Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 42

Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 42
2 www.oldrun.net ÖLDRUN – 25. árg. 1. tbl. 2007 Nýjar námsleiðir í öldrunar- fræðum við Háskóla Íslands – Þverfaglegt nám Sigurveig H. Sigurðardóttir lektor í félagsráðgjöf Háskóla Íslands þátta og hvaða áhrif þeir hafa á hinn aldraða og fjölskyldu hans. Öldrunarfræðingar sem tilheyra ólíkum starfsstéttum leitast við að greina þá þætti sem hafa áhrif á öldrunarferl­ ið og vinna að því að bæta hag og auka lífsgæði. Öldrunar­ fræðin er ekki einungis akademísk fræðigrein heldur snertir hún viðhorf og þróun vinnuaðferða á vettvangi og hefur þannig áhrif á stefnumörkun stjórnvalda og mótun þjónustu. Því skipta viðhorf og menntun starfsfólks miklu máli. Þrjár nýjar námsleiðir Kennsla í öldrunarfræðum á framhaldsstigi miðar að aukinni sérfræðiþekkingu á sviði öldrunarfræða og öldrunarþjónustu svo og að efla rannsóknir og stefnu­ mörkun á því sviði. Undanfarin þrjú ár hefur verið boðið upp á sérhæfð námskeið í öldrunarfræðum á meistarastigi innan félagsráðgjafaskorar í félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Markmiðið er að koma til móts við þörf fyrir þver­ faglega þekkingu, á málefnum aldraðra og auka færni há­ skólamenntaðra starfsmanna á sviði öldrunarþjónustu. Í námskeiðunum hefur áhersla verið lögð á stefnumótun og þjónustu annars vegar og áhrifaþætti öldrunar, umhverfi, félagstengsl og heilsufar hins vegar. Hugmyndafræði fræðigreinarinnar, helstu rannsóknir og rannsóknarað­ ferðir eru kynntar. Einnig er lögð áhersla á að kynna nem­ endum helstu þætti sem hafa áhrif á velferðarmál aldraðra, öldrunarþjónustu, stefnumótun, löggjöf og framkvæmd bæði á sviði félags­ og heilbrigðisþjónustu. Fjölmargar ólíkar starfsstéttir hafa sótt þessi námskeið, en áhersla hefur verið lögð á þverfaglega nálgun og umfjöllun. Í haust verður boðið upp á þrjár nýjar námsleiðir í öldrunarfræðum í félagsráðgjafarskor. Þær gefa nem­ endum kost á að sækja formlegt nám á sviði öldrunar­ fræða: diplómanám í öldrunarþjónustu og meistaranám í öldrunarfræðum, sem ætlað er nemendum sem lokið hafa háskólanámi á heilbrigðis­ eða félagssviði og diplóma­ nám í félagsráðgjöf sem ætlað er félagsráðgjöfum. Með námsleiðunum er mögulegt að efla sérfræðiþekkingu og samvinnu háskólamenntaðra starfsmanna á þessu sviði. Þannig er komið til móts við vaxandi þörf fyrir vel mennt­ að starfsfólk á sviði öldrunarþjónustu. Mikil umræða hefur verið um aðstæður aldraðra hér á landi að undanförnu. Hópur eldri borgara fer stækkandi í okkar samfélagi, en hafa ber í huga að þeir sem eru aldr­ aðir eru ólíkir og þarfir þeirra og væntingar til þjónustu mismunandi. Stór hluti þeirra býr við góða heilsu og góð­ ar aðstæður og þarf litla sem enga aðstoð frá samfélaginu. En eftir því sem aldurinn færist yfir fjölgar þeim þó sem þurfa á félags­ og heilbrigðisþjónustu að halda. Búast má við að fjölgun aldraðra hafi í för með sér vaxandi þjónustu­ þörf og kalli á umræðu um fjölbreyttari úrræði. Þjónustan við þennan aldurshóp þarf að batna og það er þörf fyrir sérhæft starfsfólk á sviði öldrunarfræða. Á árinu 2002 ákvað heilbrigðis­ og tryggingamálaráðuneytið/Fram­ kvæmdasjóður aldraðra að kosta starf lektors í félagsráð­ gjöf í þeim tilgangi að stuðla að aukinni kennslu og rann­ sóknum í öldrunarfræðum. Hvað er öldrunarfræði? Öldrunarfræði (gerontology) er þverfagleg fræðigrein sem fjallar um öldrun frá mismunandi sjónarhornum. Hún fjallar um félagslega, sálræna og líffræðilega öldrun og áhrif þess að eldast á einstaklinga og umhverfi þeirra. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir samspili allra þessara

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.