STARA - 16.04.2015, Blaðsíða 9

STARA - 16.04.2015, Blaðsíða 9
S T A R A n o .3 1.T B L 2 0 15 9 Eygló vinnur með sjónfræðileg fyrirbæri en slíkar rannsóknir eru aldrei endastöð í hennar verkum heldur miklu fremur ein af mörgum samsíða víddum í marglaga ferli. Fyrirbæri eins og myndleifar (e. afterimage) vekja til dæmis upp spurningar um hvaða hughrif eða atburðir í umhverfinu kalla fram hugmyndir og hvort yfir höfuð sé hægt að henda reiður á þetta samband eða virkni milli innri og ytri veruleika. Verkin á sýningunni sem vísa í byggingalist minna á rústir eða eyðibýli þar sem hið innra og ytra hefur einmitt runnið saman eða náttúran gengið aftur inn í hið manngerða. Myndleifarnar og hughrifin eru þarna líkt og efnisleg fyrirbæri og raunveru- legir atburðir þó þau séu mögulega á „fíngerðari“ tíðni og ekki jafn afmörkuð í tíma og rúmi. Hver mynd kallar á aðra mynd og litur kallar á andstæðan lit eins og einhvers konar öfugsnúið bergmál eða öllu heldur andsvar. Eygló notar efnivið sem er viðkvæmur og eftir- gefanlegur en úrvinnslan er örugg og stöðug og í ferlinu styrkist efnið. Til dæmis minnir eitt verkanna, eins konar vindmælir, frekar á lárétt mylluhjól en hefðbundinn vindmæli sem snýst mótstöðulaust. Verkin hafa gengið í gegn- um margar umbyltingar í ferlinu og fela í sér þessar ummyndanir. Ferlið er gegnsætt og hrár eiginleiki verkanna heldur öllum möguleikum opnum. Áhorfandinn þarf að vera næmur fyrir agnarsmáum atriðum eins og til dæmis pappírs- brún sem kvarnast úr og virkar sem inngönguleið í verk því hún beinlínis opnar efnið sem unnið er með svo úr verður bræðingur milli verks og áhorfanda. Verkin á sýningunni (málaðir skúlptúrar/þrívíð málverk) hafa þannig bein líkamleg áhrif og þau þarf að upplifa. Þau eru opin, bæði efnislega og til túlkunar; þau eru gljúp. Ljósmy ndir Eyg ló Harðardót t ir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

STARA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.