Öldrun - 01.11.2007, Blaðsíða 13

Öldrun - 01.11.2007, Blaðsíða 13
1 ÖLDRUN – 25. árg. 2. tbl. 2007 www.oldrun.net Félag aðstandenda Alzheimersjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma (FAAS) stendur fyrir fjölbreyttri fræðslu. Félagið heldur fræðslukvöld mánaðarlega yfir vetrartímann og er dagskráin auglýst í fréttabréfi félagsins, sem sent er til allra félagsmanna og á heimasíðunni www.alzheimer.is Á síðunni er einnig að finna upplýsingar um bækur sem félagið selur og annað efni sem gagnast þeim sem vilja fræðast um heila­ bilunarsjúkdóma. Félagið gefur einnig út FAAS­fréttir einu sinni á ári, með fróðlegu efni sem er sett fram á aðgengi­ legan hátt. Eldri blöð eru á fyrrnefndri heimasíðu. Landakot – heilabilunareining Starfsfólk á heilabilunareiningu LSH­Landakots hefur í nokkur ár boðið upp á fjölbreytta fræðslu um heilabilunarsjúkdóma, þjónustu og úrræði sem þeim tengjast. Flestir þekkja fræðsludagana, sem undan­ farin ár hafa verið haldnir í Salnum í Kópavogi, fyrir starfsfólk á hjúkrunarheimilum og aðra sem vinna með heilabiluðum. Þar hefur sama dagskrá verið flutt tvo daga í röð við afar góðar undirtektir. Þessir dagar hafa verið skipulagðir í samstarfi við RHLÖ. Einnig býður heilabilunareiningin stofnunum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og út á landi, að velja úr röð fyrirlestra þar sem öldrunarlæknar, öldrunargeðlæknar, sálfræðingar, félagsráðgjafar, hjúkrunar­ fræðingar og iðjuþjálfar fjalla um heilabilun. Dæmi eru um að hjúkrunarheimili hafi tekið sig saman um að skipuleggja starfsdaga þar sem fyrirlesarar frá Landakoti sjá um fræðsluna, en einnig hafa verið fluttir stakir fyrirlestrar. Nánari upplýsingar um fyrirlestrana og fyrirkomulagið veitir Guðlaug Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur á minnismóttökunni á Landakoti, s. 543 9900 eða gudlaugg@lsh.is. Framvegis­Símenntun hefur skipulagt og haldið 12 klst. námskeið um heilabilun fyrir sjúkraliða, þar sem starfsfólk Landakots hefur séð um fræðsluþáttinn. Þetta námskeið hefur verið á dagskránni í þrjár annir og verið mjög vel sótt. Sjá nánar á www.framvegis.is Styrkur til umsóknar úr Vísindasjóði Öldrunarfræðafélags Íslands Vísindasjóði Öldrunarfræðafélags Íslands er ætlað að styrkja vísinda- og rannsóknarverkefni tengdum málefnum aldraðra. Umsókn er ti lgreini lýsingu, markmið og stöðu rannsóknar, ásamt fjárhagsáætlum og hvaða hluta rannsóknar sótt er um styrk fyrir, skal senda ti l formanns Vísindanefndar ÖFFÍ, Anna Birna Jensdót t ir Sóltúni 2, 105 Reykjavík fyrir 1. febrúar 2008. FRÆÐSLA OG SÍMENNTUN Í ÖLDRUNARGEIRANUM María Th. Jónsdóttir formaður FAAS og Svava Aradóttir hjúkrunarfræðingur (ljósm. Helgi Jóhann Hauksson). FAAS

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.