Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 28

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 28
28 Hvert er eignarhaldsform norrænna háskóla? gyða Jóhannsdóttir og Jón Torfi Jónasson Háskóla íslands, menntavísindasviði á alþjóðavettvangi hefur farið fram marg breytileg umræða um stöðu og fjármögnun opinberra háskóla og einkaháskóla. á íslandi fjármagnar ríkið kennslu opinberra háskóla og þriggja einkaháskóla samkvæmt sömu reikni reglum en auk þess innheimta einkaháskólar lánshæf skólagjöld. Þetta hefur vakið spurningar um það í hvaða skilningi íslenskir einkaháskólar eru einkastofnanir og að hvaða leyti ekki. annars vegar er gerð grein fyrir helstu atriðum og ágreiningsefnum alþjóða umræðu um rekstr ar - form háskóla og sú umfjöllun greind. meðal annars er kannað að hvaða marki æðri menntun (e. tertier education, higher education) er álitin almannaeign (e. public good) eða einkaeign (e. private good). Jafnframt er greint að hvaða marki fjármögnun og eftirlit með gæðum og rekstri háskóla kemur einkarekstrarumræðunni við, eða í hverju frelsi þeirra felist. Hins vegar er greint frá framkvæmd og niðurstöðum rann sóknar höfunda (gyða Jóhannsdóttir og Jón Torfi Jónasson, 2009) á því hvað að - greinir opinbera háskóla og einkaháskóla á íslandi, í noregi og Danmörku. meðal annars er leitað svara við eftirfarandi spurningum: 1) eru einka háskólar til á íslandi í noregi og Danmörku? 2) í hvaða skilningi eru einkaháskólar frábrugðnir opinberum háskólum og hvað aðgreinir þessi rekstrar - form? Viðmið til að bera saman opin bera háskóla og einkaháskóla voru skilgreind á grundvelli fræðilegrar umfjöllunar um efnið auk atriða sem helst einkenna einkafyrirtæki eða einkastofnanir. Opin berum gögnum frá öllum löndunum var safnað og þau greind. Viðtöl voru tekin við fulltrúa menntamálaráðuneyta og einka háskóla í löndunum þrem. niðurstöður sýna að einkaháskólar eru á íslandi og í noregi en ekki í Danmörku. Það er fyrst og fremst tvennt sem greinir á milli opinberra háskóla og einkaháskóla. annars vegar ráða einkaháskólar yfir eignum sínum en ekki opinberir háskólar. Hins vegar falla einkaháskólar undir ólíkt laga- og regluverk hvað snertir ráðningu, launakjör og brottvikningu akademískra starfsmanna. niðurstöður sýna einnig að danskir opinberir háskólar eru sjálfseignarstofnanir án bygginga og er lítill munur á þeim og norskum og íslenskum opinberum háskólum. Tveir íslenskir einkaháskólar eru sjálfseignar stofn anir. rekstr ar form greinir því ekki á milli einkaháskóla og opinberra háskóla. Loks eru niður stöður tengdar opinberri íslenskri umræðu um stöðu og fjármögnun opinberra háskóla og einka háskóla. Hagnýtt gildi: Þessi grein er innlegg í umræðu um stöðu og fyrirkomulag íslenskra opinberra háskóla og einkaháskóla. Hún varpar ljósi bæði á hugtök og hugmyndir sem tengjast umræðu um opinbera háskóla og einkaháskóla. stjórn völd geta metið stefnumörkun sína um háskóla til skemmri eða lengri tíma í ljósi þessarar rannsóknar. Lagt er til að í stað þess að deila um heitið sem rekstrarforminu er gefið eða hvort einkarekstur sé betri eða lakari en opinber rekstur verði í umræðu um skipan háskóla reksturs stuðst við þau hlutbundnu viðmið sem notuð eru í grein - inni. Þannig verði umræðan gagnsærri og skilmerkilegri. greinin nýtist þannig bæði stjórnvöld - um og öðrum þeim sem taka þátt í umræðu um skipan háskólamála. Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.