Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 39

Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 39
 ÖLDRUN – 25. árg. 1. tbl. 2007 www.oldrun.net fræðilegu prófunum en enginn í viðmiðunarhópi skoraði á svipaðan hátt. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar bentu því til að það væri ákveðinn hópur systkina sem sýndi svipaða frammistöðu og nýgreindir Alzheimers­sjúklingar. Hins­ vegar virtist afgangurinn af hópnum skora svipað og við­ miðunarhópurinn. Endurprófun árið 2005 Í þessari rannsókn sem fram fór árið 2005 voru end­ urprófuð systkini Alzheimers­sjúklinga og viðmiðunar­ hópur sem prófuð voru sex árum áður. Í þessari rannsókn var búist við því að frammistaða systkina væri slakari en frammistaða fólks í viðmiðunarhóp líkt og áður hafði sést. Einnig var búist við því að frammistöðu systkina hefði jafnvel hrakað hraðar en frammistöðu viðmiðunarhóps. Við svo búið væri hægt að draga þá ályktun að undanfar­ ar sjúkdómsins hefðu verið greinanlegir hjá einhverjum systkinanna í fyrri prófun og sjúkdómurinn hefði svo gert vart við sig með tilheyrandi hrörnun hugarstarfs. Þegar kom að endurprófun kom í ljós að yfir tugur þátttakenda hafði látist á þessum sex árum. Einnig bjuggu margir úti á landi og því var ekki haft samband við þá varð­ andi þátttöku. Haft var samband við 144 einstaklinga til að taka þátt í endurprófun, af þeim tóku 57 þátt (40%), 37 voru í systkinahóp og 20 í viðmiðunarhóp. Þeir sem áttu við skerðingu að stríða sem gæti haft áhrif á frammistöðu, t.d. líkamlega skerðingu, heilaáfall eða taugasjúkdóm3, voru felldir út úr rannsókninni. Fyrir tölfræðigreiningu stóðu því alls 53 þátttakendur eftir, 34 í systkinahóp og 19 í viðmiðunarhóp. Í töflu 3 sést að systkina­ og viðmiðunarhópur voru svipaðir hvað varðar aldur, kyn og menntun, en ekki var um tölfræðilega marktækan mun að ræða á milli hópanna á þessum lýðfræðilegu breytum. Byrjað var á að athuga hvað hafði orðið um þau syst­ kini sem mældust svipað skert og nýgreindir Alzheimers­ sjúklingar í fyrri prófuninni. Sú athugun leiddi í ljós að af þeim 11 einstaklingum sem voru taldir skertir í fyrri prófun höfðu átta komið á minnismóttöku Landakots og fengið greiningu um heilabilun, einn var látinn, en ekkert var vitað um afdrif tveggja þeirra. Þar sem einungis 40% þátttakenda úr fyrri prófun komu í seinni prófun var at­ hugað hvort munur hefði verið á frammistöðu í fyrri próf­ un á milli þeirra sem komu aftur og hinna sem ekki komu. Sú athugun leiddi í ljós að þau systkini sem sýnt höfðu slökustu frammistöðu á taugasálfræðilegu prófunum fyrir um 6­7 árum síðan komu mun síður í seinni prófun og því náði rannsóknin ekki að fylgja þessum hóp eftir. Enginn munur var hins vegar á frammistöðu fólks í viðmiðunar­ hópi sem kom í endurprófun og þeirra sem ekki tóku þátt í endurprófun. Ekki reyndist marktækur munur á aldri systkina sem komu í endurprófun og hinna sem ekki tóku þátt í endurprófun. Niðurstöður endurprófunar sýndu að systkinahóp­ urinn skoraði lakar á nánast sömu prófum og fyrir um sex árum síðan samanborið við viðmiðunarhóp, þó svo að slökustu einstaklingarnir í hópnum væru ekki með í end­ urprófuninni. Báðum hópunum hafði hins vegar hrakað á þessu tímabili og reyndist ekki tölfræðilega marktækur munur á því hve mikið hópunum hafði hrakað. 3 Annan en Alzheimers­sjúkdóm Tafla 2. Lýðfræðilegar upplýsingar um Alzheimers­sjúklinga, systkinahóp og viðmiðunarhóp. Tafla 3. Lýðfræðilegar upplýsingar um systkina­ og viðmiðunarhóp sem koma í endurprófun 2005.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.