Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 18

Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 18
1 www.oldrun.net ÖLDRUN – 25. árg. 1. tbl. 2007 d. Hafa leiðandi hlutverk í hópvinnu heilbrigðisstarfs­ fólks sem nauðsynleg er til að taka á vandamálum fjölveikra sjúklinga. 3. Veita ráðgjöf og fræðslu varðandi geðheilbrigði aldraðs fólks þar sem þess er þörf. a. Til sjúklinganna sjálfra og aðstandenda þeirra. b. Til heimilislækna, almennra geðlækna og annarra lækna eftir því sem þörf krefur. c. Til annars heilbrigðisstarfsfólks. d. Til þeirra sem skipuleggja heilbrigðismál. Þessi listi er miðaður við öldrunargeðlækningar al­ mennt. Fagið er nýtt og hefur ekki þróast á sama hátt í öll­ um löndum. Listinn er heldur alls ekki tæmandi, en gefur hugmynd um hve margvísleg verkefnin geta verið. Niðurlag Fram að þessu hafa ekki verið aðstæður til að stunda öldrunargeðlækningar hér á landi og engin skipulögð sér­ þjónusta fyrir eldra fólk með geðsjúkdóma hefur verið til. Þetta er þó að breytast og nú er vaxandi áhugi á því að koma slíkri þjónustu á fót á svipaðan hátt og gert hefur verið í flestum öðrum löndum. Á síðasta ári lýsti heil­ brigðisráðherra því yfir að hún stefndi að því að koma slíkri þjónustu af stað hér á landi og er sú vinna í gangi. Öldrunargeðlækningar er mjög gefandi og skemmtileg sérgrein. Starfið reynir mjög á þekkingu og reynslu lækn­ isins en umbunin er oft ríkuleg í formi betri líðanar og meiri lífsgæða hjá þeim sem þjást af þessum sjúkdómum. Heimildir Camus, V., Katona, C., de Mendonca Lima, C. A., Abdel­Hakam, A. M., Graham, N., Baldwin, R., Tataru, N., & Chiu, E. (2003). Teaching and training in old age psychiatry: A general survey of the world psychiatric association member societies. International Journal of Geriatric Psychiatry, 18(8), 694­699. Wattis, J. P. (1989). Comparision of „specialized“ and „non­speciali­ zed“ psychiatric services for old people in the United Kingdom. International Journal of Geriatric Psychiatry, 4(1), 59­62. Sjón - alltaf betri fljónusta. Eldri borgarar! Laugavegi 62 sími 511 6699 Glæsibæ sími 511 6698 www.sjon.is sjon@sjon.is Við veitum persónulega ráðgjöf við val á gleraugum. Einnig bjóðum við heimaþjónustu fyrir þá sem ekki sjá sér fært að koma á staðinn. Hjá okkur er mikið úrval af vönduðum gleraugnaumgjörðum. fyrir eldri borgara af öllum vörum afsláttur 35%

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.