Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 44

Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 44
 www.oldrun.net ÖLDRUN – 25. árg. 1. tbl. 2007 Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis – Þekkingarstöð í málefnum aldraðra og fatlaðra Líney Úlfarsdóttir sálfræðingur Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis Þjónustumiðstöðvar Þjónustustarfsemi Reykjavíkurborgar hefur tekið stakkaskiptum á síðustu tveimur árum með tilkomu fjög­ urra nýrra þjónustumiðstöðva í hverfum borgarinnar til viðbótar eldri þjónustumiðstöðvum í Grafarvogi og Vest­ urbæ. Með þessum breytingum hefur langþráður draum­ ur ræst, íbúar hverfanna geta nú sótt alla þjónustu á einn stað. Gildir þar einu hvort erindið varðar innritun barns á leikskóla, umsókn um húsaleigubætur, heimaþjónustu, aðstoð vegna fjárhagsvanda eða hvaðeina. Á þjónustumið­ stöðvum er líka veitt félagsleg ráðgjöf, frístundaráðgjöf, sálfræði­ og kennsluráðgjöf vegna leik­ og grunnskóla­ barna og fleira. Öll þessi þjónustustarfsemi er nú komin undir einn hatt. Auk þessarar almennu þjónustu gegna þjónustumið­ stöðvarnar hlutverki þekkingarstöðva í ákveðnum málum. Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis hefur þannig þá sérstöðu að vera þekkingarstöð í málefnum aldraðra og fatlaðra undir kjörorðinu „samfélag fyrir alla“. Þetta þekk­ ingarstöðvarverkefni er vel við hæfi þar sem í hverfunum tveimur búa yfir 40% allra Reykvíkinga 67 ára og eldri. Þessi aldurssamsetning íbúa hverfisins endurspeglast svo í þeirri þjónustu sem veitt er frá þjónustumiðstöðinni. Markmið með þekkingarstöð um málefni aldraðra Markmið með þekkingarstöðvarverkefninu er að vera í forystu hvað varðar þróun þjónustu og öflun sérfræði­ þekkingar á sviði öldrunar og í framhaldi miðlun þeirrar þekkingar til annarra þjónustumiðstöðva og samstarfs­ aðila. Einnig er Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis ætlað að vera tengiliður við aðrar stofnanir, hagsmuna­ og félagasamtök sem varðar málefni eldri borgara. Þekkingarstöðvarteymi Á þjónustumiðstöðinni er einnig starfandi þekkingar­ stöðvarteymi sem sérstaklega sinnir þróun á þjónustu við eldri borgara. Í teyminu sitja sérfræðingar þjónustumið­ stöðvarinnar úr mörgum fagstéttum sem starfa að málefn­ um eldri borgara. Teymið hefur undanfarið ár staðið fyrir tilraunaverkefnum bæði í félagsstarfi og í annarri þjónustu við aldraða. Meðal þeirra verkefna sem sprottið hafa út frá þekkingarstöðvarverkefni um málefni aldraðra má nefna verkefnið „kynslóðir mætast“ sem unnið er í samvinnu við

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.