Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 21

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 21
inni á stofnunum. í lífssögum í rannsókninni kemur fram að flest fólkið lítur á flutning á stofnun sem einn af erfiðustu og afdrifaríkustu atburðunum í lífi sínu. Þau þurftu að skilja við fjöl skyldur sínar á barnsaldri og flutningurinn hafði oftast þær afleiðingar að tengslin við þeirra nánustu voru rofin að miklu eða öllu leyti. ragnheiður guðmundsdóttir, sem er fædd árið 1950, segir frá upplifun sinni af flutningi á stofnun árið 1959 á eftirfarandi hátt: Ég var bara níu ára gömul þegar ég flutti, ég gleymi því nú aldrei. Ég fór með flugvélinni suður. Ég var samferða konu sem heitir Jóna. Hún átti heima í þorpinu. svo keyrði bróðir hans pabba míns mig á bílnum sínum á stofn - un ina. Ég man vel hvernig þetta var. Ég var með tvær ferðatöskur sem fötin mín voru í. mér fannst ekkert gaman að vera að flytja hingað suður frá pabba mínum og mömmu og systkinum mínum þremur. Frásögn ragnheiðar endurspeglar að flutn - ingurinn var henni tilfinningalega afar erfiður, enda var hún ekki nema níu ára gömul. Þessi atburður, sem gerðist fyrir meira en 45 árum, stendur henni enn ljóslifandi fyrir hugskots - sjónum. ragnheiður leit á flutninginn á stofnun - ina sem einn af þeim atburðum sem hafa markað líf hennar og aðstæður hvað mest. sama má segja um ernu magnúsdóttur sem er, eins og ragnheiður, fædd árið 1950. í broti úr lífssögu ernu sem fer hér á eftir kemur fram hvernig hún skynjaði flutninginn á stofnunina: svo fékk mamma mín beinkrabba og hafði áhyggjur af mér, gat ekki dáið og forstöðu - konan bauð henni að taka mig. Ég hefði aldrei farið. Ég gerði það bara af því að mamma mín vildi það. Hún hélt að ég yrði örugg þar. Þetta var bara svona. Ég var aldrei talin þroskaheft, en svo eins og ég segi og stend við það, ég var gerð þroskaheft. af því er ég svo sár að það skuli ekki hafa verið reynt meira. mér leið alveg hræðilega, alveg hræðilega. ragnheiðar og erna tengja flutning á stofnun við erfið, sárs auka full og neikvæð tímamót sem fólust í aðskilnaði frá fjölskyldu og vinum. Þá lýsa sögurnar því að foreldrar þeirra höfðu verið hvattir til að senda þær á stofnanir og þær höfðu sjálfar ekkert um það að segja. Tilviljanir virðast hafa ráðið því að þessi kostur var valinn. Þó skín í gegn að úrræðaleysið í þjónustu við fólkið úti í samfélaginu hafi verið algjört og að það hafi að einhverju leyti haft áhrif á ákvarðanir fjölskyldna þeirra. ekki er ólíklegt að foreldrar þeirra ernu og ragnheiðar hafi trúað því, eins og almennt var álitið, að það væri dætrum þeirra fyrir bestu að dvelja á stofnunum. Þá hefur hinn læknisfræðilegi skilningur á fötlun og hin mikla trú almennings á læknum, sérfræðingum og gildi opinberra stofnana án efa oft orðið til þess að foreldrar sendu börn sín frá sér. Þrátt fyrir sárar minningar um flutning á stofnun gátu konurnar vel lýst þeim aðstæðum sem þær bjuggu við á stofnunum. í lífsögunum kemur fram að einkarými var afar takmarkað og margir voru saman í herbergi. sama gilti bæði um börn og fullorðna. Frásagnir lífssögupersónanna bera með sér að innra skipulag stofnana minnti um margt á sjúkrahús. allir voru vaktir á sama tíma, yfirleitt milli sex og sjö á morgnana, og þá tóku við venjubundin morgunverk og í kjölfarið daglegar athafnir. ragnheiður lýsir þessum daglegu venju bundnu athöfnum á stofnununum: klukkan sjö á morgnana kom vaktkonan og vakti okkur. Fyrst klæddum við okkur en kvöld ið áður áttu allir að hafa til fötin sín. Ég átti líka alltaf að búa um rúmið mitt og þurrka af og skúra gólfið og við allar stelp urn ar. svo fórum við alltaf í sunnudagaföt á sunnudögum og ég geri það ennþá. Fötin voru sett upp á herðatré og ég raða þeim alltaf vel á herðatréð. svo fóru allir í bað á þriðjudögum og föstu - dögum. Þá voru bað dagar. Það var nú alltaf hafragrautur í morg un mat. Oftast var ágætur matur, hún var góður kokkur hún frú sigríður. Það var tekið slátur og við hjálpuðum til og svo var alltaf góður matur á fimmtudögum, stundum lamba læri eða hryggur eða smásteik með kartöflumús. Fólkið upplifði hina daglegu rútínu innan stofnananna á mismunandi hátt. Það kemur þó skýrt fram að allir urðu að fara eftir þeim reglum og venjum sem ríktu á stofnununum. Fæstir höfðu nokkurt vald eða val og eins og fram kom var fótaferðartími, matmálstímar, bað og háttatímar á svipuðum tíma fyrir alla, hvort sem um börn eða fullorðna var að ræða. að 21Raddir fólks með þroskahömlun Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.