STARA - 16.04.2015, Blaðsíða 31

STARA - 16.04.2015, Blaðsíða 31
S T A R A n o .3 1.T B L 2 0 15 31 vinnu-grundvöllur til að nýta og hefja nokkuð flókið ferli til að sameina öll félögin. Það var mikið fundað og aðilar skiptu á milli sín verkef- num. Fyrsta hugmyndin var að leggja niður öll fagfélög og setja alla myndlistarmenn saman undir einn hatt. Lagalega var það ekki hægt og því varð úr að sett yrði á laggirnar fulltrúaráð allra félaganna og svo yrði stjórn samtakanna kosin á aðalfundi. Vegna þessa hafði ég áhyggjur af stöðu félags- manna í HM, vildi jafnvel breyta lögum þess og halda starfseminni áfram. Það var ekki hljómgrunnur innan félagsins fyrir þeim breytingum. Hver átti að verða þeirra málsvari innan stjórnar samtakanna eða á vettvangi þeirra? Niðurstaða vinnuhópsins varð sú að einstaklingur gat verið meðlimur að heildar- samtökunum. Ákveðið var að stilla upp full- trúaráði þar sem fulltrúar frá öllum félögum hefðu sinn mann og síðan yrði einn kosinn á aðalfundi samtakanna fyrir einstaklingsaðila. Jafnframt átti að kjósa í stjórn samtakanna á aðalfundi Þetta fyrirkomulag virðist hafa blessast ágætlega til að byrja með, en er líklega ónauðsynlegt í dag. Samband íslenskra myndlistarmanna var stofnað í nóvember 1982 á fjölmennum fundi myndlistarmanna á Hótel Borg. Voru fundar- menn á einu máli um að framtíðin væri bjart- ari nú þegar allir snéru bökum saman til að styðja og styrkja myndlistina í landinu. Þessum 30 árum síðar er mér ljóst að þetta voru gæfuspor þó enn verði að berjast fyrir skilningi og réttinum að stunda alvöru myndlist hér á landi. Mörgu hefur líka verið áorkað, m.a. fengist gott húsnæði í hjarta borgarinnar, en þegar við hófum þessa vegferð þá fengum við smá aðstöðu í Ásmundarsal, frekar óhentugt húsnæði en gott til fundar- setu. Í dag er ég glaður að hafa lagt minn skerf til hagsmunamála myndlistarinnar og vona að þeim sem nú halda utan um taumana hjá SÍM gangi vel í að styrkja og standa vörð um myndlistina í landinu. Þau félög sem stóðu að stofnun SÍM voru: Félag íslenskra myndlistarmanna, Mynd- höggvarafélagið í Reykjavík, Íslensk grafík, Textílfélagið, Leirlistafélag Íslands og Hags- munafélag myndlistarmanna, sem var svo lagt niður. Sigrún Guðjónsdóttir, Rúna, varð fyrsti formaður og nokkrir af okkur sem voru í undirbúningshópnum héldu áfram í fyrstu stjórn SÍM.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

STARA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.