Öldrun - 01.11.2007, Blaðsíða 23

Öldrun - 01.11.2007, Blaðsíða 23
2 ÖLDRUN – 25. árg. 2. tbl. 2007 www.oldrun.net mismunurinn á væntingum og veruleika er ekki alltaf af hinu illa. Við skoðun á reynslu af umskiptum er nauðsyn­ legt fyrir fagfólk að íhuga hvernig skjólstæðingi líður með breytingarnar og hvernig hann ræður við þær. Tímaskeið. Meleis og samhöfundar hennar vísa til Bridges (1991) sem lýsir umskiptum sem tímaskeiði með þekktum endapunkti, skeiði sem nær frá fyrstu merkjum um fyrirboða, skynjun eða sönnun á breytingu; gengi síðan um tímabil óstöðugleika, uppnáms og þjáningar, þar til að lokum komi að nýrri byrjun eða tímabili stöðugleika. Engu að síður benda niðurstöður þeirrar rannsóknar sem Meleis o. fl. vísa til að það kunni að vera erfitt eða ógerlegt og jafnvel skaðlegt, að setja tímamörk á tímaskeið tiltek­ innar reynslu af umskiptum. Afdrifarík tímamót og atburðir. Sumar breytingar tengjast tilteknum atburði eins og fæðingu, andláti eða sjúkdómsgreiningu, en við aðrar breytingar er ekki um eins augljós atvik að ræða. Öll afdrifarík tímamót krefj­ ast athygli fagfólks, þekkingar og reynslu á margvíslegan hátt. Aðstæður umskipta: Hvað hjálpar og hvað hindrar? Til þess að öðlast skilning á reynslu skjólstæðinga meðan á umskiptum stendur er nauðsynlegt að átta sig á persónulegum þáttum og þáttum í umhverfinu sem létta eða hindra það ferli að breyting verði farsæl. Í lífi og starfi höldum við í einhverja sannfæringu sem leiðbeinir okkur í lífinu og sú sannfæring okkar hefur áhrif á hvernig við högum okkur í samskiptum við aðra. Menn hafa mismunandi sannfæringu vegna þess að líf þeirra og reynsla er mismunandi. Aðstoð heilbrigðisstarfsmanna við einstaklinga og fjölskyldur sem kljást við líkamlega og/eða andlega þjáningu vegna veikinda verður aðeins áhrifarík ef heilbrigðisstarfsmenn geta hlustað af athygli og reynt að skilja á næman hátt kjarna sannfæringar þeirra sem þeir eiga samskipti við (Wright, Watson og Bell, 1996). Engir tveir einstaklingar upplifa veikindi eins, þó sjúkdómsgreiningin sé sú sama. Sannfæring okkar mótar reynslu okkar við veikindi meira en sjúkdómurinn sjálfur (Wright, Watson og Bell, 1996). Undirbúningur fyrirfram auðveldar reynsluna af umskiptum. Sjálfsagður þáttur við undirbúninginn er að veita einstaklingum vitneskju um það sem í vændum er á meðan á breytingunni stendur og hvaða aðgerðir geta komið að gagni við að gera umskiptin sem farsælust (Meleis o.fl., 2000). Viðbrögð einstaklinga Viðbrögð viðkomandi einstaklings eru skilgreind með hliðsjón af samskiptum hans við aðra og þróun úrræða. Meleis o.fl. benda á, í ljósi rannsókna sinna, að mat á heil­ brigði einkennist bæði af þróun sjálfstrausts og leikni við að ná valdi á nýjum aðstæðum þar sem litið er á heilbrigði og skynjun vellíðunar sem útkomu. Samskipti. Menn nýta sér félagsleg kynni til að afla upplýsinga og fá stuðning. Annar mikilvægur þáttur í jákvæðri reynslu af umskiptum er að finna til tengsla við heilbrigðisstarfsmenn sem geta svarað spurningum og notalegt er að umgangast. Góð umönnun og samskipti á sjúkrahúsum krefjast samfelldni í tengslum hjúkr­ unarfólks og sjúklinga. Hjá fólki með alvarlegan sjúkdóm og ættingjum sem annast það eru samskipti afdrifaríkur þáttur í umskiptum. Menn bera saman líf sitt, reynslu, venjur og viðhorf fyrir og eftir breytingar. Eitt af einkennum umskipta er ViðbragðamynsturEðli umskipta Gerðir Þróunar/þroska bundnar Aðstæðubundnar Heilbrigðis/veikinda- bundnar Skipulagsbundnar Mynstur. Umskipti geta verið: Einföld Margþætt Raðbundin Samtíða Tengd Ótengd Eiginleikar ráðast af: Skilningi Þátttöku Breytingu og mun Tímaskeiði umskipta Afdrifaríkum tímamótum og atvikum Aðstæður umskipta: Það sem léttir og hindrar Persónulegar Merkingar Menningarbundin gildi og viðhorf Félagsleg staða og efnahagur Undirbúningur og þekking Samfélag Þjóðfélag Hjúkrunarúrræði Ferilsvísar Tilfinning um tengsl Samskipti Staðsetning Þróun sjálfstrausts og úrræða Útkomuvísar Leikni Sveigjanleg sjálfsvitund M ynd 1.um skipti:M eðalvíðtæ k kenning (M eleis o.fl.,2000,bls.17) Mynd 1. Umskipti: Meðalvíðtæk kenning (Meleis o.fl., 2000, bls. 17).

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.