STARA - 01.09.2015, Blaðsíða 11

STARA - 01.09.2015, Blaðsíða 11
S T A R A n o .4 2 .T B L 2 0 15 11 reglur um hámarksfjölda gesta, sem máttu sam- kvæmt kvöðum ekki vera fleiri en um 90 í einu. Aðstandendur íslenska skálans mótmæltu lokun- inni og þeim forsendum sem hún byggði á; þeir bentu á að skálinn væri í reynd samfélagslegt listaverk sem jafnframt fæli í sér möguleika til trúariðkunar og bryti því ekki skilmála um not- kun húsnæðisins; einnig tóku þeir fram að leyfi- legt hefði verið að hafa fleiri í húsinu á opnun sýningarinnar og að fjöldinn í byggingunni hefði aldrei farið yfir hundrað manns í einu eftir það. Þessar mótbárur hlutu engan hljómgrunn hjá yfirvöldum. Aðstandendur skálans freist- uðu þess þá að fá ákvörðuninni hnekkt fyrir dómi, án árangurs. Þegar þetta er ritað, um miðj- an ágúst 2015, er skálinn því enn lokaður þótt heyrst hafi að umræður séu í gangi um að reyna að finna leiðir til að opna hann á ný. Í aðdraganda lokunar Saga undanfarinna 10 ára sýnir að verk sem vinna með eða vísa í málefni tengd íslamskri menningu hafa átt erfitt uppdráttar og að mörg þeirra hafa af ýmsum ástæðum ekki orðið að veruleika. Áður en sýningin var opnuð liggur fyrir að yfirvöld í Feneyjum voru undir miklum þrýstingi að leyfa ekki opnun hennar vegna ótta við viðbrögð ofstækishópa sem annaðhvort voru sagðir tengjast íslam eða rótttækum hægri- mönnum á Ítalíu. Eftir að sýningin opnaði hélt þessi þrýstingur greinilega áfram og ef marka má gögn málsins er nokkuð ljóst að bæði opin- berlega og á bak við tjöldin héldu áhrifahópar áfram að berjast gegn því að verkið yrði sýnt. Opnunin tókst vel. Þar voru staddir íslenskir framámenn, fulltrúar múslima á Feneyja- svæðinu og frá Íslandi, aðstandendur sýningar- innar auk þess sem kaþólskur prestur tók þátt í opnunarathöfninni. Þarna tókst greinilega að ná fram því markmiði að sýna samstöðu ólíkra menningarhópa um verkið. Gagnrýnandinn Julie Baumgardner lýsir atburðarsásinni vel í ritstjórnargrein í listtímaritinu Artsy. Þar kemur fram að Büchel hafi ekki rætt verkið formlega á opnuninni, en einungis sagt að nú þegar mosk- an væri komin á laggirnar lyki afskiptum hans sem listamanns af verkinu, eftirleiðis væri það á hendi samfélagsins. Næstu daga átti greinilega margt sér stað á bak við tjöldin. Af fjölmiðlaumfjöllun má þó ráða að það að láta samfélaginu verkið í té án frekari afskipta listamannsins virkaði nokkuð tvíbent. Fulltrúum kaþólskra var greinilega misboðið að þessi fyrrum kirkja þjónaði nú sem moska. Enn voru uppi hótanir um að loka verkinu „veg- na öryggishagsmuna“. Fulltrúar múslimasam- félagsins á Feneyjasvæðinu studdu sem fyrr se- gir gerð verksins, en þrýstingur á þá eftir opnun leiddi að lokum til þess að þeir lýstu áfram yfir stuðn- ingi við framtakið en hættu beinni þátttöku í safnaðar-starfi moskunnar og hvöttu múslima á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67

x

STARA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.