Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 9

Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 9
 ÖLDRUN – 25. árg. 1. tbl. 2007 www.oldrun.net stutt í þá tilfinningu að líkaminn hafi svikið okkur og fjar­ lægist nú sína fyrri mynd þar til hann verður að lokum eins og ókunnugt, ógeðfellt slytti, sem við sitjum þó uppi með. Í þriðja hlutanum fjallar Amery um tilfinninguna sem fylgir því að geta ekki lengur skilgreint sig út frá því sem í manni býr, möguleikum sínum eða þeim hæfileikum sem enn eiga eftir að koma í ljós og njóta sín. Vongóð tilhugsun um framtíðardrauma og óorðna hluti stendur hinum aldr­ aða ekki til boða, heldur verður hann að láta sér nægja að líta yfir farinn veg og sjá sjálfan sig í verkum sem ekki verða aftur tekin. Þessu fylgir biturð og jafnvel öfund út í þá sem enn eru í blóma lífsins og hafa tekið við þeim hlut­ verkum sem hinn aldraði hafði áður bundið vonir sínar við. Honum finnst hann nú hornreka sem hefur engu mik­ ilvægu hlutverki að gegna og er hálfpartinn fyrir. Fólk lítur hann hornauga og ýmist vorkennir honum eða fyrirlítur. Fjórði hlutinn í bók Amerys nefnist „Að skilja ekki veröld­ ina lengur“ og þar kemur fram hvernig það er að finnast erfitt að tileinka sér nýjungar eða hreinlega að skilja þær hraðfara breytingar sem hvarvetna eiga sér stað. Það er ekki nóg með að þjóðfélagið ætli hinum aldraða ekkert hlutverk, heldur er eins og veröldin sé komin fram úr hon­ um og skilji hann eftir bæði örvinglaðan og máttvana. Í fimmta hlutanum, „Að lifa með dauðanum“, ýtir Amery við yfirborðskenndum leiðum fólks til að sætta sig við dauð­ ann og hvetur lesandann til að finna sínar eigin leiðir til að ögra honum og sættast við hann.4 Amery fór sína eigin leið og svipti sig lífi tíu árum eft­ ir að bók hans um ellina kom út. Í verknaðinum fólst ef til vill yfirlýsing um að fyrir hann yrði frekari öldrun ekki farsæl. En er slík niðurstaða nauðsynleg? Hlýtur Cíceró að blekkja sjálfan sig og okkur hin þegar hann lætur Cató eldra halda því fram að ellin þjaki hann ekki og geti verið unaðslegt æviskeið? Sviptir ellin okkur starfshæfni? Lítum þá nánar á málflutning Cícerós og vitum hvort þar er að finna rök sem duga gegn bölsýni Amerys. Rök Cícerós gegn því að ellinni hljóti að fylgja skert starfs­ hæfni snerta tvö af meginatriðunum í umfjöllun Amerys, þ.e. annars vegar örvæntingunni yfir því að erfitt sé að fylgjast með breytingum og nýjungum og hins vegar þeirri tilfinningu manneskjunnar að vera orðin einskis nýt afgangsstærð í þjóðfélaginu, einhver sem hafi þegar fengið sitt tækifæri til að þroska sig og reyna, en hangi nú á hliðarlínunni sjálfum sér og öðrum til óþurftar. Cíceró fellst á að ellin kunni að svipta menn hæfni til þeirra starfa sem „krefjast lífsorku manndómsára“, en bendir á að þetta eigi ekki við um þau svið þar sem menn geta beitt hug­ arorku sinni. „Öldungur vinnur ekki sömu störf og ungir menn“, segir Cíceró, „en hann innir af hendi miklu göf­ ugri og mikilvægari verk.“5 Dæmin sem Cíceró nefnir eru um andlega iðju af ýmsu tagi, en einnig stjórnmál, ýmis konar framkvæmdir og jafnvel bústörf, sem eru honum 4 Sjá inngang þýðandans að enskri útgáfu bókarinnar: Jean Amery On Aging: Revolt and Resignation. Þýð. John D. Barlow. Bloomington: Indiana University Press, 1994. 5 Um ellina, bls. 49. hugleikin. Hann nefnir nokkra af helstu andans mönnum fornaldar, þar á meðal Sófókles og Platón, því til sönnunar að hár aldur komi ekki í veg fyrir andleg afrek. Ótal dæmi eru um hið sama frá síðari öldum. Giuseppe Verdi samdi Ave María 85 ára, George Bernard Shaw samdi leikritið „Farfetched Fables“ 93ja ára og stærðfræðingurinn og heimspekingurinn Bertrand Russell skrifaði ævisögu sína þegar hann var 95­97 ára, en þess má geta að upp úr átt­ ræðu hafði hann fyllst eldheitum áhuga á baráttunni fyr­ ir kjarnorkuafvopnun risaveldanna og varð sú barátta til þess að 89 ára var hann handtekinn fyrir óeirðir!6 Dæmi sem þessi hafa verið notuð til að hrekja þá út­ breiddu skoðun að fólk nái yfirleitt hámarksárangri til­ tölulega snemma á ævinni í hverju því sem það tekur sér fyrir hendur. Þessi alhæfing er röng í ljósi hinna fjölmörgu dæma um árangur sem fer stígandi og nær meiri þroska eftir því sem líður á ævina, en hún er líka skaðleg vegna þess að fólki sem trúir henni hættir við að missa móðinn og veigra sér við að leita skapandi lausna eða sækjast eftir nýrri reynslu þegar það kemur á efri ár.7 Þegar fólk hættir að treysta sjálfu sér minnkar geta þess til að takast á við vandamál sín og þá taka að blasa við æ fleiri staðfestingar á bölsýnisviðhorfi Amerys. Oft er það lítt ígrundaður dómur samfélagsins sem ýtir undir þá skoðun að hámarkinu hafi verið náð snemma. Til dæmis var Isaac Newton aðeins 45 ára þegar hann setti fyrst fram lögmál sín um hreyfingu í höfuðriti sínu Prin­ cipia og auðvelt væri að líta svo á í fljótu bragði að með framsetningu þessara nýju lögmála hafi ferill hans náð há­ marki, en þá gleymist að hann átti eftir að þróa og dýpka kenningar sínar til 84 ára aldurs, þegar þriðja og síðasta útgáfa Principiu kom út.8 Dómur samfélagsins kemur hvað skýrast fram í þeirri æskudýrkun sem einkennir samfélag okkar. „Ungt og öflugt fólk með ferskar hugmyndir“ virðist vera krafa fyr­ irtækja og stofnana sem óttast það öðru fremur að staðna og dragast aftur úr í þeirri hröðu þróun sem hvarvetna á sér stað. Til að vera á undan keppinautunum að tileinka sér nýjungar verða fyrirtækin að hafa starfsfólk sem er ungt og óharðnað, fljótt að tileinka sér nýjungar og ekki fast í hugsunarhætti sem tíðkaðist kannski fyrir heilum áratug (!) og er því orðinn úreltur. Miðaldra fólk á ekki sjö dagana sæla ef það missir vinnuna, því að í augum vinnuveitenda eru þeir í raun aldraðir, mega muna sinn fífil fegri, orðnir til trafala með leiðum efasemdum og hægum viðbrögðum. Gegn æskudýrkun af þessu tagi vitnar Cíceró í leikrit eftir skáldið Nævíus þar sem maður nokkur er spurður hvers vegna borg hans leið svo hratt undir lok. „Sá sem spurður er greinir ýmsar ástæður en þá helzta að „hvatvísir froðu­ snakkar, ungir og fávísir, hófust til valda“. Flasið er ungum tamt, en hyggindin þeim sem eldri eru“, segir Cíceró.9 Þeir sem tileinka sér gildismat æskudýrkunar geta ekki 6 Gene D. Cohen, „Aging and Peaking“, American Journal of Geriat- ric Psychiatry 7:4, haust 1999, 275­278; 278 7 Sama rit, bls. 275. 8 Sama rit, bls. 275­276. 9 Um ellina, bls. 50.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.