Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 23

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 23
samt að fermast. Við áttum að læra um guð og Jesú, Faðir vorið og einhver vers. Ég átti bágt með að lesa og gat ekki lært þetta. Ég hef aldrei vitað annan eins prest og þetta. Hann var samt skemmtilegur og við krakkarnir höfð um svo gaman af þessu, hlógum svo mikið í tímunum. Þó að guðrún hafi ekki tekið ,,prófið“ eins og hin ungmennin er fermingin jákvæður atburður í huga hennar. Hún lýsir fermingunni sjálfri á eftirfarandi hátt: Það var góður dagur, sól og allt. Ég fermdist með þremur öðrum krökkum. í kirkjunni í sveit inni heima. Það voru teknar fermingar - myndir af mér í hvítum kyrtli. Ég fékk gjafir og fermingarskó og það kom öll fjölskyldan og presturinn hélt ræðu. Hann var bara góður og var í fínum fötum og sagði að nú værum við komin í fullorðinstölu. ragnheiður guðmundsdóttir var sú eina sem var fermd eftir að hún flutti á stofnun. Ferm - ingar undirbúningur fór fram á stofnuninni en athöfnin sjálf í sveitakirkju í nágrenninu. ragn - heiður lýsir þessu á eftirfarandi hátt: Við vorum fermd í sveitakirkjunni öll saman. um veturinn kom presturinn einu sinni í viku á stofnunina og sagði okkur sögur úr Biblíunni og við fengum myndir sem ég límdi í bók. svo áttum við að læra Faðir vorið og Trúar játn inguna. Presturinn var ágætur og talaði mikið við okkur. Ég trúi á guð. Hún mamma mín kom með flugvél suður þegar ég var fermd og það er til mynd af okkur saman. svo var haldin veisla í stórum sal og þar var mikið af fólki, bæði starfsfólkið og allar fjölskyld urnar. svo var boðið upp á ferm - ingartertu og snittur. af þessu má sjá að ragnheiður á góðar minn - ingar um ferminguna. svo virðist sem ferm - ingar undirbúningur á stofnuninni hafi verið áþekkur og hjá öðrum börnum á þessum tíma. edda guðmundsdóttir var sú eina af lífs - sögu persónunum sem fermdist ekki. Hún er afar ósátt við að hafa ekki fermst og á erfitt með að fyrirgefa forstöðukonunni á stofnuninni sem hún telur að hafi komið í veg fyrir að hún fermdist. Hún lýsir tilfinningum sínum þannig: Ég hef alltaf trúað á guð og hlustað á allar messur í útvarpinu. Forstöðukonan vildi ekki að ég fermdist. sum börnin voru fermd en ekki öll og ég var skilin eftir. Vinkona mín sagði við mig að ég ætti nú bara að láta ferma mig núna en svoleiðis gerir maður ekki. Ég var alveg hissa að henni skyldi detta þetta í hug. Það passar ekki að láta ferma sig þegar maður er að verða sjötugur. í huga eddu tengist fermingin sársaukafullri minningu um að hafa ekki fengið að upplifa jafn sjálfsagðan atburð í lífinu og það að fermast. ef til vill var þetta ennþá sárara vegna þess að fermingin var einn af hinum mikilvægu vegvísum í lífshlaupinu (sbr. Priestley, 2003). Ófrjósemisaðgerðir allar konurnar í rannsókninni nema ein þurftu að gangast undir ófrjósemisaðgerðir. Þegar erna magnúsdóttir var á fjórtánda ári var hún send í ófrjósemis aðgerð undir því yfirskini að um botn langaskurð væri að ræða. Hún lýsir tilfinn - ingum sínum gagnvart vitneskjunni um ófrjó - semisaðgerðina á eftirfarandi hátt: Þegar ég vissi um þetta var ég 27 ára. Þá var ég á stofnuninni og þá átti að senda hinar stelpurnar og það var verið að útskýra fyrir okkur að láta taka sig úr sambandi. Ég spurði af hverju ekki ég og þá varð forstöðukonan að segja mér frá því að það væri búið að taka mig úr sambandi. Þá var mamma mín dáin. Ég var svo sár út í hana og reið en hvað gat ég gert, hún var dáin og ekki gat ég skammað hana. Ég skil það núna að hún hélt að ég mundi lenda í veseni og svo hugsuðu allir að svona fólk eins og ég gæti ekki hugsað um börn. auk erfiðrar reynslu af ófrjósemisaðgerðinni og þess að vera ekki talin hæf til að eignast börn þurfti erna að takast á við tilfinningar gagnvart látinni móður sinni. Þegar erna frétti af því að hún hafði verið gerð ófrjó fór hún auk þess að velta fyrir sér hvort í barnæsku hefði þrátt fyrir allt verið litið á hana á annan hátt en hin börnin eða sem „þroskahefta“. Fram að þeim tíma var hún sannfærð um að svo hefði ekki verið. ríkjandi viðhorf hafa verið á þann veg að konum með þroskahömlun hefur ekki verið treyst til að taka sínar eigin ákvarðanir hvað varðar barneignir og oft hafa verið tekin af þeim völdin hvað þetta varðar (Hanna B. 23Raddir fólks með þroskahömlun Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.