Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 36

Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 36
 www.oldrun.net ÖLDRUN – 25. árg. 1. tbl. 2007 Taugasálfræðileg langtímarannsókn á systkinum Alzheimers-sjúklinga Smári Pálsson, taugasálfræðingur Reykjalundi endurhæfingu Ella Björt Teague doktorsnemi í taugasálfræði við The Graduate Center of the City University of New York Frá árinu 1998 til dagsins í dag hefur verið í gangi viðamikil rannsókn á erfðum heilabilunarsjúkdóma á vegum öldrunarlækna á Landspítala – háskólasjúkrahúsi og Íslenskrar erfðagreiningar. Hluti af þessari rannsókn hefur verið taugasálfræðileg athugun á þátttakendum. Á árunum 1997-1999 var megin áhersla á taugasálfræðilegt mat á nýgreindum sjúklingum með heilabilun og systkinum þeirra. Til samanburðar var prófaður hópur sem ekki hafði þekkta ættarsögu um heilabilun. Niðurstöður sýndu að um 12% systkina Alzheimers- sjúklinga á aldrinum 60-85 ára var hættara við minnistruflunum og annarri vitrænni skerðingu samanborið við viðmið, sem líkist mjög því sem sést hjá nýgreindum Alzheimers-sjúklingum. Árið 2005 fór svo fram endurprófun á þessum hópum og niðurstöður voru á svipaðan veg og áður, þ.e.a.s. um 15% systkina sýndu marktækt lakari frammistöðu á sömu taugasálfræðilegu prófunum og áður. Hinsvegar samanstóð þessi hópur af öðrum einstaklingum því þeir sem sýnt höfðu skerta frammistöðu á taugasálfræðilegu prófunum um sex árum áður voru flestir komnir með heilabilunargreiningu og voru því ekki með í endurprófuninni. Árið 2000 voru þessi sömu taugasálfræðilegu próf lögð fyrir börn Alzheimers- sjúklinga og hóp fólks sem ekki hafði ættarsögu um sjúkdóminn. Í dag er í gangi endurprófun á þessum hópum til að athuga hvort börn Alzheimers-sjúklinga sýni svipaðar niðurstöður og systkinahópurinn, en taka skal fram að þetta er mun yngri hópur. Lykilorð: Alzheimers-sjúkdómur, heilabilun, taugasálfræðileg próf, snemmgreining, ættarsaga, systkini Alzheimers-sjúklinga, börn Alzheimers-sjúklinga.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.