Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 32

Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 32
2 www.oldrun.net ÖLDRUN – 25. árg. 1. tbl. 2007 Félagsliðar – vaxandi starfsstétt á heilbrigðis- og félagssviði Guðmundína Einarsdóttir formaður Félags íslenskra félagsliða Félag íslenskra félagsliða var stofnað í Reykjavík 10. apríl 2003. Félagið okkar er ungt en kröftugt og höldum við fræðslufundi tvisvar á vetri og fáum þá góða fyrirlesara sem hafa frætt okkur um ýmis mál sem tengjast okkar starfsvettvangi. Mjög vel er mætt á þessa fundi sem sýnir okkur að félagsliðar eru öflugur hópur sem vill láta til sín taka í umönnunargeiranum. Félagsliðar hafa flestir ára­ langa reynslu í starfi og hafa mikla þekkingu í farteskinu. Félagsliðar vinna á heilbrigðis­ og velferðarsviði og má þar nefna félagsþjónustu, sambýli fyrir fatlaða, hjúkrunar­ heimili og geðdeildir. Starfsvettvangur félagsliða miðast við að hjálpa fólki til sjálfshjálpar og efla félagslega virkni einstaklingsins. Í félagsþjónustu miðar aðstoðin við að rjúfa félagslega ein­ angrun og sjá um þarfir einstaklingsins, t.d. aðstoða við heimilishald, líkamlega umhirðu og fylgja viðkomandi í félagsstarf og ýmsar útréttingar og meðhöndlun. Félags­ liði setur sig inn í sérstakar aðstæður viðkomandi, fylgist með heilsu og líðan og á í raun að vera nokkurs konar „tengill“ sem lætur vita ef breytingar verða á þessum þátt­ um og þarf þá að þekkja leiðir og úrræði til þess. Því mið­ ur hafa kraftar félagsliða innan félagsþjónustu ekki verið nýttir sem skyldi og hafa margir félagsliðar kvartað undan því að starfsvettvangur þeirra hefur ekkert breyst eftir námið, þær hafa eingöngu verið látnar þrífa. Það sama má segja um hjúkrunarheimili en þar eru félagsliðar ekki nýttir í þessa félagslegu umönnun sem er svo mikilvæg. Það mun ekki breytast fyrr en félagsliðar fá föst stöðugildi þar sem lögð er áhersla á heildræna aðstoð og þjónustu við einstaklinginn. Til þess að einstaklingi líði vel þurfa allir hlutir að vera í lagi, stórir sem smáir. Það þarf að auka vellíðan og hamingju einstaklinga með því að hlusta á ósk­ ir þeirra og langanir og hjálpa þeim að finna leiðir til að koma til móts við þær. Einnig þarf að sýna viðfangsefnum þeirra áhuga og spjalla um lífið og tilveruna, því maður er manns gaman stendur einhvers staðar. Félagsliðar eru í nærþjónustu við einstaklinginn og eiga að nýtast miklu betur. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að þetta breytist til batnaðar. Við í stjórn félagsins erum að berjast fyrir því að fá lögbundið starfsheiti. Það er forsendan fyrir því að fólk fari í þetta nám sem er ótrúlega skemmtilegt og veitir mikla innsýn í hin ýmsu svið þjóðfélagsins. Heil­ brigðis­ og félagsmál þurfa líka nauðsynlega að heyra und­ ir sama ráðuneytið því báðir málaflokkarnir heyra undir velferðarmál. Eitthvað er að vefjast fyrir ráðamönnum að þar sem við heitum félagsliðar þá getum við ekki fengið lögbundið starfsheiti á heilbrigðissviði. Samt vinnum við m.a. á hjúkrunarheimilum og geðdeildum. Nú er rétti tím­ inn fyrir stjórnvöld að bregðast við og byggja upp öfluga fagstétt sem getur komið að nærþjónustu við þá sem þurfa á aðstoð og umönnun að halda á hinum ýmsu stöðum í þjóðfélaginu. Öldruðum og öryrkjum fjölgar sífellt og það kallar á fleiri og fjölbreyttari úrræði í formi stoðþjón­ ustu sem sniðin er að einstaklingnum sjálfum. Til þess þarf hæft starfsfólk. Það virðist vera visst sinnusleysi hjá stjórnvöldum í þessum málaflokki. Það er ekki nóg að útbúa fínar skýrslur og taka fyrstu skóflustungurnar að nýjum hjúkrunarheimilum það verður að hugsa lengra og framkvæma svo í framhaldinu. Hverjir eiga að sinna fyrirhugaðri þjónustu? Hvernig og hvar er þessum mál­ um best háttað í stjórnkerfinu? Hvar eiga þau að vera í framtíðinni? Er hugsað um heildarmyndina þegar kemur að velferð einstaklingsins eða eru þessi mál endalaust í vinnslu og enda síðan í ofan í skúffu í einhverju ráðuneyt­ inu? Er nema von að spurt sé miðað við ástandið í þessum málum? Félagsliðar eiga sér ekki enn skilgreint hlutverk í félags­ og heilbrigðiskerfinu. Þarna er þörf á úrbótum ef þessi stétt á að eflast og dafna. Enginn vafi er og verður á því að mikil þörf er á starfskröftum félagsliða í nútíð og framtíð. Þess vegna á að viðurkenna starfsheiti félagsliða og nýta menntun þeirra til hagsbóta fyrir þá sem þurfa á aðstoð og umhyggju að halda.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.