Alþýðublaðið - 26.09.1924, Page 3

Alþýðublaðið - 26.09.1924, Page 3
ftEP'VfrO-VE'ABHi 3. Krossanessmálið. Atvinnumálaráöherra M. Guí- mundsaon heflr reynt aC klóra yfir verk sín í noröurförinni frægu. Mrgbl. heflr birt samtal viö hann og snýr þar ráðherrann öllu öfugt. Er það undarlegt, að maður i hans stöðu skuli ekki sjá sóma sinn í því, að reyna aö fara rétt meö. Hann segir að kaupgjaldið, sem verksmiðjan greiddi, hafl ekki verið lægra en það, sem yflrleitt var greitt nyrðra. Annað hvort eru þetta vísvitandi ósannindi hjá ráð- herranum, eða hann heflr ekki kynt sór málið eins og honum bar skylda til. Texti verkamannafólags- ins á Akureyri var kr. 1,20 um klukkustund og eftir honum var farið þar nyrðra. Á síldarstöðinni í Jötunheimum var greidd 1 kr. um kl.stund, eftir því sem mér er sagt En í verksmiðjunni í Krossanesi var kaupið 80 aurar um kl stund og engir íslendingar fengu bærra kaup, að undantekn- um ef til vill einum eða tveimur. Þá bríxlar ráðherrann verka- mönnum verksmiðjunnar um það, að þeir vinni ver en aðrir. Þetta eru hrein og bein ósannindi. Sá, sem þetta ritar, vann í verk- smiðjunni í fyrra og voru þá flestir verkamennirnir þeir sömu og í ár. Annars væri gott ef ráðherrann þyrði að birta nöfn þessara ófull- vinnandi manna. Rsjkið ,Capstan‘ vindlinga! Smásöluverð 95 aurar. Fííst alls staðar. yjyxTAygaga sysr aaayiarxy xvk r w\»>ww Ráðherran segir, að ekki hafl verið kvartað yfr innflutningi er- lends verkafólks i fyrra. Þessi um- mæli stafa annað hvortaf gleymsku eða ósannsögli ráðherrans. Það var kvartað yflr innflutninginum á þicgmálafundu n í Eyjafjarðar- sýslu og á Akureyri, blöðin ræddu málið og þingið fcók það til með- ferðar. Óþarfl er að deila um sildar- málin. Allir, sem fylgst hafa með í þessu máli, vita að þau voru 15 : til 20 lftrum of ntór. Ráðherrann lagði blessun sína yflr það. Hlá- leg afsökun er þi.ð, að það slettist úr málunum við upprkipun að oft verðí sild eftir í löggunum og þess vegna verði málin að vera stærri en um er samið. Það er auðheyrt, að sá hinn mikli maður K a u p i ð ekki lólegar og dýrar leirvörur, þegar hægt er að fá góðar, fall- egar og ódýrar postulínsvörur í verzluninni >l*Örf< Hverfisg. 56. Lítið inn í dag. -^fg ráðherrann, hefir aldrei skipað upp síld, fyrst hann lætur verksmiðju' stjórann segja sór þetfca sem sann- leika. Að endingu vil ég spyrja ráð- herranD, hvaða síldarkaupmenn aðrir en verksmiðjan hafi haft of stór mál. Sennilegt er, að ráðherr- ann só hér að fara með dyigjur j um menn, sem hafa ekki til þess unnið. G 8. J. Bdgar Rice Burroughs: Tarxan og gimstelnar Opar-borgar, XXIII. KAFLI. Skelfíngarnótt. Jane Clayton beið i trjónu, þar sem Werper hafði búið um hana; henni fanst nöttin aldrei ætla að liða; en loksins dagaði þó; hún fyltist nýrri von, er hún sá riðandi mann nálgast eftir götutroðningnum. Skykkjan og hettan, huldi bæði andlit og vöxt inannsins; en konan vissi að þetta var Frecoult, þvi að hann var klæddur eins og Arabi, og enginn nema hann vissi um felustað hennar. Það, sem hún sá, bætti úr nóttinni; en margt var það, sem hún sá ekki; Hún sá ekki dökka andlitið undir hettunni, eða hóp af svörtum hermönnum, sem riðu i hægðum sínum á eftir foringjanum; hún sá þetta ekki i fyrstu, svo að hún teygði sig út úr laufinu og heilsaði glaðlega komumanni. Maðurinn leit upp við fyrsta orðið og stöðvaði hest sinn hissa. Jafnskjótt sá Jane avavt andlit Abdul Móraks, og huldi sig þegar i laufinu en það var um seinan. Maðurinn hafði séð hana, og kallaði til hennar að koma niður úr tréuu; hún neitaði þvi i fyrstu; en þegar tólf svartir hermenn komu i ljós og námu staðar bak við foringja sinn, og einn tók að klifra á eftir henni upp i tréð, sá hún, að mótstaða var þýðingarlaus. Hún kom þvi niður úr trénu, og bað þennan nýja handtakanda sinn ásjár i tiafni mannúðar og réttlætis. Abdul Mórak var ekki i þvi skapi, eftir ósigur sinn og missi gullsins, gimsteinanna og fangans, að hann léti skýrskotun til þessara kenda mannsins hafa áhrif á sig; enda þekti hann þær varla, þótt hann væri i sólskinsskapi. Hann bjóst við burtrekstri og jafnvel dauða fyrir óhöpp sin, er hann kæmi heim og segði Monelek kon- ungi af ferðum sinum; en lagleg gjöf gat dregið úr reiðinni, og þessi fagra kona, úr öðrum kynflokki, myndi þegin af hinum svarta drottnara! iaaBBafflBBfflEfflBfflmEaEBE Tarzan'Sðgnrnar fást á Biöuduósl, hjá Jóni Fálcnasyni bóksab.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.