STARA - 01.09.2015, Blaðsíða 27

STARA - 01.09.2015, Blaðsíða 27
S T A R A n o .4 2 .T B L 2 0 15 27 Frá sýningunni: Trarappa árið 2013, nemendur Listaháskóla Íslands og Dieter Roth Akademíunnar. Fræðakistill Skaftfells, Mynd Þórunn Eymundardóttir. Kjarni starfseminnar er sýningarhald í 155 fm sýningar- salnum á annarri hæð. Til sýnis er samtímalist í bland við hefðbundnari sýningar, ýmist eftir innlenda eða erlenda listamenn af öllum stærðum og gerðum. Sam- starf við Dieter Roth Akademíuna og Listaháskóla Íslands hefur verið mjög farsælt. Frá árinu 2001 hefur farið fram árleg vinnustofa fyrir útskriftarnema LHÍ sem lýkur með sýningu þar sem nemendur fá bæði faglega og verklega aðstoð við að útfæra hugmyndir sínar. Fræðsluhlutverkinu er sinnt með því að halda lista- mannaspjall, fyrirlestra, námskeið, opnar vinnu- stofur, reka sérbókasafn og framleiða fræðsluverkefni sem Skaftfell hóf markvisst að þróa árið 2007. Fræðsluverkefnin eru sniðin að þörfum grunnskólanna á Austurlandi sem eru alls 14 og margir mjög litlir. Markmiðið er að auka lífsgæði og víkka heimsmynd barna á Austurlandi með því að kynna fyrir þeim tjáningu, gagnrýna hugsun og þá samfélagsrýni sem býr að baki samtímalistum. Vöxtur gestavinnustofustarfsemi Skaftfells hefur verið mikill undanfarin ár en fyrir árið 2014 bárust tæplega 200 umsóknir. Tilgangur starfseminnar er að styðja við sköpunarferli listamanna og veita þeim rými og tíma til að vinna að eigin listsköpun. Listamennirnir stýra sjálfir ferlinu og á meðan á dvöl þeirra stend- ur býðst þeim stuðningur og ráðgjöf frá starfsfólki. Gestalistamenn taka þátt í starfsemi Skaftfells að miklu leyti, með listamannaspjalli, sýningarhaldi, kennslu og fleira og eru líflína miðstöðvarinnar við alþjóðlega listheiminn. Undanfarið hafa um 25-30 alþjóðlegir listamenn dval- ið árlega undir verndarvæng Skaftfells í 1- 6 mánuði í senn. Töluvert er um að gestalistamennirnir verði fastagestir, komi reglulega til Seyðisfjarðar og kaupi jafnvel húsnæði í bænum. Skaftfell hefur fengið styrk frá Norrænu menningar- gáttinni til að bjóða listamönnum dvalar- og ferða- styrk. Einnig hefur myndast samstarf við Goethe- Institut um að bjóða þýskum listamönnum. Í gegnum rekstur gestavinnustofa hafa opnast ýmis tækifæri til þátttöku í alþjóðlegum verkefnum. Um þessar mundir tekur Skaftfell þátt í fjórum mismunandi verkefnum: Frontiers in Retreat, Climbing Invisible Structures, Frontiers of Solitude og Artists as Institutional Ex- change. Í tengslum við þessi verkefni gefst erlendum listamönnum tækifæri til að dvelja í Skaftfelli og íslensk- ir listamenn geta farið erlendis. Ennfremur eiga sér stað sýningar, málstofur, útgáfur ofl. Á undanförnum áratugum hefur gestavinnustofum fjölgað um allan heim í öllum listgreinum. Listamenn sækja mikið í að ferðast og verða fyrir innblæstri í nýju umhverfi auk þess sem staðirnir sjálfir vilja bjóða lista- mönnum til dvalar til að kynnast staðbundinni náttúru og menningu. Mikið hefur verið skrifað um fræði- legar forsendur gestavinnustofa og því hefur jafnframt verið haldið fram að í listheiminum, sem sífellt hallast í átt að markaðshyggju, séu gestavinnustofur eitt af fáu „fjálsu svæðunum“ þar sem listamenn fá svigrúm til tilraunamennsku sem er nauðsynlegt til að stuðla að framþróun fagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67

x

STARA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.