Öldrun - 01.11.2007, Blaðsíða 12

Öldrun - 01.11.2007, Blaðsíða 12
12 www.oldrun.net ÖLDRUN – 25. árg. 2. tbl. 2007 JPV útgáfa sendi í júní sl. frá sér bókina Ný sýn á heilabilun – einstaklingurinn í öndvegi eftir breska prófessorinn Tom Kitwood. Bókin markaði þáttaskil þegar hún kom fyrst út árið 1997 og hefur haft gífurleg áhrif á það hvernig staðið er að umönnun sjúklinga með heilabilun og ekki síður hvernig komið er fram við þá sem persónur. Með útkomu þessarar bókar eru kenn- ingar Kitwoods í fyrsta skipti aðgengilegar á íslensku en það var Svava Aradóttir sem þýddi. Í bókinni eru sett fram ný viðhorf til umönnunar fólks með heilabilun. Kenningar Toms Kitwoods byggja á þeirri hugsun að heilabilun feli ekki bara í sér skerðingu á andlegri og líkamlegri færni vegna rýrnunar á heilavef heldur sé hún flókið samspil fleiri þátta, meðal annars persónuleika viðkomandi, lífssögu, líkamlegs heilbrigðis og ekki síst áhrifa frá umhverfinu. Hann nálgast efnið á þverfaglegan hátt; með kenningum sínum sýnir hann fram á hvernig taugafræðilegir, félagssálfræðilegir og menningarlegir þættir skipta máli fyrir skilning okkar á heilabilun og hvernig þessir þættir hafa áhrif á umönnun fólks sem fær heilabilunarsjúkdóm. Það sem er einstakt við hugmyndafræði og vinnu Kitwoods er að hjá honum er einstaklingurinn með sjúk­ dóminn miðpunktur allrar umræðu og umönnunar. Hann leggur ríka áherslu á mikilvægi persónulegrar færni og faglega þekkingu þeirra sem gegna umönnunarhlutverk­ inu. Meginkenning hans er sú að skilningur, nærgætni og umhyggja skipti sköpum fyrir aðlögun sjúklingsins að breyttum aðstæðum og hafi þar með úrslitaáhrif á lífsgæði hans og jafnvel framþróun sjúkdómsins. Bókin er ætluð öllum sem vinna við umönnun fólks með heilabilun og nemendum í heilbrigðisvísindum, enda er jafnframt fjallað ítarlega um hlutverk og þarfir starfs­ fólks, en nýtist einnig aðstandendum og öðrum sem vilja dýpka skilning sinn á heilabilun og þeim vanda sem þar er við að etja. Ný sýn á heilabilun – einstaklingurinn í öndvegi Eftir Tom Kitwood Bók sem á erindi við alla sem starfa við umönnun einstaklinga með heilabilun Tom Kitwood var breskur sálfræðingur og prófessor við Bradfordháskóla í Englandi. Hann lést um aldur fram í nóvember 1998 en hafði þá í fjölda ára beitt sér fyrir umbótum á sviði umönnunar fólks með heilabilun og sett fram nýjar kenningar á grundvelli eigin rannsókna og annarra. Svava Aradóttir, sem þýddi bókina, er hjúkrunarfræð­ ingur að mennt og hefur sérhæft sig í umönnun fólks sem greinst hefur með heilabilunarsjúkdóm. Hún rekur fræðslu­ og ráðgjafafyrirtækið Nordic Lights og heldur námskeið og fyrirlestra um heilabilun og umönnun á Íslandi, í Noregi og í Danmörku. Auk þess veitir Svava starfsfólki ráðgjöf við flókin umönnunarverkefni og býður upp á samvinnu við fjölskyldu hins sjúka sem felur í sér einfalda fræðslu um sjúkdóminn og ráðgjöf um samskipti og þau vandkvæði sem upp kunna að koma. Grundvallar markmiðið með vinnu Nordic Lights er að aðstoða ein­ staklinga með heilabilunarsjúkdóma, fjölskyldur þeirra og það starfsfólk sem annast þá, til að öðlast auðveldara og betra daglegt líf og eru kenningar Tom Kitwood m.a. hafðar þar að leiðarljósi. Af heimasíðunum www.jpv.is og www.nordic­lights.dk FRÆÐSLA OG SÍMENNTUN Í ÖLDRUNARGEIRANUM

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.