STARA - 16.04.2015, Page 30

STARA - 16.04.2015, Page 30
Í dag virðist eins og SÍM hafi alltaf verið til og að hinar miklu rimmur á milli myndlistarmanna um strauma og stefnur hafi aldrei átt sér stað. Því er vel til fundið að rif ja upp tilurð Sambands íslenskra myndlistarmanna sem var stofnað fyrir rétt rúmum 30 árum. S T A R A n o .3 1 .T B L 2 0 15 30 Það er nokkuð langur tími í ævi hvers manns en engan veginn í tímatali listarinnar sjálfrar. Í þessum hugleiðingum mínum mun ég fara stutt- lega yfir forsögu og tilurð SÍM, sem nú blómstrar sem aldrei fyrr. Það er ekki hægt að rifja upp stofnun SÍM nema að minnast á Hagsmunafélag myndlistarmanna (HM), sem í dag er flestum gleymt og þeir sem yngri eru vita kannski ekki að hafi nokkurn tíma verið til. HM var stofnað vegna þess að flestum ungum framsæknum myndlistarmönnum var neit- að um inngöngu í Félag íslenskra myndlistarmanna (FÍM). Ástæðan var sú að þeir stunduðu ekki þá list sem félagsmönnum var þóknanleg. Líklega er erfitt fyrir suma að skilja það í dag, en á þessum tímum var allt annað þjóðfélagsmynstur og landið okkar talsvert einangrað frá umheiminum hvað myndlistina varðaði og líklega aðrar listir líka. Ungir listamenn fylgdust þó vel með og bæði kynntu sér og fundu innra með sér nýja strauma sem ólguðu í hinum vestræna heimi. Það varð oft mikið þras um hugmyndafræði og stefnur og eftir áralöng átök ákvað hópur af þessum ,,utangarðsmönnum’’ að reyna að sameinast og nýta kraftana í að byggja upp betra listalíf hér á landi. Því var Hagsmunafélag myndlistarmanna stofnað í þeim tilgangi að skjóta skjólshúsi yfir ,,landflótta’’ myndlistarmenn og sameina öll félögin undir einn hatt. Einnig var í lögum félagsins klásúla um að þegar það markmið næðist að stofnuð yrðu regnhlífarsamtök ætti að leggja HM niður. Nýkominn frá námi í Hollandi, vorið 1982, var ég beðinn um að taka að mér formennsku í Hagsmunafélagi myndlistarmanna. Þá hafði Richard Valtingojer verið formaður frá upphafi. Hann hafði lagt á sig mikla vinnu og vildi stíga til hliðar. Ég hugsaði mig vel um, en lét tilleiðast og á aðalfundi var ég kosinn formaður. Með mér í stjórn voru m.a. Gylfi Gíslason og Guðrún Erla Geirsdóttir, Gerla. Við vorum sammála um að sinna aðeins einu verkefni og það var að sameina myndlistarfélögin í landinu. Haft var samband við alla formenn hinna myndlistarfélaganna og fljótlega tókst að koma á fundi. FÍM hafði ávallt verið mesta fyrirstaðan, en nú var kominn nýr formaður, Sigrún Guðjónsdóttir, Rúna eins og við þekkjum hana. Þær miklu deilur sem höfðu verið og stóðu að nokkru leyti enn yfir snertu hana lítið. Þannig að nú var kominn sam- Tilurð SÍM Minningarbrot Þór Elís Pálsson

x

STARA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.