Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 19

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 19
og systkinum mínum. allir hjálpuðust að. Við áttum sextíu fjár og tíu beljur og tíu hross. Ég var þekkt í minni sveit af því ég þekkti svo vel nöfnin á rollunum og mörkin á þeim. svo var verið að reka beljurnar inn. Þær gátu nú verið óþægar við okkur krakk ana. í sveitinni gerði ég allt með hinum krökkunum og ég var aldrei neitt öðruvísi Þegar guðrún var að alast upp um miðja öldina tíðkaðist hér á landi að halda börnum snemma til vinnu og á stórum sveitaheimilum voru mörg verk sem þurfti að vinna (sigurður gylfi magnús son, 1993). Verksvitið virðist hafa skipt miklu máli og það hefur án efa ráðið því að ekki var litið öðrum augum á börn með þroskahömlun en önnur börn á heimilinu. í sög - um þeirra þriggja lífssögupersóna sem ólust upp í sveit kemur þó skýrt fram að ekki var um neina þjónustu að ræða við börn og fjölskyldur þeirra og ólíklegt má telja að þær hafi leitað eftir aðstoð. Þótt ekki sé hægt að alhæfa um aðstæður fólks með þroskahömlun sem átti heima í sveit á grundvelli frásagna þeirra má telja sennilegt að fleiri hafi búið við svipaðar aðstæður. Þau voru öll liðtæk við ýmis störf í sveitinni og gátu lagt sitt af mörkum í þeim efnum. ekki hafa þó allar lífssögupersónurnar sælu - sögur að segja úr sveitinni því elsti þátttak - andinn í rannsókn minni, gunnar Jónsson, lýsir slæmum örlögum bróður síns, Haraldar, en hann hafði ekki getu til að vinna almenn sveitastörf. Haraldur var sendur á sveitabæ til vandalausra þar sem hann var beittur miklu harðræði. Hér á eftir er drepið niður í lýsingu gunnars á ör - lögum hans: Þegar við komum á sveita bæinn var allt svo skítugt og konan, sem átti að hugsa um hann Halla bróður, hafði víst lamið hann og verið vond við hann. Hún vissi ekki að við vorum að koma og henni brá þegar hún sá okkur. Hún fór svo með okkur út í hænsnahús og þar var Halli með hænunum, skítugur og grátandi. Hann átti ekki neina skó og held ég engin almennileg föt. Það vantaði meira segja á hann tær af því að honum var svo kalt. Við fórum svo á stofnunina og okkur leið bara vel þar. Þessi stutta frásögn gefur til kynna þau við horf sem ríkjandi voru í garð fólks með þroska - hömlun á íslandi um miðja síðustu öld. ekki er ólíklegt að atburðir sem þessir hafi oft verið þaggaðir niður, meðal annars vegna þess að þeir voru óþægilegir fyrir samfélagið. eins og sjá má á þessu dæmi litu ekki allir á stofnanavist sem neikvæða því fyrir þá bræður var stofnunin lausn frá harðræði og illri meðferð. Þó að varla megi ætla að aðstæður sem þessar hafi verið al - gengar hér á landi hafa sambærileg dæmi kom - ið fram í íslenskum rannsóknum (Hanna Björg sigurjónsdóttir og rannveig Traustadóttir, 2001) og erlendum (atkinson, Jackson og Walmsley, 1997; Fergu son, 1994). Félagslegar aðstæður fólksins í rannsókninni á bernsku- og æskuárum voru mismunandi en það sem einkennir þó lýsingar flestra frá æsku - árum eru ljúfar minningar um lífið „heima“ þar sem flestir upplifðu sig sem eðlilegan og sjálf - sagðan hluta af fjölskyldunni. Þá kemur einnig skýrt fram að um enga félagslega aðstoð eða þjón ustu var að ræða við börn og fjölskyld ur þeirra utan sólarhringsstofnana. Skólaganga með einni undantekningu var formleg skóla - ganga fólksins lítil eða engin. eins og áður segir áttu þrjár af lífssögupersónum rannsókn arinnar heima í sveit en þau voru öll fædd árið 1948. Þó að þau hafi alist upp hvert í sínum landshlutanum er reynsla þeirra af skólagöngu að mörgu leyti lík. Þau gengu öll í farskóla en þó mislengi. guðrún Haraldsdóttir var þrjú ár í farskóla með jafnöldrum sínum en tvíburabræð urnir guð - mundur og Hallur einn vetur. í sögum þeirra má glöggt finna að þegar að skólagöngu kom fundu þau öll til vanmáttar síns og ekki var um neinn stuðning í skólanum að ræða á þessum tíma. Hrefna, ófötluð systir þeirra guð mundar og Halls, lýsir skólagöngu þeirra á eftirfarandi hátt: Þeir voru einn vetur í skólanum. Þetta var far - skóli, einn af síðustu farskólunum á ís landi. á veturna var kennt í þrjá mánuði en þess á milli urðu börnin að læra sjálf. Bræður mínir voru einn tíma á dag í lestrarkennslu þennan vetur. um vorið sagði kennarinn að þetta þýddi ekki neitt, það væri ekki hægt að kenna þeim neitt. Bræður mínir fengu nánast enga skólagöngu né aðra þjónustu. 19Raddir fólks með þroskahömlun Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.