STARA - 16.04.2015, Blaðsíða 13

STARA - 16.04.2015, Blaðsíða 13
S T A R A n o .3 1.T B L 2 0 15 13 Er þetta í fyrsta sinn sem þú dvelur í gesta- vinnustofu? Nei. Ég hef komið í gestavinnustofu á vegum SÍM nokkrum sinnum síðan árið 2009, meðal annars hina dásamlegu vinnustofu í Berlín. Fyrsta gestavinnustofan sem ég tók þátt í var hins vegar í Flórída, Bandaríkjunum, í Atlantic listamiðstöðinni, með leiðbeinandi listamann- inum Gillian Wearing, þegar ég var í framhalds- námi við Concordia háskólann í Montreal árið 2003. Það er alltaf spennandi að fá þær fréttir að umsókn hafi verið samþykkt. Það er sérstök tilfinning að vita að fólk kann að meta þig sem listamann og að þú ætlir að halda með opnum huga á vit þessarar óvissuferðar. Hvers vegna Ísland? Ísland hefur alltaf heillað mig. Ég man eftir að hafa séð kvikmyndina 101 Reykjavík þegar ég var yngri og bjó í New York, og að mig langaði til að kynnast þessari litlu eyju betur. Á þessari smáu eldfjallaeyju úti á miðju hafi er örlítið, sérkennilegt en sterkt og sjálfstætt norrænt listasamfélag, sem býr yfir svo einstöku menn- ingarlegu ríkidæmi að það er töfrum líkast — og allt opinberast það í Reykjavík. Það virðist algjörlega nútímalegt, en um leið bræðingur fortíðar og framtíðar sem renna saman í þessari mystísku sköpun. Tilraunakennd tónlistarsenan hafði mikil áhrif á minn innri mann. Löngunin til að upplifa landslagið í gegnum áleitna tónlist Bjarkar, Sigur Rósar og Hildar Guðnadóttur, svo fáir séu nefndir, virkaði eins og segull á mig. Hvar heyrðirðu fyrst um SÍM gestavinnustofurnar? Mér bauðst að sýna verkin mín í Gautaborg í Svíþjóð og fékk þar með tækifæri til að halda fyrirlestur í Valand listaháskólanum. Ég hitti þar nokkra íslenska listamenn sem voru að klára meistaragráður sínar í myndlist og var boðið á vinnustofur þeirra til að ræða listsköpun þeirra. Þeir sögðu mér frá SÍM. Fyrsta orðið sem þú lærðir á íslensku? Heima. Að hverju vannst þú í gestavinnustofu SÍM? Á Íslandi hef ég skapað þó nokkur verkefni sem hafa lifnað við í gjörningum eða tilraunakennd- um hávaðaviðburðum þar sem ég hef nokkrum sinnum átt í samstarfi við íslenska listamenn. Ég hef ánægju af samvinnu og hef verið að færast í áttina að samfélagslega virkari verkum. Hver upplifun á Íslandi hefur verið einstök og gefandi hvað varðar nýja þekkingu og ný skapandi ferli. Í ágúst 2014 kom ég til Reykjavíkur með gjörn- ing minn frá Montreal og samvinnuverkefni í tilraunahávaða sem heitir „Sonic Electric“. Við komum til SÍM til að semja ný tilraunakennd rafræn tónlistarverk og til að koma fram fyrir íslenska áhorfendur. Við fluttum þetta nýja efni í Mengi sem hluta af lokasýningu okkar og var það um leið lokahátíð gestavinnustofunnar okkar. Finnst þér að gestavinnustofan og/eða Ísland hafi áhrif á verk þín? Alltaf. Gestavinnustofan er áhugaverður tími því maður fær alltaf svo undraverða sýn á skapandi hæfileika frá öllum sviðum samfélagsins og alls staðar að úr heiminum. Samtalið verður ótrúlegt. Hvað varðar verkin mín, þá verð ég alltaf fyrir áhrifum af rannsóknum mínum á hinu náttúru- lega landslagi, hvort sem þau áhrif eru svo skjal- fest á einn eða annan hátt. Hver birtingarmynd frumefna vekur margar ósjálfráðar hugmyndir sem eru stundum frumstæðar og stundum mjög abstrakt. Ég fæ aldrei slíkar hugmyndir í Montreal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

STARA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.