STARA - 14.11.2015, Blaðsíða 25

STARA - 14.11.2015, Blaðsíða 25
S T A R A n o .5 3 .T B L 2 0 15 25 Miðill Ég nota gamlar skyggnur og nálgast yfirborðið sem litlar teikningar og efnisgeri þær með því að gera úrklippur. Ég varpa þeim á viðarflöt og plexiglerskjái. Ferlið á skyggn- unni skapar mótsagnakennt svæði, tómt en einnig fullt af ljósi, og spennuþrungið bil milli mynda. Ég vinn einnig með teikningar og mála með grafít og akrýl þar sem ég nota fundnar skyggnur og hversdags- myndir sem innblástur. Er þetta fyrsta gestavinnustofan þín? Já Fyrsta upplifunin af Íslandi/Reykja- vík? Ég held að það sem snerti mig fyrst hafi verið landið. Landslagið sem ég sá úr flugvélinni þegar ég lenti var eins og úr öðrum heimi. Það voru aðeins tveir litir, blár sjór og gráleitt land. En Reykjavík var allt önnur saga. Afar lífleg. Hvar heyrðirðu fyrst um SÍM gestavinnustofurnar? Á Netinu. Ég var að leita að gestavinnustofu á Íslandi. Lands- lagið hafði vakið áhuga minn þegar ég fann ferðamyndir héðan í skyggnubunka sem ég keypti á e-bay. Síðan sá ég bekkjarfélaga nefna á Facebook hver umsóknar- fresturinn væri og sótti um. Þetta var síðasta árið mitt í New York. Ég ímyndaði mér að þetta yrði góð millilending á leiðinni aftur til Suður-Kóreu. Að hverju ertu að vinna í SÍM gestavinnustofunni? Ég gerði röð teikninga og málverka út frá myndum sem ég rakst á í dvöl minni. Ein serían spratt upp af göngum mínum í kringum sveita- bæinn á Korpúlfsstöðum og að sjónum. Í annarri seríu voru átta teikningar og málverk innblásin af ljósmyndum í ferðatímariti sem kynnti íslenskar sundlaugar. Ég var dáleidd af hinum litlu almennings- sundlaugum í borginni og fannst þær einn helsti áhrifavaldur minn meðan á dvöl minni stóð. Finnst þér að gestavinnustofan og/ eða dvölin hér hafi áhrif á verk þín? Já. Kannski ekki þegar í stað, en mér finnst hún hafa breytt því hvernig ég safna myndum og hvernig ég nálgast þær. Því miður dvaldi ég aðeins í einn mánuð en sú takmörkun gaf einnig ákveðið frelsi. Uppsprettur urðu einfaldari og það var ánægjuleg upplifun. Þetta var líka góður tími til að mynda lands- lagið og anda að mér útsýninu. Ég held að það muni örugglega gægjast fram í framtíðarverkum mínum. Sástu einhverjar sýningar sem höfðu áhrif á þig á meðan þú dvaldir á Íslandi? Ég hreifst mjög af sýningunni List- ería á Seltjarnarnesi. Hún var eins og mikil samræða milli listaverk- anna og rýmisins sjálfs, og einnig landslagsins í kringum ókláraða bygginguna. Ég var heppin að ná síðasta sýningardeginum. Myndaðirðu einhver ný og gagnleg sambönd á meðan á dvöl þinni stóð? Það var mjög áhugavert að horfa á aðra listamenn vinna og kynnast listamönnunum og verkum þeirra á mismunandi hátt á mjög stuttum tíma. Ég held líka að ég hafi lært mikið á samræðum við aðra lista- menn og vona að það gagnist mér í framtíðinni. Kom eitthvað þér á óvart við íslensku listasenuna? Eitt sem mér fannst ólíkt lista- senunni í Suður-Kóreu og jafnvel New York var þéttleikinn. Sem lítil en virk borg er Reykjavík staður þar sem allt gerist alls staðar á sama tíma og allir þekkja alla. Mind s cape 80 skyg g nur, skyg g nuvar pi , v iður og e f n i . 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

STARA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.