Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 8

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 8
gagna, ályktanir og skiljanleika auk aðferða og formlegra atriða eins og áður. aukin áhersla á gæði er ekki síst mikilvæg þegar framgangskerfi háskólakennara hvetur til sem flestra birtinga. greinarnar í þessu hefti eru markverðar í sjálfum sér því að allar kynna þær nýtt framlag til þekkingar hver á sínu fræðasviði sem tengjast menntun í víðum skilningi: Fötlunarfræði, mennta - heimspeki, námskrárfræði, háskólafræði, námssálarfræði, fjölmenningarfræði og stjórnunarfræði menntastofnana. saman eru þær spegilmynd af niðurstöðu norrænu skýrslunnar sem að framan er getið og sýna þá fjölbreytni sem nú er í menntarannsóknum. guðrún Valgerður stefánsdóttir gefur okkur innsýn í bernsku- og æskureynslu fullorðinna þroskaheftra einstaklinga sem tóku þátt í langtímarannsókn hennar. Þeir ræða meðal annars um skóla göngu sína og samskipti við fullorðna. Þetta er athyglisverð rannsókn vegna þeirrar nánu sam vinnu sem tókst með rannsakanda og viðmælendum hennar. eins og höfundur segir sjálfur: „Lífssögur fólksins gefa fágæta sýn inn í heim sem hefur að mestu verið hulinn og geta varpað ljósi á ótal marga þætti í lífi þess.“ gyða Jóhannsdóttir og Jón Torfi Jónasson greina eignarhaldsform háskóla í Danmörku, noregi og á íslandi og komast að þeirri niðurstöðu að rekstrarformið, hvort þeir eru opinberir eða einkaháskólar, skipti minna máli í aðgreiningu þeirra en ýmsir aðrir þættir, svo sem fjárhagslegt svigrúm og sjálfræði í ákvörðunum eins og það er skilgreint í lögum. Birna maría svanbjörnsdóttir, allyson macdonald og guðmundur Heiðar Frímannsson segja loks frá langtímarannsókn á því hvernig skólastjóri nýs grunnskóla mótar skólastarfið allt frá upphafi skólans, meðal annars með markvissri ráðningu starfsmanna. amalía Björnsdóttir, Börkur Hansen og Baldur kristjánsson halda áfram að kynna niðurstöður úr rannsókn sinni á þáttum sem hafa áhrif á námsárangur grunnskólanemenda. Þau hafa nú þegar birt greinar um gildi áhugahvatar og frítíma en í þetta sinn kanna þau áhrif viðhorfa nemenda og foreldra og stuðning foreldra við nám barna sinna. rósa guðbjartsdóttir og Hanna ragnarsdóttir fjalla um rannsókn á afstöðu átta kennara til kennslu innflytjendabarna. rannsóknin gerir meðal annars grein fyrir þeim hindrunum sem kennarar þessara barna standa frammi fyrir í kennslu og hvaða lausnir þeir hafa fundið. atli Harðarson ræddi við átján framhaldsskólakennara um skilning þeirra á almennum mark - miðum framhaldsskólans eins og þau koma fram í aðalnámskrá. í ljós kom að sjónarmið þeirra gengu að mörgu leyti á skjön við þá hugmyndafræði sem liggur að baki því að setja almenn markmið í aðalnámskrá og ætlast til þess að skólar vinni eftir þeim. kennararnir töldu sem sagt að markmiðunum mætti ná óbeint með kennslu einstakra námsgreina. Við gerum ekki ráð fyrir því að ritið sé lesið spjaldanna á milli heldur finni lesendur efni við sitt hæfi. í þeim tilgangi er jafnframt gott að hafa aðgang að stafrænni útgáfu ritsins sem birtist á heimasíðu þess níu mánuðum eftir útgáfu. ritið skartar nú fallega endurhannaðri kápu sem gert er ráð fyrir að haldi lit sínum frá ári til árs, og er það breyting frá því sem verið hefur. njótið vel. Heimildir Borgen, Jorunn spord, stensaker, Bjørn og geschwind, Lars. (2010). Nordisk utdanningsforskning: sentrale kennetegn – nye muligheter. københavn: nordisk ministerråd. rannsóknarmiðstöð íslands. (2005). Úttekt á rannsóknum á sviði fræðslu- og menntamála. Loka - skýrsla. unnið fyrir rannsóknarmiðstöð íslands og menntamálráðuneytið. reykjavík: Höfundur. 8 Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.