði í búsetu“. Fjallað var um mismunandi búsetu­ form eldri borgara, á Íslandi sem og erlendis. Velt var upp spurningum um lífsgæði á efri árum sem tengjast heilsu­ fari, þjónustu og búsetuformi. Frummælendur voru á einu máli um það að fjölbreytni og heilsufar væru lykilorð þeg­ ar spurt væri um lífsgæði, það er að segja að geta haft val um þjónustu og búsetu ef/þegar heilsan versnar. Aðsókn var góð á báðar námsstefnurnar sem og mál­ þingið. Norrænt samstarf ÖFFÍ er aðili að Nordisk Gerontologisk Forum (NGF), norrænum samtökum öldrunarfræðafélaga. Stjórnarsetur NGF er í Osló og á formaður ÖFFÍ sæti í stjórn. NGF held­ ur öldrunarfræðaráðstefnu annað hvert ár, sú síðasta var haldin í Jyväskylä í Finnlandi í maí 2006. Stjórnarfundir NGF eru haldnir í tengslum við ráðstefnuna. Næsta ráðstefna NGF, sú 19. í röðinni, verður haldin í Osló dagana 25. – 28. maí 2008 og verður yfirskriftin „Aging, dignity, diversity“. Nú þegar er búið að opna vef­ síðu fyrir ráðstefnuna: http://www.19nkg.no. Árið 2010 verður ráðstefna NGF haldin á Íslandi og er þegar farið að huga að undirbúningi hennar í samvinnu við Öldrunarlæknafélag Íslands. Jón Snædal hefur tek­ ið að sér að vera forseti ráðstefnunnar, Soffía Egilsdóttir verður framkvæmdastjóri og Sigurveig H. Sigurðardóttir verður formaður Vísindanefndar. Heiðursfélagar Heiðursfélagar Öldrunarfræðafélagsins eru Alfreð Gíslason, Ársæll Jónsson, Gísli Sigurbjörnsson, Gunn­ hildur Sigurðardóttir og Þór Halldórsson. Reykjavík 22. mars 2007, f.h. stjórnar Öldrunarfræðafélags Íslands, Sigrún Ingvarsdóttir, formaður. Skýrsla formanns Öldrunarfræðafélags Íslands fyrir starfsárið 2006 - 2007 Sigrún Ingvarsdóttir félagsráðgjafi formaður ÖFFÍ

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.