STARA - 16.04.2015, Blaðsíða 17

STARA - 16.04.2015, Blaðsíða 17
S T A R A n o .3 1.T B L 2 0 15 17 kvikmyndahátíðum. Það kemur mér algjörlega á óvart þar sem ég hef alltaf litið á teiknimyndir- nar mínar sem tilraunir frekar en fullgerð verk. Ég ætla svo að flýja hversdaginn og vinnustof- una mína í maí og vera í gestavinnustofunni á Skriðuklaustri í mánuð. Hversu mikilvægt er fyrir þig að vera með vinnustofu? Nauðsynlegt. Allt sem ég geri krefst mikils pláss og mér finnst mikilvægt að hafa allt út um allt og undirlagt þegar ég er að vinna. Stundum er allt í rúst og þá þarf það að vera þannig til að búa til réttar aðstæður. Þetta er heilagt rými þar sem ekki er hægt að taka tillit til neins annars en listarinnar. Lýsing á vinnustofunni Orka, óreiða, uppáhellt staðið kaffi, hrúgur af alls konar drasli og dóti, friður, tónlist, stór gluggi, útsýni út á sjó og inn í hótelherbergin á Marina Hotel ... Hvert er markmiðið/toppurinn í starfinu? Toppurinn í starfinu er að hella upp á kaffi á vinnustofunni, setja tónlist í botn og teikna stjórnlaust í marga klukkutíma án þess að hugsa um neitt. Markmiðið er að gera það alltaf. Af hverju ertu myndlistarmaður? Ég hef alltaf teiknað svo mikið að það jaðrar e.t.v. á köflum við maníu. Ég byrjaði á því þegar ég var pínulítil og hef teiknað alla tíð síðan. Ég var sem sagt mjög góð að teikna og fór þess vegna í listaskóla. Ég fór ekki inn í myndlist af neinum sérstökum myndlistaráhuga. Hafði í raun bara áhuga á að teikna en áhuginn á myndlist kom svo seinna. Ég tók aldrei meðvit- aða ákvörðun um að verða myndlistarmaður heldur. Ég bara einhvern veginn teiknaði mig áfram og endaði hér, veit aldrei hvað gerist næst. Í fullkominni veröld væri myndlist ... Fullkomlega fullkomin og óspennandi. Ég held að listin í ófullkominni veröld sé pottþétt meira spennandi. Mottó Teikna meira hugsa minna. Áhrifavaldar Fólk, bæði leiðinlegt og skemmtilegt fólk, venju- legt fólk, skrítið fólk, galdrafólk, andstæður, óþægindi, húmor, hryllingur, gleði, hömluleysi, tryllingur, eirðarleysi, stjórnleysi, tilfinningar og flest sem er ófullkomið. Hvað er SÍM fyrir þér? Félag sem hugsar um og passar upp á praktíska og skynsamlega hluti sem ég hef ekkert vit á. Af hverju gerðist þú félagi í SÍM? Mér var sagt að það væri skynsamlegt. Hvaða kostir eru við það að vera félagi í SÍM? Fyrst og fremst að geta leigt vinnustofur SÍM. Ég hef leigt vinnustofu af SÍM í mörg ár, fyrst á Seljavegi og svo núna á Nýlendugötu. Það er mikill lúxus að þurfa ekki að hugsa um hluti eins og að tengja internet, borga hita og rafmagn og alla þá leiðinlegu hluti sem maður þarf oft að vesenast í sem leigjandi. Ég hef líka sótt um og fengið Mugg, ferðastyrk SÍM, nokkrum sinnum í gegnum tíðina og bara átt í jákvæðum samskipt- um við félagið. www.siggabjorg.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

STARA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.