Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 10

Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 10
10 www.oldrun.net ÖLDRUN – 25. árg. 1. tbl. 2007 elst á farsælan hátt, heldur eru þeir dæmdir til örvænt­ ingar og angistar þegar aldurinn færist yfir. En æskudýrk­ unin á ekki við rök að styðjast, eins og Cíceró bendir á. Hvert æviskeið hefur sín sérkenni og sitt gildi. „Svo sem þrekleysi einkennir bernskuárin, lífsorka æskuskeiðið, virðuleiki og festa manndómsárin, þá býr ellin yfir þroska í eðli sínu.“10 Gildi þess þroska sem ellin ber með sér helst óskert þótt lífsorka æskunnar kunni að þykja eftirsókn­ arverð á vinnumarkaði nútímans. Fyrir þá sem gera kröf­ ur vinnumarkaðarins að mælikvarða á gildi manneskjunn­ ar er rétt að rifja upp ögrandi líkingu sem Páll Skúlason hefur sett fram: Nútímatækniveröld sogar… til sín orku okkar kunn­ áttufólksins, notar alla hugsun okkar, allan tíma okk­ ar, okkur öll, sem hráefni til að viðhalda sér og end­ urnýja sig í sífellu … ég held að hjá því verði varla komist að líta á nútímatækniþjóðfélag sem eins kon­ ar mannætu sem nærist aðallega á vinnufæru fólki á aldrinum þrjátíu ára til sextugs. Þetta sama fólk og þjóðfélagsvélin notar til að viðhalda sér ímyndar sér að það sé frjálst og fullvalda og ráði gangi mála í heiminum … Aldraðir og unglingar geta auðveld­ lega ánetjast þessari sömu blekkingu og talið sig ófrjálsan og valdalausan lýð í klónum á yfirstétt kunnáttufólksins sem láti þjóðfélagsvélina dansa eft­ ir sínu höfði. Og kannski er þetta heldur ekki blekk­ ing að öllu leyti. Við hinir virku þjóðfélagsmeðlim­ ir höfum vissulega af því hag að viðhalda þessum óvirku utangarðshópum … Hins vegar minna útlag­ arnir okkur á mennsku mannskepnunnar og að hún er ekki fólgin í því að láta þjóðfélagsvélina éta sig upp til agna.11 Þeim sem finnst þeir vera útundan og einskis nýtir í þjóðfélaginu fyrir elli sakir ættu samkvæmt þessu ekki að örvænta heldur miklu frekar prísa sig sæla yfir því að vera sloppnir úr klóm mannætunnar og gefast nú loksins tóm til íhugunar og til að sinna því sem þeim finnst sjálfum skipta máli. Við þá iðju er ekki nauðsynlegt að tileinka sér nýjungar jafn óðum og þær koma fram, eða fylgjast með öllum þeim hröðu breytingum sem verða. Kröfurnar um þetta koma frá mannætunni, þjóðfélagsvélinni, og eiga því ekki lengur við, en ef við fyllumst á efri árum örvæntingu yfir því að standa ekki undir þessum kröfum hefur mann­ ætunni tekist að heilaþvo okkur. Við höfum þá komist að því að farsæl öldrun getur falist í því að trúa á sjálfan sig og halda áfram að nota og þroska hæfileika sína, læra og reyna nýja hluti, en falla ekki fyr­ ir þeirri bábilju að öllum hæfileikum hljóti að hraka með aldrinum. Öfugt við það sem ef til vill má ráða af umfjöllun Amerys, þá eru aldraðir ekki dæmdir til að líta til baka með eftirsjá og biturð þess sem má muna sinn fífil fegri, heldur geta þeir í gegnum hugðarefni sínum horft til fram­ tíðar og stefnt að vexti þeirra. Svo við vitnum enn í Cíceró 10 Um ellina, bls. 57. 11 „Hafa aldraðir sérþarfir?“ Í skjóli heimspekinnar (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1995), 148­156;155. segir hann: „Ef bóndi, hvort heldur ungur eða gamall, er spurður hverjum hann yrki akur sinn, svarar hann jafnan hiklaust: „Guðunum eilífu – að þeirra vild tók ég við þess­ ari jörð af áum mínum, og þeir vilja að ég varðveiti hana og skili henni betri í hendur niðja minna.““12 Svarið byggist á trú bóndans á því að starf hans skipti máli í sjálfu sér. Samkvæmt viðhorfi hans eru skyldur okkar og tilgangur í lífinu ekki tilbúningur okkar sjálfra heldur eitthvað sem við uppgötvum eða tökum í arf. Þannig getur það, að hafa raunverulegar hugsjónir eða hugðarefni, sem maður trúir að skipti máli í sjálfu sér, verið forsenda þess að vera virk­ ur, skapandi og óbugaður af byrðum ellinnar. Rænir ellin okkur líkamsþreki og nautnum? Látum þetta nægja um starfshæfnina og víkjum að þeim staðhæfingum að ellin ræni okkur líkamsþreki og nautn­ um. Þessar staðhæfingar má tengja umfjöllun Amerys um firringu hins aldraða frá eigin líkama. Neyða þær okkur til þess að hverfa frá hugmyndinni um farsæla öldrun? Cíceró telur að þverrandi líkamsþrek eigi ekki að valda okkur hugarangri þegar við eldumst. Hann hæðist að íþróttahetjunni Míloni, sem á gamals aldri leit á handleggi sína og sagði grátandi: „Nú eru þessir að þrotum komnir“. Cíceró lætur Cató segja á móti. „Ekki þeir heldur þú, fífl­ ið þitt! Frægð þína máttu þakka burðum þínum og hand­ afli fremur en sjálfum þér.“13 Við eigum þannig að neyta kraftanna á meðan við getum, en harma þá ekki þegar þeir þverra.14 Með nútímalegra orðalagi eru það mistök að binda sjálfsmynd sína og sjálfsálit við þann líkamlega þrótt og þokka sem fylgir æskunni, því þá er angistin vís þegar æskan er yfirstaðin. Þeir sem eldri eru þurfa ekki á líkamsþrótti að halda, enda hafa þeir af mörgu að státa, ekki síst reynslu og þeirri visku og dómgreind sem hún ber í skauti. En ef aldraðir eiga að meta sjálfa sig að verðleikum verður samfélagið líka að gera það, til dæmis með því að falast eftir leiðsögn þeirra, ráðleggingum og fróðleik, í stað þess að ýta þeim til hliðar eins og hverju öðru ónýtu drasli. Einnig hér má því sjá að æskudýrkun nútímans ógnar far­ sæld hinna öldruðu, því að hún ýtir undir óánægju þeirra með skertan þrótt og gamallegt útlit. Þessi óánægja er svo aftur nýtt til markaðssetningar á hvers kyns undralyfjum og fegrunaraðgerðum, en þetta er að mínu mati annað dæmi um að „þjóðfélagsvélin“ hafi fólk að leiksoppi. Það er öldruðum nauðsynlegt, rétt eins og öllum öðrum, að rækta líkamlega og andlega heilsu sína, en sú rækt felst ekki í því að halda dauðahaldi í viðmið sem tilheyra öðru æviskeiði og geta því ekki notið kostanna sem tilheyra ell­ inni. Ef til vill má segja svipaða sögu af því að halda í lík­ amlegar nautnir, en Cíceró segist ellinni þakklátur fyrir að hafa slævt löngun sína í mat og drykk en aukið það yndi sem hann hefur af samræðum. Fjórða og síðasta ástæðan sem Cíceró nefnir til þess að fólk telur ellina ömurlega er sú að hún sé fyrirboði dauð­ 12 Um ellina, bls. 52. 13 Um ellina, bls. 54. 14 Um ellina, bls. 57.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.