Öldrun - 01.11.2007, Blaðsíða 27

Öldrun - 01.11.2007, Blaðsíða 27
2 ÖLDRUN – 25. árg. 2. tbl. 2007 www.oldrun.net Til að svo geti verið þarf að gæta hreinlætis. Tannsýkla er gerlaskán, hún sest á tennur, bæði fastar tennur og gervi­ tennur. Tannsýkla veldur algengustu munnsjúkdómum, tannátu, sveppasýkingu, tannholds ­og slímhúðarbólgum. Ef ekki er gætt hreinlætis myndast ákjósanleg skilyrði fyrir munnsjúkdóma undir gervitönnunum. Rannsóknir hafa leitt í ljós að slímhúðarbólgur finnast hjá u.þ.b. 50% þeirra einstaklinga sem nota gervitennur og að samband er milli illa passandi gervitanna og slímhúðarbólgu. Einnig eru tengsl milli reykinga og munn­ og tann­ sjúkdóma. Reykingar lita tennur, valda andremmu og sár í munni gróa seinna og verr. Slímhúð bólgnar og tennur geta losnað og á það við um bæði gervitennur og nátt­ úrulegar tennur. Munnvatnið er eitt af mikilvægari forvörnum líkamans, það skolar tennur, slímhúð og ver gegn tannskemmdum og andremmu. Munnþurrkur getur því haft víðtækar afleiðingar, bakteríur, veirur og sveppir eiga auðveldara með að sýkja munnholið. Erfiðara er að tala, tyggja og halda gervitönnunum á sínum stað. Slímhúð munnsins þynnist oft með aldrinum, þornar, springur og verður viðkvæm. Það getur hjálpað að hreinsa gervitennur og munn með góðum hreinsiefnum. Í apótekum eru fáanleg tannhreinsiefni sem örva munn­ vatnsrennsli, halda frá óæskilegum bakteríum og veirum sem geta valdið sýkingu í munnholi. Einnig er fáanlegt í apótekum krem sem græðir sár í munni, deyfir særindi og örvar munnvatnsrennsli. Kremið getur líka verið góð hjálp fyrir þá sem eru að venjast nýjum gervitönnum. Íris Bryndís Guðnadóttir tannsmíðameistari með klínísk réttindi og tanntæknir Allir vilja hafa hreinan og heilbrigðan munn. Það stuðlar að sjálfsvirðingu einstaklingsins og skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða unga eða aldna, tennta eða tannlausa. Hugsum vel um tennurnar okkar og munn. Gervitennur eru líka tennur sem þarfnast umhyggju Bakteríuskán og munnvatn mynda tannstein sem oft sest á þá fleti gervitanna sem eru hrjúfir, rispaðir eða ekki nægjanlega vel hreinir. Tannsteinninn er grjótharður og losnar ekki upp með venjulegri tannsápu. Það þarf því að hreinsa hann með sterkari efnum sem eru sérstakleg ætluð til að losa upp tannstein. Einnig er hægt að fara til tannsmiðs og fá tennurnar hreinsaðar. Í tannsteininn sest baktríugróður og litarefni t.d. úr kaffi, te og tóbaki. Fái hann að festast við gervigómana veldur tannsteinninn andremmu og sýkingum í munnholi. Gervigómarnir eiga að vera glansandi, hreinir, mjúkir og sléttir viðkomu. Nauðsynlegt er að bursta gervitennur og munnhol minnst tvisvar á dag með þar til gerðum hreinsiefnum. Það stuðlar að hreinu og heilbrigðu munnholi. Núna þarf enginn að hreinsa munn og gervitennur með handsápu eða ediksýru eins og áður var ráðlagt. Ekki er heldur gott að nota venjulegt tannkrem, í því er slípimassi sem er skaðlegur fyrir gervitennur. Í öllum helstu apótekum landsins fást hreinsiefni fyrir

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.