Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 20

Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 20
20 www.oldrun.net ÖLDRUN – 25. árg. 1. tbl. 2007 Menntun hjúkrunarfræðinga í öldrunarhjúkrun hér á landi hefur að miklu leyti tekið mið af þróun rannsókna og skrifum um öldrunarhjúkrun í Bandaríkjunum. Margrét Gústafsdóttir hefur lengst af gegnt kennslustöðu í grein­ inni, en hún stundaði nám við Kaliforníuháskóla í San Francisco og varð fyrst íslenskra hjúkrunarfræðinga til að ljúka meistaraprófi (1983) og síðan doktorsprófi (1999) á þessu sviði. Í BS námi hjúkrunarfræðinema hefur verið leitast við að skapa umræðu um viðhorf til aldurs, aldraðra og öldrunarhjúkrunar og megináhersla lögð á að auka kunn­ áttu nemenda í að gera hjúkrunarmat fyrir eldra fólk, þróa færni þeirra í samvinnu við aðstandendur aldraðra og veita þeim tækifæri til þess að læra að miðla fræðslu til ýmissa aðila sem njóta eða koma að öldrunarþjónustu. Klínísk kennsla hefur farið fram á fjölmörgum stofn­ unum sem sinna öldrunarþjónustu og með því móti hafa stofnanirnar tengst þróun kennslu í faggreininni. Jafn­ framt kennslu hafa rannsóknir alla tíð verið stundaðar í greininni og hefur fjöldi nemenda í BS námi unnið smærri rannsóknir sem lokaverkefni í hjúkrunarfræði. Viðfangs­ efni þessara rannsóknaverkefna hafa mótast af þeim þekk­ ingargrunni sem hjúkrunarfræðingar hafa verið að þróa innan öldrunarþjónustunnar hér á landi og erlendis. Með­ al þess sem nemendur hafa fjallað um í rannsóknarverk­ efnum er beiting hafta, þvagleki, umönnun sjúklinga með Alzheimersjúkdóm, fjölskylduumönn­ un, næring, heilsuefling, umönnunar­ umhverfi, líkamleg og tilfinningaleg heilsa og endurminningameðferð. Rannsóknavirkni í öldrunar­ hjúkrun hefur aukist mjög með fjölg­ un meistaranemenda í hjúkrunar­ fræði. Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands útskrifaði fyrsta nemand­ ann með meistaragráðu í öldrunar­ hjúkrun árið 2001 og annar nemandi með meistaragráðu í öldrunarhjúkr­ un útskrifaðist síðar þetta sama ár frá Háskólanum á Akureyri í samvinnu við Royal College of Nursing í Eng­ landi. Síðan hafa fjórir nemendur til viðbótar lokið meistarnámi á þessu sviði frá Háskóla Íslands. Á haustönn 2007 verður boðið upp á diplómanám í öldrunarhjúkrun við hjúkrunarfræðideild Háskóla Ís­ lands og þannig gefst fleiri hjúkrunarfræðingum kostur á að auka þekkingu sína og færni í faginu hér á landi. Segja má að nýja diplómanámið eigi sér ákveðna for­ sögu í Nýja hjúkrunarskólanum því þar fór fyrst fram framhaldsnám í öldrunarhjúkrun á árunum 1982­1983. Loks má geta þess að fjöldi hjúkrunarfræðinga sótti tveggja vikna námskeið Hjúkrunarfélags Íslands um hjúkrun aldraðra sem haldið var árlega á tímabilinu 1986 –1991 með 15­20 þátttakendum hverju sinni. Á þessum árum héldu einnig ýmsar svæðisdeildir víða um landið tveggja daga námskeið um þetta efni. Starfsumhverfi Hjúkrunarfræðingar sinna öldruðum bæði innan sér­ hæfðrar öldrunarþjónustu og á öðrum sviðum heilbrigð­ isþjónustunnar. Starfið er fjölbreytt og starfsumhverfið mismunandi eftir því hvar viðkomandi starfar, hvort sem það er úti í samfélaginu eða innan stofnana. Starfsvett­ vangur hjúkrunarfræðinga við öldrunarhjúkrun er m.a. heilsugæslustöðvar, heimahjúkrun, dagdeildir, stofnanir eins og dvalar­ og hjúkrunarheimili og sjúkrastofnanir, auk kirkju­ og félagsstarfs. Starfsþættir eins og stjórnun, kennsla og rannsóknir eru jafnan samtvinnaðir öðrum störfum hjúkrunarfræðinga í öldrunarþjónustu. Í þessu sambandi má nefna að hópur hjúkr­ unarfræðinga með sérmenntun í öldrunarhjúkrun hefur unnið mikið þróunarstarf við innleiðingu RAI­ mælitækja hér á landi. Hjúkrunarfræðingar í öldrunar­ þjónustu vinna með fjölbreyttum hópi samstarfsfólks við að veita öldruðum og fjölskyldum þeirra með­ ferð, stuðning og ráðgjöf og taka iðu­ lega þátt í þverfaglegri teymisvinnu fagfólks á þessum vettvangi. Með kæru þakklæti til dr. Margrétar Gústafsdóttur sem veitti okkur góðar ábendingar.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.