Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 14

Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 14
1 www.oldrun.net ÖLDRUN – 25. árg. 1. tbl. 2007 faglega samþættu þjónustuneti fyrir aldraða í fjölþjóðlegu samstarfi. Íslenskir öldrunarlæknar hafa einnig birt grein­ argerðir um öldrunarmat (Ársæll Jónsson o.fl., 1996), um endurhæfingu aldraðra og samanburðarrannsókn á háöldruðum (80plús) (Jón Eyjólfur Jónsson, 2000) með samstarfsmönnum á Norðurlöndum (Ársæll Jónsson o.fl., 2002). Af íslenskum rannsóknum með þátttöku öldrunar­ lækna ber hæst AGES­öldrunarrannsókn Hjartaverndar sem er viðamesta rannsókn sinnar tegundar sem hefur verið gerð í heiminum (Aðalsteinn Gudmundsson, 2004). Rannsóknarstofa Háskóla Íslands og Landspítala háskóla­ sjúkrahúss í öldrunarfræðum (RHLÖ) er miðstöð rann­ sókna á sviði öldrunarfræða og annast auk þess vikulega þverfaglega fræðslufundi og fjarfundafræðslu. Markmið öldrunarlækninga Markmið öldrunarlækninga er að styðja aldraða til sjálfsbjargar og stuðla að sjálfstæði í búsetu með forvörn­ um, greiningu og meðhöndlun margvíslegra vandamála sem fylgja hækkandi aldri. Þátttaka í teymisvinnu og sam­ hæfing faglegra þjónustuþátta (bæði heilbrigðis­ og félags­ þjónustu) við greiningu og meðferð aldraðra er veigamik­ ill þáttur í starfi öldrunarlækna. Auk þverfaglegrar sam­ vinnu við hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa, sjúkra­ og iðjuþjálfa, þá byggja öldrunarlækningar einnig á samvinnu við aðra sérfræðinga og faghópa utan læknisfræðinnar. Þróun Þegar tiltölulega stutt þróunarsaga og fjölbreytt við­ fangsefni öldrunarlækninga eru höfð í huga, hvort sem horft er til klíniskra viðfangsefna (bráðasjúkrahús, göngudeildir, líknarteymi, hjúkrunarheimili, endurhæf­ ingardeildir og heimahús), rannsókna eða kennslu á vett­ vangi heilbrigðisvísinda, þá kemur ekki á óvart að ákveð­ in óvissa hefur myndast um skilgreiningu greinarinnar. Á tímum hraðra samfélagsbreytinga hefur þetta sumstaðar erlendis leitt af sér ákveðna árekstra varðandi áherslur í menntun og nýtingu mannauðs innan öldrunarlækninga. Sé tekið mið af þróun öldrunarlækninga í Bretlandi og í Svíþjóð þá hefur áhersla öldrunarlækninga færst í rík­ ara mæli yfir á bráðasjúkrahúsin. Þetta kemur ekki á óvart en víða í Evrópu er hlutfall aldraðra á deildum sjúkrahúsa komið vel yfir helming, á sama tíma og hlutfall innlagna vegna bráðra orsaka hefur hækkað verulega og meðal­ dvalartími styst frá því sem áður var. Þetta hefur skapað stórfelldan vanda í bráðaþjónustu sem er ekki í stakk búin til að takast á við bráðaveikindi hjá lang­ og fjölveikum í þeim mæli sem þörf krefur. Þó aldraðir séu sá hópur sem hefur mest gagn af aðferðum nútíma læknisfræði þá eru aldraðir oftar og fyrr útsettir fyrir hættum samfara sjúkra­ húsinnlögn. Þessar hættur felast m.a. í byltum, óráði, sýk­ ingum og vaxandi hrumleika, sem á fyrri stigum er oft viðsnúanlegt með fjölfaglegri meðferð á öldrunarlækn­ ingadeild. Framtíðarsýn Fjöldi gagnreyndra rannsókna innan öldrunarlækn­ inga hefur sannað gagnsemi heildræns öldrunarmats sem kortleggur margþættar þarfir aldraðs einstaklings og tengir viðeigandi framhaldsmeðferð og úrræði. Fyrir hinn aldraða hefur það þýtt aukningu í lifun, lífsgæðum og ánægju með bætta þjónustu. Til þess að starfsemi nútímasjúkrahúss teppist ekki úr hófi þurfa öldrunarlækningar að vera í lagi. Það þýðir að legurúm öldrunarlækningadeilda verða að hafa aðstæður við hæfi. Þjónustukeðjan verður að tengjast heilsugæslu og þjónustu í heimahúsum á gagnvirkan hátt ásamt greiðu aðgengi að endurhæfingu og hjúkrunarrýmum (Ellis og Langhorne, 2005). Þetta á ekki einungis við legudeildir sjúkrahúsa heldur ekki síður bráðamóttöku þar sem oft er hægt að beina jafnvel bráðveikum hrumum einstakl­ ingum í betri og árangursríkari farveg meðferðar utan sjúkrahúss ef skilvirkir verkferlar eru til staðar (Leff o.fl., 2005). Í þessum efnum er margt óunnið hér á landi áður en kemur að byggingu nýs háskólasjúkrahúss. Tryggja þarf aðgengi aldraðra inn á öldrunarlækningadeildir og útrýma þeirri mismunun að aldrað fólk með hrumleika leggist inn á deildir þar sem skortur er á þjónustu við hæfi. Á sama hátt þurfa innlagnir á hjúkrunarheimili að bygg­ jast á faglegum forsendum með virkri heildarsýn á þann hóp sem er í mestri þörf hverju sinni. Niðurlag Á næstu árum mun háöldruðum skjólstæðingum bæði heilbrigðis­ og félagsþjónustu fjölga verulega. Aldraðir munu í vaxandi mæli gera kröfur til öldrunarþjónustunnar um fagmennsku, nægjanlegt framboð og fjölbreytt þjón­ ustuúrræði innan ramma sjálfstæðrar búsetu. Það kallar á mikla uppbyggingu og samhæfingu í öldrunarþjónustu. Stokka þarf upp verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og hefur heilbrigðisráðherra skipað nefnd sem er ætlað að meta hvort flytja beri málaflokkinn í heild til sveitarfélaga eins og víða tíðkast á Norðurlöndum. Til að þessar áætl­ anir takist þarf að gefa gaum að nýliðun, samhæfingu, við­ urkenningu starfa á vettvangi öldrunarþjónustunnar og að efla upplýsingatækni til að gera þjónustu markvissari. Það er álit höfunda að öldrunarlækningar muni gegna lykilhlutverki, bæði sem klínísk grein og fræðigrein, í þeirri þróun sem framundan er. Öldrunarlækningar byggja á þekkingu á aldurstengdum sjúkdómum, tengslum færni­ skerðingar og félagslegrar stöðu auk þátttöku í þverfag­ legri vinnu og fjölþættri endurhæfingu. Á bráðasjúkrahúsi verða öldrunarlækningar að vera meginstoð skilvirkrar þjónustu fyrir hruma aldraða sjúklinga. Vaxandi umfang sérgreinarinnar og þróun síðustu ára kallar á að stofnuð verði staða prófessors í öldrunarlækn­ ingum við læknadeild Háskóla Íslands. Sú hugmynd var reyndar sett fram í grein Arinbjarnar Kolbeinssonar for­ manns Læknafélags Íslands í Læknablaðinu árið 1976. Ein af megin áskorunum öldrunarlækna er að tryggja klínískt notagildi árangurs öldrunarrannsókna á sviði lífvísinda. Skammstafanir AGS American Geriatrics Society BGS British Geriatrics Society EUGMS European Union Geriatric Medicine Society EUMS European Union of Medical Specialists FÍÖ Félag íslenskra öldrunarlækna

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.