STARA - 16.04.2015, Blaðsíða 23

STARA - 16.04.2015, Blaðsíða 23
S T A R A n o .3 1.T B L 2 0 15 23 Fyrir nokkrum árum átti sér stað mikil umræða um það í Svíþjóð hvort og þá hvernig listamenn ættu að fá borgað fyrir að lána verkin sín til opinberra stofnana og hvort og þá hvernig þeir ættu að fá borgað fyrir þá vinnu sem felst í því að setja upp sýningu. Eftir mikinn þrýsting frá listamönnum og mikla undirbúningsvinnu var samningur, svokallaður MU-samningur,* undir- ritaður árið 2009 af hálfu ríkisins og samtaka sænskra listamanna, hönnuða, iðnhönnuða, ljósmyndara og teiknara. Samningurinn á að tryggja að ríkisstofnanir borgi listamönnum lágmarksgjald fyrir að sýna listaverk í þeirra eigu og setur fram viðmið um laun vegna undirbúningsvinnu. Allar ríkis- stofnanir þurfa að hlíta samningnum en öðrum sýningaraðilum sem njóta opinberra styrkja er einnig ráðlagt að fara eftir honum. Sem safnstjóri Ystads konstmuseum lagði ég til við bæjarstjórn Ystads að fjárveitingar til safnsins yrðu auknar svo hægt yrði að fylgja eftir markmiðum samningsins (en þar sem Ystads konstmuseum er ekki ríkisstofnun þarf safnið ekki að fara eftir samningnum). Safnið fékk helming þess fjár sem beðið var um árið 2011, en það þýddi að ég sem safnstjóri gat greitt lág- marksgjald til nánast allra listamanna sem sýna verkin sín á Ystads konstmuseum. Greiðslur til listamanna hafa hins vegar sín áhrif á dagskrá safnsins. Við setjum til dæmis upp mun færri sýningar en áður og standa þær yfir í lengri tíma. Eins er dýrara að setja upp sam- sýningar með mörgum listamönnum þannig að þeim hefur fækkað. Við vorum með margar litlar einkasýningar með ungum listamönnum á árum áður en þeim hefur því miður einnig þurft að fækka. Fækkun sýninga hefur að sama skapi dregið aðeins úr aðsókn. MU-samningurinn hefur enn sem komið er kosti og galla en til þess að koma á breytingum þurfum við að fórna einhverju. Stóra myndin er í raun einföld: Ef við höfum ekki efni á að borga listamönnunum, höfum við ekki efni á að sýna verkin þeirra. Frá því ég bað fyrst um aukafjárveitingu fyrir fjórum árum til að greiða listamönnum fyrir vinnu sína hefur viðhorfið breyst. Ég þarf ekki lengur að útskýra fyrir stjórnmálamönnum af hverju listamenn eigi að fá borgað fyrir að vinna með okkur, umræðan er komin á annað stig. Listamenn eru mun kröfuharðari en áður og við sýningarstjórar getum vísað í samninginn er við förum fram á hærra fjárframlag til reksturs safnanna. Á hinn bóginn er ljóst að við eigum enn langt í land. Margar opinberar stofnanir hafa ekki fengið aukafjárveitingu, vísa til skorts á fjár- magni og fara ekki eftir MU-samningnum. Ystads konstmuseum borgar enn sem komið er einungis lágmarks sýningargjald, eins og margar aðrar stofnanir. Hvað sem þessu líður höfum við tekið skref fram á við og eitt er víst: Án listamanna verður engin list til! * MU (Medverkans- och utställningsersättning) MU-samningurinn kveður á um ákveðið lágmarksgjald, sem ekki er breytilegt. Í samningnum er verðskrá þar sem verð er reiknað út með hliðsjón af sýningarsal, hversu lengi sýningin stendur yfir og hversu margir listamenn taka þátt í henni. Lágmarks gjaldið er þó alltaf til staðar óháð lengd sýningarinnar. Í samningnum er líka mælst til þess að laun séu borguð fyrir undirbúning, svo sem fyrir fundi, opnun, uppsetningu á verkum og fyrir að framleiða ný verk. Smel l ið hér t i l að l esa samning inn .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

STARA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.