Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 11

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 11
tel ég að gera verði greinarmun á störfum sem beinlínis fela í sér og þrífast á ræktun sið - ferðilegra samskipta (svo sem störfum félags - ráðgjafa, prests, hjúkrunarfræðings eða kennara) og störfum sem hafa önnur eðlislæg stefnumið (t.d. byggingarverktaka, pípulagn ingamanns, bókhaldara, afgreiðslumanns á kassa og jafnvel skurðlæknis). starf kennara og prests er líkt að því leyti að hvorugur kemst hjá því að kenna hinum ungu, í orði og athöfn, að velja milli góðra og slæmra lífskosta. ef maður leggur aristótel - ískan skilning í þetta hlutverk, eins og ég er veikur fyrir, þýðir það að maður kennir hinum ungu að meta hið góða líf dygðanna vegna. aÐ kenna gÖmLum HunDum aÐ siTJa Sporgöngumenn Aristótelesar, eins og þú, leggja höfuðáherslu á siðferðisuppeldi fyrstu aldurs - áranna þegar dygðunum er miðlað með tamn - ingu og eftiröpun siðferðilegra fyrirmynda. En kennaranemar eru engin smábörn. Þeir koma með í farteskinu ansi mótaða skaphöfn og – eftir atvikum – eigin dygðir eða lesti sem heimanfylgju. Hvernig eiga kennaramenntunar - stofnanir að bregðast við: meina nemendum að ljúka kennaraprófi nema þeir séu dygðablóð? Eða getum við kennt gömlum hundum að sitja? svar: Það er rétt að sumir sem ala með sér draum um að verða kennarar eru það spilltir af slæmu uppeldi eða siðferðilegum sjálfskapar - vítum að þessi draumur yrði betur aldrei að veruleika. sem betur fer eru mörg dæmi þess að slíkir nemendur séu stoppaðir af, til dæmis af vettvangskennurum. en við megum ekki heldur gera of lítið úr möguleika fólks til að bæta sig. Fæstir kennaranemar eru óforbetran legir synda - selir; og það er hægt að slípa ýmsa ann marka af eigin hegðun og skoðunum í hag nýtu og vel skipulögðu háskólanámi. meðal annars þess vegna skiptir öllu máli að í kennara menntun sé gerð krafa um að nemendur ígrundi siðferðilegt eðli þess starfs sem þeir hyggjast leggja fyrir sig – og sérstaklega þýðingu skap gerðar og dygða. Þessi krafa vegur ekki nógu þungt í kennaranámi dagsins í dag á Vestur löndum. arFLeiFÐ kOHLBergs Svo að við víkjum nánar að hugmyndum þínum um siðferðilegan þroska og uppeldi þá ertu mjög gagnrýninn á páfa þessara fræða, Lawr - ence Kohlberg. Hvar varð honum á í messunni? svar: kohlberg var mikill straumhvarfa - maður í þessum fræðum og ekki ber að vanmeta framlag hans. en ég er ekki einn um að gagn - rýna hann nú á dögum. Flestir þeir sem hallir eru undir dygðafræði – vinsælustu kenninguna í siðfræði nútímans – gagnrýna kohlberg fyrir of mikla skynsemishyggju og fyrir vanmat á tilfinningahlið siðferðisins. Ég hef einnig bent á hin kantísku áhrif í kerfi kohlbergs og hvernig skynsemishyggja kants, sem gerir geðsmunina að aukaatriði eða jafnvel skaðvaldi í þroska vitsmunanna, gegnsýrir kenningu kohlbergs. LisTir Og mennTun Þú kvartar sáran yfir hinni litlu athygli sem listir, s.s. tónlist, myndlist og bókmenntir, fái nú á dögum í skyldunámi og í námi kennaraefna. Hvert er menntunarlegt gildi lista og hvernig getum við endurheimt það? svar: Þótt ýmsir menntahugsuðir nútímans vilji gera strangan greinarmun á fagurfræðilegu og siðferðilegu gildi þá tel ég að listirnar hafi beinu hlutverki að gegna fyrir þroska siðferð is - ins, ekki síst þroska siðlegra tilfinninga. sem dæmi má nefna viðkvæmni fyrir sársauka annarra og innsýn í hið mannlega hlutskipti. en ég er fjölhyggjumaður um gildi lista, tel það ekki einungis siðferðilegt heldur hafi listirnar líka sjálfmæti, þ.e. verðmæti í sjálfum sér, sem uppspretta og útrás fegurðarskyns. Þar að auki rækta þær verksvit og eru ríkur ánægjugjafi. anDríki Og TrÚarBragÐakennsLa Þú hefur skrifað talsvert um trúarbragða - kennslu og kennslu í eða um andlega reynslu („spirituality“). Á slík kennsla heima í skyldu - námi? svar: Ég tel að sérhvert barn eigi óskoraðan rétt á trúarbragðakennslu, hvort sem barnið sjálft er trúað (eða á trúaða foreldra) eða ekki. slíkri kennslu þarf því að finna stað í skyldu - námi. en jafnframt verður að tryggja að trúar - bragða kennsla sé ekki trúboð, þ.e. innræting tiltekinna trúarskoðana, heldur hluti af almennu menningarlæsi. stóru trúarbrögðin hafa, hvort sem okkur líkar betur eða verr, haft gagnger áhrif á þróun nútímasamfélaga; og hvað sem andmælum öfga-trúleysingja líður má ekki ræna börn tækifærinu til að kynnast þessari arfleifð. 11Viðtal Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.