Öldrun - 01.11.2007, Blaðsíða 10

Öldrun - 01.11.2007, Blaðsíða 10
10 www.oldrun.net ÖLDRUN – 25. árg. 2. tbl. 2007 Talsvert framboð er á fræðslu og símenntun fyrir starfsfólk í öldrunargeiranum. Hér verður fjallað um Norrænu öldrunarfræðaráðstefnuna 2008, Bjarmalund, nýútkomna bók, varðveislusafn LSH, náms­ stefnur ÖFFÍ, starfsemi RHLÖ og ýmsa fræðslu sem er í boði. Lesendur eru beðnir að senda inn ábend­ ingar um áhugaverðar bækur, ráðstefnur eða fræðslu og verður fjallað um það í næstu blöðum eða á heimasíðunni www.oldrun.net. FRÆÐSLA OG SÍMENNTUN Í ÖLDRUNARGEIRANUM 19. ráðstefna Nordisk Gerontologisk Forening (NGF) verður haldin á Radisson SAS í Oslo dagana 25.­28. maí 2008. Að þessu sinni er yfirskrift hennar “Ageing, dignity, diversity”. Allar nánari upplýsingar ásamt skráningu er að finna á www.19nkg.no Árið 2010 er komið að Íslend­ ingum að vera gestgjafar á ráðstefnunni og er undirbún­ ingur þegar hafinn. Norræna öldrunarfræða- ráðstefnan Í maí 2007 tók til starfa ný einkarekin ráðgjafarstofa um Alzheimer og öldrun, sem nefnist Bjarmalundur. Mark­ mið með starfseminni eru að koma betur til móts við þarfir varðandi stuðning og fræðslu fyrir þá sem eiga við heilabilun að etja, aðstandendur þeirra og starfs­ fólk í umönnunarstörfum. Framtíðarmarkmiðið er hins vegar stærra umfangs, að reisa byggingu sem mun hýsa góða aðstöðu fyrir skammtímainnlagnir í heimilislegu umhverfi, dagdeild, ýmsa tómstundaiðju og afþreyingu fyrir sjúklinga á fyrri stigum, auk ráðgjafarmiðstöðvar. Sótt hefur verið um lóðir en einkum er einblínt á vest­ urbæ Reykjavíkur. Þar liggur til grundvallar að ekki er sérhæfð dagdeild í vesturbæ eða á Seltjarnarnesi, auk þess sem tenging við LSH og Háskóla Íslands væri góður kostur. Ráðgjafarmiðstöðin og skammtímadeildin myndu hins vegar þjóna á landsvísu. Það er þó ekki hrist fram úr erminni að koma á fót slíkri þjónustumiðstöð. Því var ákveðið að byrja með hluta starfseminnar, sem er ráðgjöf og fræðsla. Bjarmalundur er til húsa að Tryggvagötu 16, fjórðu hæð. Símar eru 568­4011 og 895­9737. Aðdragandinn hefur verið langur og undirrituð hefur kynnt sér vel hvað nágrannaþjóðir okkar eru að gera í þessum efnum og eigum við talsvert langt í land til að geta boðið upp á slíka flóru af úrræðum sem þar er víða boðið upp á. Það er áhugavert hvað stjórnvöld á Norðurlönd­ unum eru ákveðin í að bæta alla þjónustu við sjúklinga og aðstandendur, gera ítarlegar áætlanir til framtíðar og veita miklu fé í rannsóknir, þróunarverkefni og ný og bætt úrræði. Undirrituð hefur í nokkur ár verið í norrænum vinnu­ hópi varðandi málefni yngri sjúklinga með heilabilun og nú hefur verið ákveðið að hópurinn starfi áfram þrjú næstu árin og er það að frumkvæði Norðmanna, sem vilja að gerð sé ítarleg áætlun um fjölda og þarfir yngri sjúklinga og aðstandenda. Tvær í hópnum, þær Ulla Thomsen og Kerstin Lundström, hafa komið til Íslands að beiðni undir­ ritaðrar með fyrirlestra og hinir bíða eftir að fá að koma líka! Það er afar mikill velvilji fyrir því að aðili frá Íslandi sé með í hópnum og mikilvægt að við tökum þátt sem fullgildir aðilar og látum ekki stöðugt aðrar þjóðir borga fyrir okkur eins og hefur verið raunin hingað til. Norræna ráðherranefndin stóð fyrir verkefninu til að byrja með en

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.