Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 37

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 37
iske uni versitet og Handelshøjskolen í kaup - mannahöfn heimilt að taka lán gegn veði fyrir viðhaldi og kaupum á eignum. Þeir mega þó ekki taka lán til að standa straum af rekstri (munnleg heimild, 11. maí 2009. samkvæmt 2. töflu eru einkaháskólar ein - ungis til staðar á íslandi og í noregi. í töflunni kemur hins vegar í ljós að rekstrarform danskra opinberra háskóla er sjálfseignarstofnun, þ.e.a.s. sama heiti og notað er yfir rekstrarform tveggja íslenskra einkaháskóla. samanburðurinn leiðir einnig í ljós að opinberir háskólar í löndunum þremur eru að mestu leyti eins, þ.e.a.s. dönsku sjálfseignarstofnanirnar eru nær alveg eins og opinberu háskólarnir í noregi og á íslandi. Fjallað er nánar um þetta atriði í kaflanum hér á eftir. Ályktanir og umræður greiningin leiðir í ljós að samkvæmt opinberum skilgreiningum eru einkaháskólar til á íslandi og í noregi en ekki í Danmörku. samkvæmt lögum gegna einkaháskólar sömu hlutverkum og opinberir háskólar og þeir falla einnig undir gæðaeftirlit ríkisins alveg til jafns við opinberu háskólana (Lög um háskóla nr. 63/2006; Lov om universiteter og høyskoler no. 15/2005). samkvæmt hugmyndum geigers (1985) er hlutverk íslenskra og norskra einkaháskóla (þ.e. Bi í noregi) réttlætt með„betri menntun“, frekar en meira framboði eða aukinni fjölbreytni. námstilboð einkaháskólanna eru ekki ætluð jaðar hópum og þau snúast ekki um sérhæfingu sem gæti allt eins verið í opinbera kerfinu, heldur eru skólarnir viðbót við opinberu háskólana þótt ekki sé skortur á námstilboðum þar. námstilboð þeirra eru að því leyti eins og í opinberu háskólunum að þeir telja það jafngilt sambærilegum prófgráðum, þótt vitaskuld sé áherslumunur á milli skóla; það á líka við í opinberu skólunum. Þeir stuðla því fyrst og fremst að samkeppni á milli stofnana um nem - endur, en að svo stöddu eru engin gögn sem sýna að það leiði til betri menntunar. samanburður og greining á einkennum opinberra háskóla og einkaháskóla leiddi í ljós að það voru einungis tvær breytur sem greina á milli opinberra háskóla og einkaháskóla og kom það nokkuð á óvart. Þessar breytur eru í fyrsta lagi umráð yfir eignum. einkaháskólar ráða yfir eignum sínum en opinberir háskólar ekki. Frelsi íslenskra einkaháskóla í þessum efnum er þó aðeins meira en hjá einkaháskólum í noregi; þeim norsku er til dæmis ekki heimilt að fjárfesta það fé sem skólarnir fá sem ríkis - framlag eða með innheimtu skólagjalda á opn - um markaði. Þeir mega hins vegar flytja afgangsfjármagn til næsta árs þannig að það komi nemendum til góða. Þeir ráða yfir eignum sínum að öðru leyti. á íslandi mega einka há - skólar fjárfesta fjárframlög frá ríkinu sem þeir fá vegna kennslu og með innheimtu skólagjalda á opnum markaði og vekur það athygli þar sem fjárframlög ríkisins til kennslu einkaháskólanna eru alveg til jafns við opinberu háskólana. í noregi er tekið tillit til þess hvort stofnunin á möguleika á að innheimta há skólagjöld og eru fjár framlögin í samræmi við það. Það er athyglis- og umhugsunarvert að engar slíkar reglur eru hér á landi. í öðru lagi falla opinberir háskólar og einkaháskólar undir ólíkt laga- og regluverk hvað snertir ráðningar, launakjör og brottvikn - ingu akademískra starfsmanna. Opinberu háskólarnir falla undir lög og reglur sem gilda um opinbera starfsmenn en einkaháskólarnir undir lög og regluverk sem gildir á almennum vinnumarkaði. ráðningar- og launakjör sýnast nokkuð svipuð á íslandi og í noregi en virðast þó aðeins takmarkaðri í noregi en hjá íslenskum einkaháskólum, Bi er til dæmis gert að auglýsa laus störf. Brottvikning úr starfi fellur undir Arbejdsmiljöloven en þar eru ákvæði um brottvikningu nokkuð ströng. Danskir ríkisháskólar urðu sjálfseignar - stofnanir með samþykkt laga um háskóla frá 2003 (Lov om universiteter no. 403/2003). Fyrir samþykkt laganna voru þó tveir háskólar sjálfs - eignarstofnanir þ.e.a.s. Danmarks Pedagogiske universitet frá 2000 og Danmarks Tekniske universitet frá 2001. Dönsku háskólarnir eru nú átta talsins. Háskólar sem sjálfseignar stofn - anir eiga rætur að rekja til fyrri stefnumörkunar ríkisins á níunda áratugnum þegar það breytti mörgum opinberum stofnunum í sjálfseignar - stofnanir. Hugtakið sjálfseignarstofnun hefur hins vegar verið til í Danmörku í u.þ.b. 100 ár. í skýrslunni Selvejende institutioner – styring, regulering og effektivitet kemur skýrt fram að hugtakið tekur þó til margs konar stofnana og 37Hvert er eignarhaldsform norrænna háskóla? Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.