Són - 01.01.2004, Side 129

Són - 01.01.2004, Side 129
129ER MITT HEITI ÚT Í SKÓG Mér er fremur létt um að ríma og því get ég kastað fram vísum líkum þessum án þess að hugsa mig um.29 Í bréfið skrifar hún einnig bændavísur sem hún orti í gamni um krakkana á bænum og ýmsar vísur aðrar. Þá segist hún hafa ort svolítið af kvæðum. Einnig getur hún þess að hún hafi sent blöðum og tímaritum svolítið af skáldskap sínum að áeggjan pabba síns. Hún segir annars að sér láti „best að yrkja í óbundnu máli“ og gæti hugsað sér að vinna eitthvað úr því endist henni aldur til. — Á þessu sést að metnaður hennar hefur fyrst og fremst staðið til að skrifa í lausu máli og við slíka iðju sat hún margt kvöldið uppi í rúmi sínu þegar aðrir voru farnir að sofa og skrifaði á sléttaðan umbúðapappír í skini frá daufum grútarlampa. Smásaga Dýrólínu, Olnbogabarnið, birtist í Nýjum kvöldvökum 1926 en fátt annað mun hafa birst eftir hana á prenti í lausu máli og ekki entist henni aldur og heilsa til að ganga frá sögum sínum til prentunar. Hún varð því aldrei þekkt fyrir þá grein skáldskapar sem metnaður henn- ar stóð fyrst og fremst til. Aftur á móti urðu ýmsar lausavísur hennar landsþekktar og mun það ekki síst hafa verið að þakka Stuðlamálum Margeirs Jónssonar á Ögmundarstöðum en í fyrsta hefti þeirra birtist úrval vísna hennar 1925 eins og áður segir. Mun sumum hafa þótt í þeim einna tærastur skáldskapur í ritinu eins og eftirfarandi vísa Benedikts Einarssonar vottar:30 Verði stans á starfi mínu, „Stuðlamálin“ gríp jeg þá. — „Dauðskotinn“ af Dýrólínu dregst í sæng og loka brá. Hagmælska Dýrólínu var mikil og flestar bestu vísur sínar kveður hún undir hringhendum hætti þar sem hún bregður upp lifandi myndum úr náttúrunni. Dýrt formið krefst hnitmiðunar og nákvæmni í orðavali eigi skáldskapurinn ekki að snúast í leirburð og skiptir þar ekki minnstu máli að velja innrímsorðin af kostgæfni því í þeim býr hljóm- ur vísunnar og blær fyrst og fremst. Þá ríður ekki síður á að sú mynd sem dregin er upp í hringhendunni sé skýr og lifandi svo vísan verði ekki bara eyrnalist og hljómi sem hvellandi bjalla. 29 Dýrólína Jónsdóttir (26. febrúar 1926). 30 Benedikt Einarsson (1925:78–79).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.