STARA - 01.09.2015, Blaðsíða 21

STARA - 01.09.2015, Blaðsíða 21
S T A R A n o .4 2 .T B L 2 0 15 21 Hvaða verkefni eru framundan hjá þér? Þau eru nokkur á þessu ári. Í október verð ég með þrjár sýningar. Þetta eru ólík verk- efni og samhengi þeirra mismunandi. Í vin- nu fyrir einkasýningu í Harbinger hef ég gert tilraunir með liti, efni og aðferðir og kannað þenslumöguleika forms og miðla í víðum skilningi. Samsýning í Skaftfelli ásamt Eyborgu Guðmundsdóttur þróast m.a. í samtölum við sýningarstjóra og við listasöguna með skoðun á geometrískum verkum Eyborgar. Samýning í Listasafni Árnesinga er stefnumót við þrjá aðra samtímalistamenn sem vinna með pappír. Samhliða þessu er ég síðan að vinna að bókverki/skúlptúrbók og hugsa ég þar sýn- ingarrýmið í víðari skilningi, bæði hvað varð- ar þátttöku áhorfenda og dreifingu listaverka. Hversu mikilvægt er fyrir þig að vera með vinnustofu? Vinnustofan er nauðsynlegur fastur punkt- ur. Vinnan mín er í grundvallaratriðum stúdíóvinna og ég er mikið á vinnustofunni að pæla eða byggja eitthvað sem verður til í samtali við efnið og í tilraunum. Frá því ég lauk námi hef ég yfirleitt alltaf haft vinnu- stofu og verið á gestavinnustofum, t.d. í Finn- landi, Tékklandi, Eistlandi og Tyrklandi. Mér finnst mikilvægt að upplifa byggingar og mis- munandi rými, sérstaklega á þeim tímabilum þegar ég hef haft litlar vinnustofur hér heima. Þá er gott að þenja skalann með því að fara t.d. á gestavinnustofur. Stutt lýsing á vinnustofunni 47fm stór, björt vinnustofa, með austur-birtu, góðri lofthæð og útsýni. Góð stærð sem hefur áhrif á vinnubrögðin; hægt er að skáka til hlutum í rýminu og fá yfirsýn. Hvert er markmiðið/toppurinn í starfinu? Það er engin endastöð, en mér finnst nauðsyn- legt að það sem maður er að glíma við komi manni sjálfum á óvart og sé þannig spenn- andi, vaxi og nái virkni. Þegar verk er tilbúið er léttir að missa áhugann á því og það bara er - ef ekki, þá truflar það mann í framhaldinu. Hvaðan færðu innblástur? Það sem örvar mig eru yfirleitt menning- artengd fyrirbæri, t.d. byggingaraðferðir, skilgreiningar og hugmyndaheimar. Inn- blásturinn kemur í framvindunni, í sjálfri myndlistarvinnunni. Í fullkominni veröld væri myndlist... Úthlutað hellings tíma og rými; hún hefur ótrúlegan kraft. Mottó Endalaus forvitni. Áhrifavaldar Ætli þeir séu ekki helst tengdir skynjuninni, ýmsum grundvallaratriðum hennar. T.d. hlut- föll og form í tónlist og byggingum, hljóð, birta, litir, efni og daglegt líf. Sjónarhorn í kvikmyndum og sjónarhorn og verk annarra listamanna gefa mikinn kraft. Hvað er SÍM fyrir þér? Mikilvægt hagsmunafélag. Nýjasta herfer- ðin, „Við borgum listamönnum” og umræðu- grundvöllur því tengdur er dæmi um kort- lagningu og yfirsýn yfir starfsvettvang myndlistarmanna og þrýsting sem félag getur skapað um hagsmunamál. Einnig hefur SÍM mikilvæg áhrif á skipan í fagnefndir sem tengj- ast myndlist og er okkur myndlistarmönnum mikilvægt félagslegt fyrirbæri. Af hverju gerðist þú félagi í SÍM? SÍM, Nýló og síðar Myndhöggvarafélagið voru félög sem mér fannst skipta máli að tengjast því þau endurspegluðu mismunandi þætti í starfsvettvangi mínum. Hvaða kostir eru við það að vera félagi í SÍM? SÍM er m.a. upplýsingaveita og gagnsætt að því leyti að það er hægt að hafa áhrif á um- ræðuna ef maður vill. Áþreifanlegur kostur fyrir mig tengist starfsumhverfi mínu, þ.e. vinnustofan, auk þess sem ég hef t.d. fengið ferðastyrk úr Muggi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67

x

STARA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.