STARA - 16.04.2015, Side 5

STARA - 16.04.2015, Side 5
S T A R A n o .3 1.T B L 2 0 15 5 Það er nokkuð ljóst að umgjörð myndlistar er ekki í neinu samræmi við þann veruleika sem starfandi myndlistarmenn lifa og hrærast í og það má einnig segja um aðrar stéttir, svo sem sýningarstjóra, listfræðinga, kennara og alla þá aðila sem á beinan eða óbeinan hátt koma að myndlist á Íslandi. Það er eins og myndlistar- menn og aðrir sem tengjast myndlist starfi í heimi „Potemkintjalda“ þar sem umgjörð myndlistar hefur vissulega einhverja framhlið og oft glæsilega, en oft á tíðum er ekkert á bakvið. Þessu þarf að breyta. Kortið á að auðvelda fólki að átta sig á heildar- mynd myndlistar á Íslandi. Það sýnir hvert atriði myndlistarheimsins og um leið hvað tilheyrir sama mengi og hvernig einstaka atriði skarast, og auðveldar þannig allar áætlanir um breytingar og lagfæringar. Almenn umræða um íslenskan myndlistarheim, og um leiðir til að umbylta og laga það sem laga þarf, hefur verið einsleit, brotakennd, og um leið hefur skort samvinnu milli greina og stétta. Meginástæðan hefur verið sú að margir hafa ekki náð að sjá fyrir sér heildarmyndina og ekki skilið nauðsyn þess að margbreytilegir þættir umgjarð- ar myndlistar séu samstilltir og í samvinnu milli ólíkra aðila sem koma að myndlist. Oft skilgreina þeir sem koma að myndlist hagsmuni sína og sinna stofnana á rangan hátt og eiga erfitt með að átta sig á því að til þess að allir þættir myndlistar- heims Íslands nái að þróast og komast í ásættan- legt horf er nauðsynlegt að skilja og skilgreina tengingar milli stofnana og aðila út fyrir eigin svæði og eigin hagsmuni, en þeir hagsmunir eru oft þröngt skilgreindir og í sumum tilfellum eru aðilar að vinna gegn sjálfum sér. Kortið af heildarmyndinni er framlag SÍM til þess að sameina framtíðarsýn þeirra sem koma að myndlist á Íslandi. Það er sett fram sem til- raun að grunni til samstarfs, en til að byrja með mun hver og einn félagi í SÍM taka þátt í að bæta við atriðum sem vantar og koma með tillögur að aðgerðum til að heildarmynd myndlistar nái að dafna og þróast. Aðrir aðilar sem tengjast myndlist verða fengnir til að bæta við kortið eftir þessa vinnu félaga SÍM, til þess að auka á skiln- ing og samvinnu. Stjórn Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM), hefur tekið að sér það verkefni að gera kort af heildar- mynd íslenskrar myndlistar.

x

STARA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.