Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 17

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 17
rannsóknarhefða í félagsvísindum en ævisögu - legar rannsóknir eiga sér rætur í mörg um og mis munandi fræðigreinum (Bogdan og Biklen, 1998; Creswell,1998; Plummer, 2001). eigindlegar lífssögurannsóknir hafa verið skilgreindar á margvíslegan hátt, en ég styðst við skilgreiningar tveggja fræðimanna í fé lags - vísindum, þeirra kens Plummer (2001) og normans Denzin (1989). Plummer (2001) skil - greinir lífssöguaðferð sem rannsókn sem byggist á söfnun persónulegra gagna um lífs - hlaup manneskju. Denzin (1989) leggur auk þess áherslu á að lífssöguaðferðir felist í söfnun gagna sem lýsa tímamótum í lífi manneskj unn - ar. Lífshlaupinu má skipta í nokkur hefðbundin skeið, svo sem bernsku, unglingsár, fullorðinsár og elliár. innan þessara tímaskeiða er síðan að finna lykilatburði eins og upphaf skólagöngu, fermingu, hjúskap og barneignir, svo og mikil - væga áfanga sem tengjast menntun, starfsframa og ýmsum tilfinningalegum atburðum á lífs - leiðinni (Priestley, 2003; sigurður gylfi magn - ús son, 2005). Bent hefur verið á að mikilvægt sé að beina sjónum að þeirri breyt ingu sem verður þegar einstaklingurinn fer af einu skeiði á annað. Þessar breytingar kalla oft á mikil umskipti í lífi fólks sem verða til þess að það endurskoðar líf sitt og sjálft sig. einnig hefur verið bent á að minni fólks tengist þessum tímamótum og geti verið eins konar vegvísir við upprifjun minninganna (Denzin, 1989; sigurður gylfi magnússon, 2005). í rannsókn minni beindi ég samtölum að þessum tíma - mótum en komst fljótt að því að í lífi fólksins í rannsókn minni er ekki að finna marga tíma - móta atburði sem tengjast svokölluðu eðlilegu lífshlaupi. nokkrar af lífssögupersónunum fluttu til dæmis á stofnanir þegar jafnaldrar þeirra voru að hefja skólagöngu og í stað þess að stofna fjölskyldur voru konurnar í rannsókninni látnar gangast undir ófrjósemisaðgerðir, og svo má áfram telja. Tímamót í lífi fólksins voru því ekki þau sömu og annarra en eigi að síður eiga þau sér sameiginleg tímamót sem mótuðust af áðurnefndum atburðum. í þessari grein set ég niðurstöður mínar fram út frá þeim tímamóta - atburðum sem fólkið lýsti og leitast við að tengja þá við bernsku þeirra og æskuár. auk lífssögupersónanna átta tóku þátt í rann sókninni aðstandendur og fagfólk, alls 22. Þegar ég hóf rannsóknarvinnuna var ætlunin að byggja hana á hefðbundnum félagsvísindalegum lífs sögu aðferðum en algengast er að þær hvíli að mestu á opnum viðtölum eða samtölum við hvern og einn þátttakenda og söfnun sögulegra gagna (Plummer, 2001). með aukinni þekk ingu minni á möguleikum lífssöguaðferðarinnar og ekki síður vegna áhuga, djúprar þarfar og löngunar viðmælenda minna til að rifja upp minningar og segja sögur sínar þróaðist rann - sóknin í þá átt að mun meiri samvinna var við lífssögupersónur rannsóknarinnar en ég hafði gert ráð fyrir í upphafi. auk þess að byggja á hefðbundnum lífssöguaðferðum, eins og ætlun - in var í byrjun, stofnaði ég rannsóknar hóp sem í áttu sæti auk mín fjórar konur sem allar eru lykilþátttakendur í rannsókninni. Þær tóku virk - an þátt í öllu rannsóknarferlinu með mér. Hóp - urinn hafði mikil áhrif á þróun rann sóknarinnar og varð til þess að ég endurskoðaði aðferða - fræðilega nálgun mína og hún tók á sig æ fleiri einkenni samvinnu rann sóknar (Walmsl ey og Johnson, 2003). í slíkum rannsókn um er gert ráð fyrir nánara samstarfi við þátttakendur, sem litið er á sem meðrann sakendur, en í hefð - bundnari rannsóknum (sjá nánar guðrúnu V. stefánsdóttur, 2008). gagnasöfnun í rannsókninni má skipta í fjóra meginhluta: 1. Ég átti fimm til sjö einstaklingssamtöl við lykilþátttakendurna átta. samhliða voru gerðar þátttökuathuganir á heimilum þeirra og vinnustöðum. í framhaldi af þessu voru fyrstu drög að lífssögum skrifuð í náinni samvinnu við hverja og eina lífssögu persónu. 2. stofnaðir voru tveir rýnihópar sem í áttu sæti, auk mín, lífssögupersóna, systkini henn - ar og fagfólk. eftir rýnihópaviðtölin voru lífssögurnar endurskoðaðar í samvinnu við lífssögupersónurnar og nýjum upplýsingum sem fram höfðu komið var bætt við. 3. stofnaður var rannsóknarhópur, söguhópur - inn, sem starfaði saman í þrjú ár. Við hittumst einu sinni í viku fyrstu tvö árin og einu sinni í mánuði í eitt ár. 4. rýnt var í persónuleg skjöl og upplýsingar frá einni af þjónustuskrifstofum í málaflokki fatlaðs fólks um þrjár af lífssögupersónum rann sóknarinnar. í þessari grein er byggt á gögnum úr öllum 17Raddir fólks með þroskahömlun Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.