STARA - 16.04.2015, Síða 31

STARA - 16.04.2015, Síða 31
S T A R A n o .3 1.T B L 2 0 15 31 vinnu-grundvöllur til að nýta og hefja nokkuð flókið ferli til að sameina öll félögin. Það var mikið fundað og aðilar skiptu á milli sín verkef- num. Fyrsta hugmyndin var að leggja niður öll fagfélög og setja alla myndlistarmenn saman undir einn hatt. Lagalega var það ekki hægt og því varð úr að sett yrði á laggirnar fulltrúaráð allra félaganna og svo yrði stjórn samtakanna kosin á aðalfundi. Vegna þessa hafði ég áhyggjur af stöðu félags- manna í HM, vildi jafnvel breyta lögum þess og halda starfseminni áfram. Það var ekki hljómgrunnur innan félagsins fyrir þeim breytingum. Hver átti að verða þeirra málsvari innan stjórnar samtakanna eða á vettvangi þeirra? Niðurstaða vinnuhópsins varð sú að einstaklingur gat verið meðlimur að heildar- samtökunum. Ákveðið var að stilla upp full- trúaráði þar sem fulltrúar frá öllum félögum hefðu sinn mann og síðan yrði einn kosinn á aðalfundi samtakanna fyrir einstaklingsaðila. Jafnframt átti að kjósa í stjórn samtakanna á aðalfundi Þetta fyrirkomulag virðist hafa blessast ágætlega til að byrja með, en er líklega ónauðsynlegt í dag. Samband íslenskra myndlistarmanna var stofnað í nóvember 1982 á fjölmennum fundi myndlistarmanna á Hótel Borg. Voru fundar- menn á einu máli um að framtíðin væri bjart- ari nú þegar allir snéru bökum saman til að styðja og styrkja myndlistina í landinu. Þessum 30 árum síðar er mér ljóst að þetta voru gæfuspor þó enn verði að berjast fyrir skilningi og réttinum að stunda alvöru myndlist hér á landi. Mörgu hefur líka verið áorkað, m.a. fengist gott húsnæði í hjarta borgarinnar, en þegar við hófum þessa vegferð þá fengum við smá aðstöðu í Ásmundarsal, frekar óhentugt húsnæði en gott til fundar- setu. Í dag er ég glaður að hafa lagt minn skerf til hagsmunamála myndlistarinnar og vona að þeim sem nú halda utan um taumana hjá SÍM gangi vel í að styrkja og standa vörð um myndlistina í landinu. Þau félög sem stóðu að stofnun SÍM voru: Félag íslenskra myndlistarmanna, Mynd- höggvarafélagið í Reykjavík, Íslensk grafík, Textílfélagið, Leirlistafélag Íslands og Hags- munafélag myndlistarmanna, sem var svo lagt niður. Sigrún Guðjónsdóttir, Rúna, varð fyrsti formaður og nokkrir af okkur sem voru í undirbúningshópnum héldu áfram í fyrstu stjórn SÍM.

x

STARA

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.