Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 34

Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 34
 www.oldrun.net ÖLDRUN – 25. árg. 1. tbl. 2007 Fjölbreytt fæðuval á efri árum Anna Edda Ásgeirsdóttir næringarráðgjafi Næringarstofu LSH Flestir njóta þess að borða góðan mat, mikilvægt er að fæðan sem borðuð er sé næringarrík, lystug og aðlaðandi. Góð næring er mikilvæg fyrir líkamlega og félagslega vel­ líðan okkar. Hungur er líkamleg þörf okkar til að borða, en matarlystin er löngun okkar í mat. Mörg okkar láta stjórnast af matarlyst frekar en hungri. Þættir sem hafa áhrif á matarlystina eru freistingar, fæðusmekkur, venjur og siðir, fæðuframboð, hversu auðvelt er að matbúa, fjár­ hagur, sálræn áhrif og næringargildi. Vel nærður einstakl­ ingur stenst betur sjúkdóma og annað álag. Hreyfing og heilbrigður lífstíll skiptir einnig miklu máli. Stundum er talað um að ein fæða sé betri til neyslu en önnur. Þetta er ekki alltaf spurning um að ein fæða sé vond og önnur góð. Fæðan í sjálfu sér þarf ekki að vera slæm heldur mikið frekar hversu mikið við borðum af hin­ um ýmsu fæðutegundum. Mikilvægt er því að borða fjöl­ breytta fæðu í hæfilegum skömmtum. Flest fæða sem við borðum er samansett úr mörgum næringarefnum. Sumar innihalda mikið af þeim en aðrar innihalda lítið. Orkuþörf fólks minnkar með aldrinum er það meðal annars vegna minni vöðvamassa og minni hreyfingar. Að öðru leyti er næringarþörf aldraðra sú sama og annarra. Fæðunni er raðað í fæðuhringinn eða fæðuflokkana en það er auðveld leið til að raða fæðutegundum saman sem innihalda svipuð næringarefni. Fæðuflokkarnir eru: Kornvörur: Æskilegt er að velja frekar brauð bökuð úr grófu mjöli heldur en hveitibrauð og sætabrauð. Mjög gróf brauð eru þau sem innihalda meira en 6 grömm trefjar í 100 grömmum brauðs, eins og rúgbrauð, maltbrauð og fleiri tegundir. Æskilegt er að borða frekar hafragraut og gróft morgunkorn s.s. All bran, Weetabix, Bran Buds og Special K. Mikilvægt er fyrir meltinguna að borða trefja­ ríkan kornmat. Grænmeti og ávextir: Innihalda mikið af vítamínum og steinefnum s.s. C­vítamín, steinefni og trefjar. Æskilegt er að hafa grænmeti og ávexti með hverri máltíð. Veljið mismunandi tegundir og borðið ýmist hrátt eða soðið grænmeti. Ávextir og ber geta komið í stað sætinda á milli mála. Ráðlagt er að borða 5 skammta eða minnst 500 g af grænmeti og ávöxtum daglega. Einn skammtur er t.d. einn meðalstór ávöxtur eða um 1 desilíter af soðnu grænmeti. Fiskur, kjöt, egg og baunir: Æskilegt er að borða fisk a.m.k. tvisvar í viku. Hafið gjarnan feitan fisk, eins og lax og lúðu í matinn af og til. Veljið magurt kjöt og kjötafurðir s.s. magurt lambakjöt, kjúklinga og magurt nautakjöt. Baunir og baunaréttir eru góð og holl tilbreyting frá kjöt­ og fisk­ máltíðum. Einnig er hægt að hafa baunir með í pottrétti og salöt. Mjólk og mjólkurvörur: Hæfilegt er að við fáum fjóra skammta af mjólk eða mjólkurmat daglega. Einn skammt­ ur samsvarar mjólkurglasi, lítilli skyr­ eða jógúrtdós eða ost á eina brauðsneið. Æskilegt er að velja fitu­ og syk­ urlitlar vörur. Feitmeti: Venjulega er talað um mettaða fita (harða fitu) eins og tólg, hnoðmör og mör. Einómettuð og fjölómettuð fita er mjúk og fljótandi fita er olíur. Veljið frekar olíu eða mjúkt smjörlíki í stað harðrar fitu. Mikil saltneysla er ekki æskileg. Því er ráðlagt að hafa saltan og reyktan mat sjaldan á borðum. Mikil saltneysla getur stuðlað að hækkun blóðþrýstings. Þorstatilfinning minnkar með aldrinum, því er mikilvægt fyrir flesta að drekka um 2 lítra af vökva daglega. Æskilegt er að drekka um 2 glös eða 2 bolla fimm sinnum á dag. Beinþynning veldur öldruðum miklu heilsutjóni og getur skert hreyfigetu vegna beinbrota. Nauðsynlegt er því að taka lýsi, lýsisperlur eða fjölvítamín sem inniheldur D­vítamín. Ef lítið er borðað af mjólkurmat er einnig nauð­ synlegt að taka inn kalktöflur. Kalk nýtist betur í líkaman­ um ef við fáum D­vítamín með. Ráðlagður dagskammtur af D­vítamíni fyrir 61 árs og eldri er 15 µg sem samsvar­ ar um 10 ml af þorskalýsi. Sumum er ráðlagt að taka inn stærri skammt. Ráðlagður dagskammtur af kalki er 800

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.