STARA - 01.09.2015, Blaðsíða 14

STARA - 01.09.2015, Blaðsíða 14
S T A R A n o .4 2 .T B L 2 0 15 14 völdum síðar í nöp við. Þau sættu sig við listaverk sem væri eins og moska; þau sættu sig ekki við listaverk sem væri líka moska. Þau beittu sér fyrir því að samfélag múslima á Feneyjasvæðinu drægi sig út úr beinu starfi í moskunni. Ef sú ætlan hefði gengið eftir hefði verkið breyst úr því að vera bæði listaverk og moska yfir í það að vera einfaldlega listaverk sem líkti eftir mosku. Þetta hafði að vissu leyti tekist þegar forsvarsmenn feneyska múslimasamfélagsins drógu sig út úr safnaðarstarfinu. Þeir voru í reynd að reyna að skila verkinu til baka til listamannsins. Á þessu stigi ákveður annað samfélag múslima að blanda sér í atburðarásina. Í stað þess að virða ákvarðanir múslima á Feneyjasvæðinu og hætta skipulögðu safnaðarstarfi, leiða Íslendingarnir safnaðarstarfið föstudaginn 15. maí. Ef marka má fréttir af viðburðinum voru ekki takmark- anir settar á það hversu margir tóku þátt, auk þess sem ræða ímamsins virkaði róttæk í því viðkvæma andrúmslofti sem ríkti. Svo virðist sem þessi viðburður, það að erlendir aðilar tóku yfir moskuna eftir að samfélag múslima í Feneyjum hafði ákveðið að taka ekki lengur þátt í starfi hennar, hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Ef yfirvöld hafa verið að leita að átyllu til að loka skálanum, þá var þetta viðburður sem fullnægði því prýðilega. Niðurlag Samfélagsverk eins og Moska Christophs Büchel eru flókin. Þau eru bæði tjáning listamanns og inngrip í það samfélag sem þau eru gerð fyrir. Þessvegna er erfitt að meta hvenær hömlur eru settar á tjáningarfrelsi listamannsins eða hvort einfaldlega er verið að setja eðlileg takmörk á samfélagslegum forsendum. Það reyndist ekki auðvelt fyrir yfirvöld í Feneyjum að samþykkja verk Büchels. Með því að leyfið loksins fékkst virtu yfirvöld tjáningarfrelsi listamannsins og verkið varð að veruleika. Eftir opnun tók trúar- samfélag múslima í Feneyjum við verkinu, sem við það varð bæði listaverk og starfandi moska eins og stefnt var að. Samfélagslegur þáttur verk- sins átti sér þannig stað í starfandi mosku. Þótt yfirvöld væru tilbúin til að leyfa opnun listaverks þar sem búið var að umbreyta kirkjubyggingu í mosku, voru þau ekki búin að veita samþykki sitt fyrir því að samfélag múslima starfrækti mosk- una. Um það gilda reglur sveitarfélagsins um trúarlegar stofnanir. Að sama skapi eru til staðar reglur til að tryggja öryggi borgaranna með því að setja takmarkanir á leyfilegan fjölda í byg- gingu á hverjum tíma. Það er ekki á valdi lista- manns, ekki undir hans tjáningarfrelsi komið, að brjóta gegn reglum samfélagsins þótt hann geti freistað þess að fá undanþágu frá þeim. Christoph Büchel tókst hluti ætlunarverks síns. Honum tókst að búa til listaverk sem fólst í um- breytingu kirkjubyggingar yfir í mosku og hann fékk leyfi yfirvalda til að opna moskuna almenn- ingi. Verkið var áhrifaríkt inngrip í bygginguna og sýndi margvíslegar hliðstæður kristinna og íslamskra hefða. Það var í sjálfu sér sterkt, tákn- rænt listaverk sem fjallaði um möguleika þess að eiga í samskiptum þvert á trúarskoðanir og menningarlegar áherslur. Büchel mistókst síðari hluti ætlunar sinnar. Honum tókst ekki að fá samþykki feneyskra yfir- valda fyrir því að í moskunni, sem var listaverk, væri rekið trúarstarf. Þegar starfið fór þrátt fyrir það fram án samþykkis var sýningarskálanum lokað. Svo virðist sem Büchel hafi ekki getað sæst á þá málamiðlun að hafa sýninguna opna án trúarstarfsins. Þótt samfélag múslima á Feneyja- svæðinu hafi dregið sig í hlé var leitað annarra leiða til að halda því starfi áfram, án samþykkis, auk þess sem reglur um fjölda gesta voru brot- nar að ástæðulausu. Þegar yfirvöld lokuðu skála- num vegna þessa er því ekki hægt að tala um að í því hafi falist brot á tjáningarfrelsi. Þessi þátt- ur listaverksins mistókst einfaldlega þegar ekki tókst að fá samþykki yfirvalda fyrir því að reka trúarstarf í listaverkinu. Annað væri uppi á teningnum ef Büchel hefur verið til umræðu um að halda verkinu opnu án þess að þar væri stundað trúarlegt starf, sem var það sem fulltrúar múslima í Feneyjum lögðu til í málamiðlun sinni. Ef sú er reyndin hafa feneysk yfirvöld gert aðför að tjáningarfrelsi lista- mannsins og komið í veg fyrir aðgengi almenn- ings að áhugaverðu verki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67

x

STARA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.