Öldrun - 01.11.2007, Blaðsíða 11

Öldrun - 01.11.2007, Blaðsíða 11
11 ÖLDRUN – 25. árg. 2. tbl. 2007 www.oldrun.net nú hafa Norðmenn tekið þá ákvörðun að þessi hópur starfi áfram. Þannig er að á Norðurlöndunum eru það félags­ málaráðuneytin sem sinna málefnum aldraðra. Því fór það svo að þegar þetta verkefni fór af stað þá fékk félagsmála­ ráðuneytið á Íslandi beiðni um að einhverjir tækju þátt, en það komst ekki til skila þannig að það var fyrir tilviljun að undirrituð hefur unnið með þessum hópi en það samstarf komst á eftir ráðstefnu í Stokkhólmi 2004. Frá opnun Bjarmalundar hefur mikið verið lagt í kynn­ ingarstarf. Ber að nefna hönnun heimasíðunnar www. bjarmalundur.is, hönnun á lógói, útgáfu bæklinga og kynningarfunda með fjölda aðila. Þá stóð Bjarmalundur fyrir ráðstefnu í september sem bar yfirskriftina Lausn ágreiningsmála & að starfa undir álagi sem tókst afar vel til. Gestafyrirlesari þar var Kerstin Lundström sem rekur eigin ráðgjafarstofu, Octopus demens, í Svíþjóð. Einnig kom Bjarmalundur að undirbúningi fyrir komu Jane Verity í sumar, sem hélt mjög gagnlegt og vel sótt námskeið í Salnum í Kópavogi. Þá býður Bjarmalundur upp á úrval stakra fyrirlestra fyrir stærri og minni hópa. Stærsta verkefni Bjarmalundar hingað til hefur þó verið að hanna nýtt nám, í samstarfi við Eflingu­stéttarfélag, Mími­símenntun og Reykjavíkurborg. Um er að ræða fjögurra eininga framhaldsnám fyrir félagsliða sem vilja sérhæfa sig í umönnun fólks með heilabilun. Það verk­ efni hefur verið sérlega gefandi og skemmtilegt. Fyrsta námskeiðið fylltist á einum degi og það myndaðist strax biðlisti svo búið er að fylla annað námskeið eftir áramót. Nú stunda nítján konur, sem allar vinna hjá Reykjavík­ urborg, þetta nám og áhuginn er gífurlegur. Það er því nokkuð ljóst að þessi námsskrá er komin til að vera og í framtíðinni verði til nokkurs konar ,,umönnunarsérsveit‘‘ fyrir fólk með heilabilun. Kynningarstarf sumarsins er farið að skila sér í síauknum fjölda símtala, tímabókana og fyrirspurna. Þá hefur fjöldi fagfólks um land allt verið í sambandi og skiptst á upplýsingum Veturinn verður örugglega skemmtilegur og viðburða­ ríkur. Bjarmalundur fer vel af stað og hefur fengið enda­ lausar góðar og hlýjar kveðjur. Það segir manni dálítið að þrátt fyrir stuttan lífaldur fékk Bjarmalundur fjölda áheita í Reykjavíkurmaraþoni og kom það afar þægilega á óvart. Er hlaupurunum hér með færðar hjartans þakkir fyrir. Hanna Lára Steinsson framkvæmdastjóri Bjarmalundar FRÆÐSLA OG SÍMENNTUN Í ÖLDRUNARGEIRANUM Betri heyrn - bÄtt lÅfsgÄÇi PantaÄu tÅma Å heyrnarmÇlingu og fÉÄu rÉÄgjÑf um hvernig nÖ kynslÜÄ heyrnartÇkja getur hjÉlpaÄ áàr aÄ heyra betur. Í boði eru margar gerðir og verðflokkar af hágæða heyrnartækjum.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.