Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 40

Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 40
0 www.oldrun.net ÖLDRUN – 25. árg. 1. tbl. 2007 Líkt og gert var áður var athugað hvernig frammistaða einstaklinga í sjúklingahóp, systkinahóp og viðmiðunar­ hóp dreifðist á taugasálfræðilegu prófunum. Nánari athugun leiddi í ljós að fimm systkini (rúm 15%) skoruðu svipað og Alzheimers­sjúklingahópurinn á tauga­ sálfræðilegu prófunum. Til samanburðar var enginn í við­ miðunarhóp sem fékk svipaða niðurstöðu. Eins og í fyrri rannsókninni var búið að útiloka frá tölfræði úrvinnslu einstaklinga sem mældust útlagar á taugasálfræðilegu prófunum, þ.e.a.s. skoruðu þremur staðalfrávikum lakar en hinir í hópnum á fleiri en tveimur verkefnum. Talið var mjög sennilegt að þar sem vitræn skerðing væri svona mikil og víðtæk þá væru þeir mjög líklega nú þegar komn­ ir með heilabilun og ættu því að flokkast sem Alzheimers­ sjúklingar en ekki sem heilbrigðir einstaklingar úti í þjóð­ félaginu sem eingöngu ættu það sameiginlegt að hafa ákveðna ættarsögu um Alzheimers­sjúkdóm. Nokkrir þátttakendur kusu að fá ekki upplýsingar um eigin frammistöðu á taugasálfræðilegu prófunum. Öðrum sem ekki höfðu sýnt marktæka afturför á taugasálfræðilegu prófunum var sent bréf þar sem fram kom að frammistaða þeirra hafði verið innan eðlilegra marka. Ábyrgðarlæknir rannsóknarinnar hafði svo samband við þá einstaklinga þar sem frammistaða benti til að um byrjandi heilabilun væri að ræða og bauð þeim að koma á minnismóttökuna á Landakoti í nánari rannsókn. Umræða og ályktun Svo virðist sem flestir af þeim sem greindust skertir á taugasálfræðilegu prófunum í fyrstu rannsókninni hafi um sex árum síðar verið komnir með greiningu um heilabil­ un. Brottfall úr rannsókninni var töluvert og hafði fylgni við slaka frammistöðu í fyrri prófun. Eins og við var að búast fór þátttakendum almennt nokkuð aftur á taugasál­ fræðilegu prófunum á þessum sex árum. Samanborið við fyrri rannsókn eru niðurstöður úr end­ urprófun sambærilegar hvað varðar hlutfall systkina og fólks í viðmiðunarhópi sem skorar svipað og nýgreindir Alzheimers­sjúklingar á taugasálfræðilegu prófunum. Út frá þessu mætti því álykta að á hverjum tíma myndu um 12­15% systkina Alzheimers­sjúklinga á aldrinum 60­88 ára sem ekki hafa leitað til læknis út af minnistruflunum standa sig marktækt verr en þeir sem hvorki eiga systkini né foreldra með heilabilun á þeim taugasálfræðilegu próf­ um sem eru hvað næmust á byrjandi Alzheimers­sjúkdóm. Niðurstöður rannsóknarinnar benda jafnframt til að þeir þátttakendur sem voru með skerta frammistöðu á þess­ um ákveðnu taugasálfræðilegu prófum séu hugsanlega á frumstigi sjúkdómsins og komi til með að fá greiningu innan sex ára. Þessi rannsókn er í samræmi við nokkrar aðrar rann­ sóknir sem sýnt hafa að hægt sé að greina vitræna skerð­ ingu sem undanfara Alzheimers­sjúkdóms talsvert áður en greiningarviðmið fyrir sjúkdóminn eru uppfyllt og áður en viðkomandi sýnir það mikil einkenni að hann leiti lækn­ is. Mjög fáar rannsóknir hafa náð til systkina Alzheimers­ sjúklinga með síðbúinn sjúkdóm og engin þeirra svo vitað sé hefur falið í sér svo ítarlegt taugasálfræðilegt mat, né heldur fylgt systkinunum eftir og endurprófað að nokkr­ um árum liðnum. Rannsókn árið 2006 til dagsins í dag. Í dag er verið að endurprófa þau börn Alzheimers­ sjúklinga sem þátt tóku í taugasálfræðilegu rannsókninni á árunum 1998­2001, ásamt þeim viðmiðum sem prófuð voru fyrir þennan aldurshóp. Sú rannsókn er langt komin en Magnús Jóhannsson vinnur að henni sem lokaverkefni í Cand. Psych. námi í sálfræði við Kaupmannahafnarhá­ skóla. Þar er spennandi að sjá hvort börn Alzheimers­ sjúklinga sýni samskonar tilhneigingu varðandi skerta vitræna getu á þeim taugasálfræðilegu prófum sem hafa reynst hvað næmust á byrjandi Alzheimers­sjúkdóm. Nið­ urstaðna er að vænta seinna á þessu ári. Aðrir sem hafa komið að rannsókn þessari eru: Haukur Örvar Pálmason sálfræðingur Magnús Jóhannsson Cand. Psych. sálfræðinemi Valgerður Ólafsdóttir B.A. sálfræðinemi Öldrunarsvið, Landspítala-háskólasjúkrahúss Jón Snædal, MD Sigurbjörn Björnsson, MD Pálmi V. Jónsson, MD Íslensk erfðagreining Þorlákur Jónsson, Ph.D Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna Halldóra Gröndal, BS Marie Muller, BS Rannsóknum þeim sem lýst er að ofan eru gerð ítarleg skil í eftirfarandi ritum: Smári Pálsson (2002). Cognitive impairments of Alzheimer’s disease patients: Possible preclinical signs of the disease. Cand. psych. ritgerð: Háskólinn í Kaupmannahöfn. Á slóðinni http://www.psy.ku.dk/ gade/specialer/2002Smari.pdf Ella Björt Teague (2005). Er systkinum Alzheimers­sjúklinga hættara við heilabilun en öðrum? B.A. ritgerð, Háskóli Íslands, Reykjavík. Heimildir Alloul, K., Sauriol, L., Kennedy, W., Laurier, C., Tessier, G., Novosel, S. ofl. (1998). Alzheimer’s disease: a review of the disease, its epidemiology and economic impact. Archives of Gerontology and Geriatrics, 27, 189­221. American Psychiatric Association (APA). (1994). Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders (4. útgáfa). Washington, DC: APA. Bozoki, A., Giordani, B., Heidebrink, J. L., Berent, S. og Foster, L. (2001). Mild Cognitive Impairments Predict Dementia in Nondemented Elderly Patients With Memory Loss. Archives of Neurology, 58, 411­ 416. Chen, P., Ratecliff, G., Phil, D., Belle, S. H., Cauley, J. A., DeKosky, S. T. og Ganguli, M. (2000). Cognitive tests that best discriminate between presymptomatic AD and those who remain nondemented. Neurology, 55, 1847­1853. Collie, A. og Maruff, P. (2000). The neuropsychology of preclinical Alzheimer’s disease and mild cognitive impairment. Neuroscience and Biobehavioral Reviews, 24, 365­374. Daly, E., Zaitchik, D., Copeland, M., Schmahmann, J., Gunther, J. og Albert, M. (2000). Predicting Conversion to Alzheimer Disease Using Standardized Clinical Information. Archives of Neurology, 57, 675­680. Elias, M. F., Beiser, A., Wolf, P. A., Au, R., White, R. F.og D’Agostino, R. B. (2000). The Preclinical Phase of Alzheimer Disease: A 22­ Year Prospective Study of the Framingham Cohort. Archives of Neurology, 57, 808­813.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.