Alþýðublaðið - 05.12.1919, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.12.1919, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ tXásefqfélagið heldur fund í Bárubúð sunnud. 7. þ. m. kl. 2 e. h. Mætið stundvíslega. Stjópnin. ma spara með því að verzla við cffiaupfálacj verfiamanna, Laugaveg 22 A. Sími 728. r Arsskemtun verður haldin í Bárubúð laugardags- og sunnudags- kvöld þ. 6. og 7. þ. m. Aðgöngumiðar verða afhentir í Bárunni. Fyrir laugardagskvöld: Föstudaginn 5. þ. m. frá kl. 11 árd. til 61/* síðd. Og fyrir sunnudagskvöld: Laugard. 6. þ. m. frá kl. 11 árd. til 6 siðd. Húsið verður opnað kl. 71/*, og skemtunin byrj- ar stundvíslega kl. 8 síðd. Sk:emtinefndin. stúlkan vissi af eða ekki hafði hún unnið fyrsta sigminn. Hún hafði náð tökum á huga hans og vakið forvitni hans. Hvað átti þessi vilta rós kolanámanna við? Hún hélt áfram að taka inn þvottinn án þess að vita að hún hefði sagt nokkuð merkilegt. Hallur hugleiddi orð hennar og athugaðl svip hennar. Hefði ein- hver daðurdrósin mælt þessi orð, mátti að eins skilja þau á einn veg: sem áskorun. En í hinum skæru gráu augum ungu stúlk- unnar var ekkert daður, að eins þjáningar. Af hverju gat kona þjaðst, sem var ein, ung og sterk eins og hún? Var það þunglyndi þjoðflokksins, sem sungið er um i gömlu þjóðvísunum? Eða önnur tegund þungiyndis, sem borið er og barnfætt 1 námuhverfum Ame- ríku? Ait látbragð ungu stúlkunnar hafði sömu áhrif og orð hennar. Augun voru grá og lágu innarlega undir dökkum brúnum, sem sam- svöiuðu ekki háralitnum. Munn- urinn var einbeittur og beinn eins og rautt stryk á andliti hennar. Augnatillit hennar var djaiflegt og fjörlegt og um leið toitiyggnislegt. En þegar hún brosti urðu varirnar bogadregnar, augun dekkri og fyltust djúpri þrá. Óneitanlega var þessi irska stúlka fögur og aðlaðandi og ekki lítilmótleg að neinu leyti. VIII. Hallur .spurði nýja kunningja sinn að heiti og- komst að þvf að naín hennar var Mary Burke. „Þér hafið ekki verið hér lengi“, sagði hún, Bfyrst þér hafið ekki heyrt rauðu Mary getið. Það ei vegna hársins þess arna“. „Nei eg hefi ekki verið hér lerigí en nú hugsa eg það geti dregist — vegna hársins þess arna! Má eg koma og heimsækja yður fröken Burke?“ Hún svaraði ekki en leit á heimkynni sitt. Það var ómálaður kofi með þremur herbergiskytrum í. Hann var hrörlegri en önnur hús. Umhveifis hann var meiri aur og leðja en hina kofana. Grindurnar voru brotnar og fúnar og auðsjáanlega farið að nota þær í eldi.nn. Gluggarúðurnar voru sprungnar og brotnar og þakið hroðvirknislega bætt. „Má eg þá koma?“ flýtti hann sér að spyrja svo ekki liti út sem haun athugaði heirnkynni hennar of vandlega. „Má vera“, mælti stúlkan og tók þvottakörfuna. Hann gekk til hennar og bjóst til að bera hana, en stúlkan slepti ekki. Hún tók körfuna föstum tökum og leit tortryggnislega á hann um leið og hún sagði: „Þér megið svo sem koma en yður mun varla finnast til um staðinn. Það geta nágrannarnir frætt yður um“. „Eg held varla að eg þekki nokkurn af nábúum yðar“, sagði hinn. cfficmið og lííið a sjýju vörurnar Jðaugaveg 45. Spyriið um verðið! — Sjá- ið hvort það er hœrra en annarsstaðar. Ka-tjon og ábyrgðannaður: Olafur Friðriksson Pientsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.