STARA - 16.04.2015, Blaðsíða 14

STARA - 16.04.2015, Blaðsíða 14
S T A R A n o .3 1 .T B L 2 0 15 14 Ég safna hlutum, ég syng hluti, ég anda. Ég skrifa. Ég næri mig með hlutum frá íslenskum jarðvegi. Ég fer alltaf að veiða og kem aftur með nýjan fisk í sameiginlega eldhúsið svo allir geti borðað hann saman. Það er góð tilfinning að snúa aftur til Íslands, hitta vini mína og heimsækja SÍM aftur ... eins og þetta sé mitt annað heimili. Ég reyni að tala íslensku og hlæ að sjálfri mér því mér finnst ég skilja málið. Ég hef sérstök tengsl við nokkrar fjöl- skyldur hér sem hafa boðið mig velkomna á heimili sín og ég hef lært margt um menningarlega sjálfs- mynd Íslendinga fyrir vikið. Ég bý til list sem ég er stolt af ... það er eitthvað ósvikið við hana. Sástu einhverjar sýningar sem höfðu áhrif á þig á meðan þú dvaldir á Íslandi? Ég man að ég sá vídeóverk Gabríelu Friðriksdótt- ur í fyrsta sinn og var agndofa af hrifningu. Ég er hrifin af íslenskri abstraksjón, hvort sem það eru teikningar eða málverk, textíll eða tónlist ... hún virðist spretta eins og sameindir upp af anda náttúrunnar. Þetta er kjarni sem er erfitt að lýsa nema þú komir hingað og andir að þér loftinu og leyfir honum að síast inn. Hefurðu myndað einhver ný tengsl sem gætu gagnast þér? Ég hef hitt marga íslenska listamenn og þeir eru mjög forvitnir um það sem er að gerast utan Íslands. Vitanlega á ég nokkra mjög nána vini í Reykjavík sem eru mér kærir og ég mun halda sam- bandi við þá fyrir lífstíð. Mér hefur líka alltaf fundist ég velkomin í SÍM gestavinnustofuna hvenær sem ég hef fundið þörf til að snúa aftur og skapa og ég er enn í sambandi við marga alþjóðlega listamenn sem ég hef hitt á gestavinnustofunni á Íslandi allt frá árinu 2009. Ég vona að ég geti einn daginn komið og miðlað þekkingu minni sem leiðbeinandi og myndlistar- maður við Listaháskóla Íslands, því ég er kennari á sviði intermedia og nýmiðlalistar. Í mörgu af því sem ég geri, í hljóð og gjörninga- list sérstaklega, leiðir eitt af öðru og ég geri mér grein fyrir þörfinni á að þýða, umbreyta og kanna hvernig allt skarast: skipulega, á gagnrýnin hátt og í gegnum samvinnu. Ég myndi gjarnan vilja komast í samband við íslenska nemendur og listasamfélagið allt í því skyni að miðla þessari aðferðafræði. Var eitthvað sem kom þér á óvart við íslensku myndlistarsenuna? Íslenska listasamfélagið virkaði sem mjög náinn hópur fólks sem tengdist í gegnum örstutta móderníska sögu og einstakt tungumál mótað stílrænt og formlega af náttúru og veðurfari. Tónlistarsköpun Íslendinga er stórkostleg ... og minnir um margt á grasrótarumhverfið í tónlistar- senunni hér í Montreal, t.d. Arcade Fire. Þetta er mjög náið samfélag og framúrstefnulegt og því í stöðugri mótun. Ég lærði mikið um sögu íslenska formalismans við að sjá hvernig tungumál hans þróaðist, til dæmis í gegnum safneignina á Lista- safni Íslands. Íslenskir listamenn taka mikið hver frá öðrum, bæði á vitrænan og sjónrænan hátt, og hafa aðgang að ótal áhugaverðum rýmum og hátíðum til að þróa verkefni sín. Það er hins vegar ekki auðvelt fyrir útlendinga að komast inn í fræðilega og faglega myndlistar- heiminn á Íslandi. Ég vona samt að það breytist. Ég hef verið mjög heppin því íslenskir listamenn hafa boðið mér að taka þátt í hópverkefnum. Það væri einnig frábært að fá tækifæri til að starfa sem gestakennari við Listaháskólann og deila þannig nýrri þekkingu á sviði nýmiðla og rafrænnar listar. Ég held að það gæti verið mjög spennandi fyrir alþjóðlega listamenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

STARA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.