STARA - 16.04.2015, Qupperneq 11

STARA - 16.04.2015, Qupperneq 11
S T A R A n o .3 1.T B L 2 0 15 11 Önnu Líndal, vekja hvert fyrir sig upp tilfinningu fyrir valdi kerfisins og leiða þátttakandann inn í miðju sýningarrýmisins þar sem ákallið um að skynja þau áhrif sem mannveran hefur á nátt- úruna í gegnum kerfi sín heldur áfram. Rósa Gísladóttir og Hrafnkell Sigurðsson afhjúpa fyrir okkur afleiðingar kerfis þar sem áhrif plastnotkunar á lífríki jarðar eru farin að skapa ótta í hugum fólks. Bjarki Bragason hugleiðir verðmæti jökulsins: Hvenær má leyfa honum að bráðna og hvenær ekki? Pétur Thomsen, Rúrí og Eggert Pétursson kalla hvert á sinn hátt eftir því að við veitum landslaginu og tengslum okkar við það athygli — því hvernig við tengjumst því í gegnum staðsetningu okkar, skynjun og athafnir. Í rýmunum tveimur beggja vegna miðjunnar finnur þátttakandinn svo annars vegar hið stóra samhengi mannverunnar og tengsla hennar við samfélagið, og hins vegar hið smáa samhengi persónulegra tengsla. Í fyrra rýminu má skynja gagnkvæm áhrif samfélagsins á mannveruna og mannverunnar á samfélagið í gegnum verk Gjörningaklúbbsins, Spessa og Óskar Vil- hjálmsdóttur. Í því seinna kalla verk Ásthildar, Hildar Bjarnadóttur, Hildar Hákonardóttur og Ásdísar Spanó fram hugleiðingar um áhrif persónulegra og tilfinningalegra tengsla á milli mannvera, á milli kynslóða, og á milli mann- vera og landslagsins sem smýgur inn í líkama þeirra og huga. Tengslin milli kynslóða kristall- ast svo í þátttökuverkum þeirra Gunndísar Ýrar Finnbogadóttur og Ásthildar, þar sem þær skapa rými til þess að yngri kynslóðir megi skynja tengslin við fortíðina í gegnum sögur af upplifunum þeirra sem eldri eru og þeim eldri gefst innsýn í vonir og óskir kynslóða framtíðarinnar. Sýningin Ákall skapar aukna meðvitund um mikilvægi þess að endurhugsa tengsl manns og náttúru, og ekki síður aukna meðvitund um mikilvægi listarinnar þegar kemur að því að miðla þessum tengslum og skapa rými til að skynja þau og hugleiða.

x

STARA

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.