STARA - 01.09.2015, Blaðsíða 31

STARA - 01.09.2015, Blaðsíða 31
S T A R A n o .4 2 .T B L 2 0 15 31 Þetta var sem sagt praktíska hliðin á málinu. Ég kunni ágætlega við Alvar Aalto skálann, sem var vel staðsettur á miðjum vettvangi sýningarinnar. Við Gunnar Kvaran vorum einir við uppsetningu sýningarinnar. Mér sýndist nokkuð ósamræmi með okkur og nágranna- skálunum. Þar var alltaf mikið um að vera og mikill fjöldi hjálparkokka og kvikmynda- tökufólk var þar eins og um Hollywood atburð væri að ræða. Persónulega truflaði það mig ekki og það voru margir aðrir skálar með sama rólega yfirbragðinu og við. Frægustu listtímaritin voru komin út fyrir opnun, og þar voru tilbúnar greinar um lista- menn stóru landanna. Á þessum tíma bar mikið á Jeff Koons, sem var með fræga myndasyrpu þar sem hann var í ástar- og samfarastellingum með ítölsku þingkonunni og pornóstjörnunni Cicciolinu. Þannig lagað var þetta ekki svo ólíkt tímaritum eins og Séð og Heyrt, fræga fólkið og jammið. Mynd og texti um mig var kominn í tímaritið Domus. Það var svo sem ekki flókið að setja upp sýning- una, sem ég var búinn að vinna sem samræmda heildarsýningu á málverkum, því Gunnar var búinn að segja að hann vildi að ég færi, og væri að vinna í því, nokkru áður en ég fékk lokatilkynninguna svona stutt fyrir sýningu. Ramminn var einskonar upprunagarður, eða paradísargarður, þar sem ég notaði þjóðsögur og trúar- og menningarsögu sem grunn fyrir einskonar frumgarð. Tvær stærstu myndirn- ar voru Sumar og Vetur, og áttu að vera eins- konar jin og jang, þar sem myrkrið leystist upp í draumsýnir, en dagurinn í ímyndaða paradís. Þriðja stærsta myndin var sjálfsmynd sem sigldi á sel á sjónum og lyfti hendi eins og Kristur, máluð í bláum tærum litum. Öll myndin speglaðist í sjálfri sér. Á sjónum voru stökkv- andi fiskar og fljúgandi fuglar. Þessi mynd birtist í nokkrum listtímaritum og fylgdi þá texti um mig. Ég fékk sjö einkasýningartilboð í New York, London, Amsterdam, Haag, Malmö, Zurich og Milanó. Nokkrar samsýningar. En strax upp úr 1990 varð fjármálakreppa, og hér um bil öll þessi gallerí lögðu upp laupana eða drógu mjög úr starfsemi sinni. Mig minnir að þrjár einkasýningar hafi staðið eftir, og list- markaðurinn var í sárum. Allt var þó til að gera mjög gott fyrir mig, og það sem þó stóð var bolti sem hélt svo áfram að rúlla. Ég fékk ágæta umfjöllun, í listtímaritum, út- varpi og sjónvarpi, og stundum var ég kallaður sérvitringur frá Íslandi, sem mér fannst mjög gott. Mér fannst svolítið skrítið þegar ég var að tala um sýninguna í skálanum í heild og svo mína sýningu, að það var eins og jafnvel vinir væru ekki ánægðir ef maður sagði frá þessu á jákvæðan hátt, svo ég hætti því að mestu mjög fljótlega. Ég tel þessa þátttöku Íslands á Feneyjar- biennalnum mjög mikilvæga, og var ekki ánægður þegar ég heyrði fyrst af útlendingi fyrir okkar hönd, sem sýnir þar nú, þetta er svo einstakt tækifæri fyrir okkar smáa og fátæklega framlag. Mér finnst þó að við eigum að standa með okkar manni þegar hann er valinn. Ég skrifaði lítillega um það í nýútkominni bók minni Menningarferð frá R. til N. Til Namibíu og aftur til R, sem skýrir mál mitt. „Þar var alltaf mikið um að vera og mikill f jöldi hjálparkokka og kvikmyndatökufólk var þar eins og um Hollywood atburð væri að ræða. Persónu- lega truf laði það mig ekki og það voru margir aðrir skálar með sama rólega y firbragðinu og við.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67

x

STARA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.