Öldrun - 01.11.2007, Blaðsíða 22

Öldrun - 01.11.2007, Blaðsíða 22
22 www.oldrun.net ÖLDRUN – 25. árg. 2. tbl. 2007 Aðstaðan skiptir máli og tengslin einnig Sé byrjað á því augljósa getum við horft á aðstöðuna sjálfa á hjúkrunarheimilum. Gæði matarins, umhverfið, einkaherbergi eða herbergisfélagi, mönnun (miðað við fjölda íbúa og hjúkrunarþyngd), hlutfall starfstétta innan stofnunar, allt hefur þetta áhrif á reynslu íbúa. Það er hins vegar athyglisvert að sé aðstaðan í góðu lagi skipta líkamlegu þættirnir fólk ekki eins miklu máli og tengslin. Uppbyggileg tengsl milli starfsfólks og íbúa og aðstand­ enda þeirra eru lykillinn að hágæðaumönnun. Umfram hæfni til að veita góða umönnun tæknilega séð verður starfsfólk að öðlast leikni til að eiga frumkvæði að og viðhalda tengslum auk þess að semja um nánd og samstarf við fjölskyldur. Í sænskri rannsókn sem Lundh, Nolan, Hellström og Ericsson gerðu um viðhorf aðstandenda og fagaðila sem annast þá sem þjást af heilabilun til þess hvað þeir teldu vera góða umönnun kom fram að þessir aðilar þyrftu að vinna miklu meira saman ef nást ætti fram raunveruleg einstaklingshæfð hjúkrun. Heilbrigðisstéttir töldu sig hafa fagþekkingu á sínu sviði og virtust trúa því að með fullnægjandi upplýsingum og samfellu í samskiptum við aðstandendur gætu þeir öðlast þekkingu á manneskjunni á bak við sjúkdóminn. Aðstandendur hins vegar sem höfðu annast hinn sjúka heima höfðu oft takmarkaða fagþekk­ ingu en töldu sig hafa mikla þekkingu á persónunni á bak við sjúkdóminn og meiri en fagfólk ætti nokkurn tíma eftir að öðlast (Nolan o.fl., 2003). Rannsakendurnir komust að því að viðurkenna þyrfti það grundvallaratriði að búast mætti við ólíkum áherslum milli umönnunar aðstandenda og fagaðila þar sem þessir aðilar kæmu að verkefninu með ólíka fortíð og væntingar (Nolan o.fl., 2003). Slíkt kallar á góða samvinnu aðila og að fólk átti sig á að jafnvel reyndir fagaðilar þarfnast ólíkrar leikni við að aðgreina hið breytilega og flókna samhengi umönnunnar innan fjölskyldna. Þá er nauðsynlegt að viðurkenna að þekking leikmanna er að minnsta kosti eins mikilvæg og þekking fagmanna, þannig getur raunveruleg samvinna umönn­ unaraðila (starfsfólks og fjölskyldna) hafist (Nolan o.fl., 2003). Úrslitaatriði fyrir marga íbúa við aðlögun þeirra eru tengslin við ættingja sína. Þegar íbúar halda áfram að eiga aðild að og vera hluti fjölskyldu sinnar, þegar þeim finnst ekki að þeir hafi verið yfirgefnir, veitist þeim léttara að búa á stofnun. Hjúkrunarheimili getur ekki komið í stað ættingja og vina ef þeir eru ekki þátttakendur. Aðstandendur láta sig varða gæði umönnunarinnar á stofnuninni, vellíðan ættingja sinna þar, skyldur sínar gagn­ vart ættingja sínum og sjá oft um fjármál hans. Aðstand­ endur veita og vilja veita margskonar aðstoð eftir vistun en ábyrgðarsviðin breytast. Aðstandendur eru sérfræð­ ingar í málefnum ástvina sinna og því ómetanlegir. Að sýna ástvinum sínum væntumþykju er sá þáttur umönn­ unar sem þeir munu alltaf sinna best og það sem skiptir mestu máli. Starfsfólk getur sinnt líkamlegum þörfum ástvinarins og mörgu öðru, en munu ekki geta látið í té þá væntumþykju og athygli sem kemur frá aðstandendum. Niðurstöður rannsóknar Margrétar Gústafsdóttur (1999) sýna að fjölskyldan sem kemur í heimsókn á hjúkr­ unarheimili heldur verndarhendi yfir hinum aldraða og vakir yfir líðan hans og öllum viðbrögðum við aðstæðum. Rannsóknir sýna jafnframt að það er undir aðstandendum sjálfum komið að „læra að koma í heimsókn“ og skapa heimsóknum sínum formgerð (Margrét Gústafsdóttir, 2006). Mjög mikilvægt er fyrir farsæl umskipti að byggja upp góða samvinnu íbúa, aðstandenda og starfsfólks innan heimilanna. Kenning um umskipti Í kenningu um umskipti sem Meleis, Sawyer, Im, Hilf­ inger­Messias og Schumacher, (2000) hafa sett fram er gert ráð fyrir að þau geti verið með ýmsu móti, þau falli í ólíka farvegi og samanstandi af þeim eiginleikum sem reynslan af umskiptum felur í sér, þeim aðstæðum sem auðvelda umskiptin eða takmarka, viðbrögðum einstakl­ inga og hjúkrunarúrræðum, sjá mynd 1. Dæmi um umskipti sem geta gert skjólstæðinga varnarlausa eru upplifun veikinda, þróun og breyt­ ingar á æviskeiðinu, t.d. starfslok og félagslegar og menningarlegar breytingar, svo sem flutningur á hjúkrunarheimili. Eiginleikar umskipta Umskipti eru flókin og fjölþætt, en sýnt hefur verið fram á að það hvernig menn reyna umskiptin, eða svonefndir eiginleikar reynslunnar ráðist af: • Vitund eða skilningi • Þátttöku eða hlutdeild • Breytingu og mismun • Tímaskeiði breytingarinnar • Afdrifaríkum tímamótum og atvikum Þessir þættir eru ekki endilega aðskildir. Þetta eru fremur tengdir eiginleikar flókins ferlis. Skilningur eða vitund tengist skynjun, þekkingu og viðurkenningu á umskiptum. Þátttaka eða hlutdeild. Með hlutdeild er átt við það hvað persónan sýnir mikla þátttöku í ferlinu sem fylgir breytingunni. Dæmi um hlutdeild er það að afla upplýs­ inga, nota fyrirmyndir, undirbúa á virkan hátt og gera ráðstafanir til þess að haga virkni á annan hátt. Vitund hefur áhrif á hlutdeild að því leyti að þátttaka á sér ekki stað án skilnings. Breyting og mismunur. Til að skilja umskiptaferlið fylli­ lega er nauðsynlegt að afhjúpa og lýsa áhrifum og þýðingu þeirra breytinga sem koma við sögu. Þær hliðar á breyt­ ingum sem kanna þarf eru eðli þeirra, tímalengd, ætlað mikilvægi eða örðugleikar sem fylgja þeim og persónu­ legar, fjölskyldu­ og félagsbundnar venjur og væntingar. Breyting kann að vera tengd atburðum sem raska jafn­ vægi, truflunum á tengslum eða venjum, hugmyndum, upplifun eða sjálfsvitund. Væntingar eru margskonar og einstaklingsbundnar og

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.