STARA - 16.04.2015, Síða 29

STARA - 16.04.2015, Síða 29
S T A R A n o .3 1.T B L 2 0 15 29 Frá árinu 2012 hefur verkefnið Reitir boðið 73 einstaklingum víðsvegar að úr heiminum til Siglufjarðar í tilraunakennda nálgun á hina hefðbundnu listasmiðju. Reitir byggir á þeirri hugmynd að með því að leiða saman athafna- sama einstaklinga með fjölbreyttan bakgrunn og sérkunnáttu nýtist ólík reynsla þátttakenda sem grunnur að spennandi og krefjandi sam- starfi. Sem dæmi má nefna að stærðfræðingur, grafískur hönnuður og teiknari hafa unnið saman að hljóðskúlptúr. Öll vinnan er staðbundin, og það á einnig við um rannsókna- og hugmyndavinnu. Þátttakend- ur mæta á staðinn án fyrirfram mótaðra hug- mynda, með opinn hug gagnvart óeigingjörnu samstarfi og drifkraft til að skapa. Reitir er tólf daga verkefni sem skiptist í tvo hluta; fyrri hlutinn er þrír dagar og tileinkaður rannsókna- og hugmyndavinnu en seinni hlutinn fram- kvæmd og úrvinnsla verkefna sem lýkur með opnun. Verkferlið er mjög frjálst og er seinni hlutinn alveg í höndum þátttakenda. Hinn fullkomni þátttakandi er framtakssamur, samvinnufús, skapandi í hugsun, tekur sénsa og er með ástríðu fyrir því sem hann gerir. Siglufjörður er viðfangsefni þátttakenda og hafa þeir algjört frelsi til að nálgast bæinn á þann hátt sem þau kjósa. Meðal fyrri verkefna eru snjallsímaforrit, blaðaútgáfa, pop-up kaffi- hús, leturgerð, myndbandsverk, útiskúlptúr og margt fleira. Reitir er grunnur að skapandi alþjóðasamstarfi í þágu bæjarins en sýnileiki og samvinna við bæinn er mikilvægur hluti verkefnisins. Á hverju ári er leitast við að auka beint samband við bæjarbúa á skemmtilegan hátt. Hvert ár skora Reitir á Siglufjörð í fótbolta en einnig er hópnum skipt niður í litla hópa og þeim boðið í kvöldmat á heimili í bænum. Verkefnið er einnig miðjupunktur í vaxandi tengslaneti sem teygir sig þvert yfir heiminn. Hefur samstarf oft haldið áfram að Reitum loknum og sumir snúið aftur sem þátttakend- ur. Markmið Reita er að vera virkur partur af uppbyggingu Siglufjarðar sem áfangastaðar nýrra hugmynda gegnum þverfaglegt skapandi samstarf. Alþýðuhúsið á Siglufirði hýsir verkefnið. Menningarráð Eyþings, Evrópa unga fólksins, Myndlistarsjóður og Fjallabyggð hafa styrkt verkefnið auk minni fyrirtækja í bænum.

x

STARA

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.