Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 46

Öldrun - 01.05.2007, Blaðsíða 46
 www.oldrun.net ÖLDRUN – 25. árg. 1. tbl. 2007 veitt nákvæmar upplýsingar um þá þjónustu og félagsstarf sem í boði er í borginni. Höfð hefur verið samvinna m.a. við heilsugæslu­ stöðvar og Slysavarnarfélagið Landsbjörgu um framkvæmd þessara heimsókna. Sú reynsla sem komin er af þessu verkefni lofar góðu og stefnt er að því að fleiri borgarhlut­ ar njóti góðs af skipulögðum heimsóknum á árinu. Fyrir utan þau fjölmörgu verkefni sem sérstaklega hafa orðið til vegna þekking­ arstöðvarverkefnis er rekið öflugt félagsstarf á 16 stöðum í borginni og dagskrá félagsmið­ stöðvanna má finna á www.reykjavik.is undir tenglinum Hverfið mitt. Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis er ætlað að vera leiðandi í framþróun þjón­ ustu sem snýr að eldri borgurum, en allar þjónustumiðstöðvar sinna þjónustu við eldri borgara í viðkomandi hverfi. Það er því sama hvar fólk býr í borginni, allir hafa aðgang að samskonar þjónustu. Þjónustumiðstöðvarnar eru opnar alla virka daga frá kl. 8:20 – 16:15, nema í Árbæ þar sem lokað er kl. 16:00 Frekari upplýsingar um þjónustumið­ stöðvar Reykjavíkurborgar er að finna á vefnum www.reykjavik.is Myndirnar eru teknar við opnun hand­ verkssýningar í félagsmiðstöðinni í Hæðar­ garði. Stjórn sjóðsins skipa: Anna Birna Jensdóttir hjúkrunar­ fræðingur formaður, Guðný Bjarnadóttir öldrunarlæknir og Ingibjörg Ásgeirsdóttir félagsráðgjafi. Í ár barst ein umsókn: 1. Sigrún Þórarinsdóttir félagsráðgjafi vegna rann­ sóknarinnar,,Hvernig er félagsleg einangrun eldri borgara í Reykjavík tilkomin og hvað þarf til þess að rjúfa hana? Getur markviss stuðningur í félagsstarfi rofið félagslega ein- angrun aldraðra?”. Ákveðið var að veita Sigrúnu Þórarinsdóttur umbeð­ inn styrk, 233.000.­ krónur. Sjóðsstjórnin óskar rannsak­ anda velfarnaðar í vinnu sinni og óskar eftir því að hún birti árangur af starfi sínu í tímaritinu Öldrun þegar þar að kemur. Ingibjörg Ásgeirsdóttir lætur af störfum hjá Vísinda­ sjóðnum. Að öðru leyti gefur stjórn kost á sér til áfram­ haldandi stjórnarsetu. Reykjavík 21.03.2007 Anna Birna Jensdóttir formaður Vísindasjóðs ÖFFÍ Skýrsla Vísindasjóðs Öldrunarfræðafélags Íslands vegna starfsársins 2006 - 2007 Þjónustumiðstöðvarnar fyrir hverfin eru á eftirfarandi stöðum í borginni: • Þjónustumiðstöð fyrir íbúa Laugardals og Háaleitis, þekking- arstöð um málefni aldraðra og fatlaðra er að Síðumúla 39, sími 411 1500, netfang: laugardalur.haaleiti@reykjavik.is • Vesturgarður, þekkingarstöð um börn og samfélag er þjónustu­ miðstöð fyrir íbúa Vesturbæjar, er að Hjarðarhaga 45­47, sími 411 1700, netfang: vesturgardur@reykjavik.is • Þjónustumiðstöð fyrir íbúa Miðborgar og Hlíða, þekkingarstöð um fjölmenningu og margbreytileika er að Skúlagötu 21, sími 411 1600, netfang: midborg.hlidar@reykjavik.is • Miðgarður, þekkingarstöð um forvarnamál er þjónustumið­ stöð fyrir íbúa Grafarvogs og Kjalarness er í Langarima 21 í Grafarvogi, sími 411 1400, netfang: midgardur@reykjavik.is • Þjónustumiðstöð fyrir íbúa Breiðholts, þekkingastöð um mál- efni fjölskyldunnar er í Álfabakka 12, sími 411 1300, netfang: breidholt@ reykjavik.is • Þjónustumiðstöð fyrir íbúa Árbæjar og Grafarholts, þekking- arstöð um umhverfismál er í Bæjarhálsi 1, sími 411 1200, net­ fang: arbaer@reykjavik.is

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.